Þurrhumlun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Þurrhumlun

Post by Dabby »

Sælir
Ég er með tvær fötur af IPA sem er kominn tími til að þurrhumla. Mér var að detta í hug að þurrhumla bara aðra þeirra núna og hina eftir 3-4 vikur (eða hugsanlega seinna). Þá fæ ég tvisvar nýtappaðann IPA út úr þessari lögun.


Hefur þessi hugmynd einhverja ókosti sem ég veit ekki um, eða er þetta bara brilliant hugmynd?
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Þurrhumlun

Post by helgibelgi »

Dabby wrote:Sælir
Ég er með tvær fötur af IPA sem er kominn tími til að þurrhumla. Mér var að detta í hug að þurrhumla bara aðra þeirra núna og hina eftir 3-4 vikur (eða hugsanlega seinna). Þá fæ ég tvisvar nýtappaðann IPA út úr þessari lögun.


Hefur þessi hugmynd einhverja ókosti sem ég veit ekki um, eða er þetta bara brilliant hugmynd?
Var planið að setja á flöskur úr þeirri fötu sem þú þurrhumlar fljótlega og láta hina bara liggja og þurrhumla hana nokkrum dögum áður en hún fer á flöskur? ef, svo er, þá er þetta líklega í fínu lagi. Ef þú sótthreinsaðir allt nægilega ættu örfáar vikur í viðbót á gerkökunni ekki að skemma neitt. Ég myndi þó bara þurrhumla báðar föturnar og setja bæði á flöskur, brugga svo bara meira :mrgreen:
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Þurrhumlun

Post by Dabby »

Já það var planið að geyma aðra. Hluti af ástæðunni er samt flöskuskortur, ég á ekki flöskur undir þetta allt, en það rætist úr því fljótt... :beer:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Þurrhumlun

Post by hrafnkell »

Ég sé ekkert svakalegt að þessu allavega... Það er ekki alveg kosher að hafa bjórinn mikið lengur en mánuð á gerkökunni, en sleppur sennilega alveg.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Þurrhumlun

Post by Eyvindur »

Pfft. Ég hef haft bjóra meira en mánuð á gerkökum oftar en ég hef tölu á. Aldrei neitt verið athugavert. Þetta hljómar eins og sniðug lausn á flöskuvanda.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply