Hop Spider

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Bjoggi
Kraftagerill
Posts: 87
Joined: 17. Mar 2014 19:37

Hop Spider

Post by Bjoggi »

Sæl- ar/ir,

Hefur einhver reynslu af hop spider?
Hef séð á netinu að þetta hjálpi með grugg í bjór.
Sumir segja að nota humla poka í suðu myndi óæskilegt bragð.

kv,
Bjorgvin,
Í gerjun: Sílalækur - CaraAmber Ale, Oktober-Marzen
Á krana: Sam Adams Clone, Citra BIPA,
Á flöskum: Ekkert
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hop Spider

Post by hrafnkell »

Gruggið í lokaafurðinni verður ekkert minna þótt þú notir eitthvað til að sía humlana frá í suðu. Það eina sem það gerir er að þú færð minna af þeim í gerjunarfötuna.

Sumir hafa lent í vandræðum með under extraction ef pokarnir eru of litlir eða leikur of lítið um humlana í pottinum.

Ég set humlana alltaf bara beint í pottinn og hef litlar áhyggjur af því þó eitthvað fari í gerjunarfötuna.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Hop Spider

Post by æpíei »

Tek undir með Hrafnkeli. Best að setja humlana í suðuna til að þeir gefi örugglega fullt bragð. Þú getur hellt virtinum gegnum sótthreinsaða sigti ef þú vilt losna við eitthvað af humlunum. En það er í fínu lagi þó eitthvað af þeim fari í gerfötuna.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hop Spider

Post by Eyvindur »

Ég nota hop spider til að lágmarka líkurnar á því að dælan hjá mér stíflist. Ég er með ríflega stóran poka. Virkar mjög vel. Einstaklega þægilegt. En langt frá því að vera nauðsynlegt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Hop Spider

Post by Plammi »

Ég ég nota svona sigti sem passar akkúrat á gerjunarfötu. Næ þannig að sía út mesta draslið og næ í leiðinni að lofta vel um virtinn.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hop Spider

Post by sigurdur »

Ég nota hop spider með stórum poka .. ég er mjög ánægður með niðustöðurnar sem ég hef fengið seinustu 2 árin með slíku tæki.
Post Reply