Drip tray spurning

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Drip tray spurning

Post by Eyvindur »

Þið kútastrumpar, lumið þið á einhverjum sniðugum lausnum fyrir drip tray? Ég tími ekki (strax) að eyða formúgu í almennilegan bakka, en ég er svona full gettó í þessu sem stendur (er með ísbox á gólfinu fyrir neðan kranana). Hefur einhver útbúið eitthvað smekklegt og sniðugt fyrir lítinn pening?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Drip tray spurning

Post by gm- »

Ég nota nú bara litlar skálar sem eru fyrir sushi/sojasósu. En á keezer sem ég setti saman fyrir félaga minn, þá tókum við svona loftræstingarist og settum ofaná lítið nestisbox. Kom nokkuð vel út og kostaði mjög lítið.

Image
Post Reply