sykur magn í RIS við átöppun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

sykur magn í RIS við átöppun

Post by Hekk »

Hafið þið sett minni sykur við átöppun þegar um er að ræða bjór sem á að geyma lengi.

Ég er að stefna á að búa til Russian Imperial Stout og hef smá áhyggjur af yfir kolsýringu þegar bjórinn lagerast lengi.

Ég bjó nefnilega til porter í nóvember sem var frekar létt kolsýrður um jólinn, svo snerti ég hann ekki aftur fyrr en um páskana og þá gaus hann framan í mig......

Vill helst losna við svoleiðis vesen með RIS..

Einhverjar góðar ábendingar?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: sykur magn í RIS við átöppun

Post by Eyvindur »

Ef sykurinn blandast almennilega og allt er vel sótthreinsað á kolsýran að haldast eins og þú vilt hafa hana. Flöskur gjósa þegar sýking kemur upp, eða ef allt of mikill sykur er í henni.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: sykur magn í RIS við átöppun

Post by helgibelgi »

Hekk wrote:Hafið þið sett minni sykur við átöppun þegar um er að ræða bjór sem á að geyma lengi.

Ég er að stefna á að búa til Russian Imperial Stout og hef smá áhyggjur af yfir kolsýringu þegar bjórinn lagerast lengi.

Ég bjó nefnilega til porter í nóvember sem var frekar létt kolsýrður um jólinn, svo snerti ég hann ekki aftur fyrr en um páskana og þá gaus hann framan í mig......

Vill helst losna við svoleiðis vesen með RIS..

Einhverjar góðar ábendingar?
Ég lenti einmitt í svipuðu og þú með porter sem átti að fara í keppnina. Orsökin í mínu tilfelli var án efa sú að sykurinn við átöppun blandaðist ekki jafnt í allan bjórinn.

Ef þú hefur leyft gerinu að klára alveg gerjun, gerja allan gerjanlegan sykur, þá ættir þú að fá aðeins það kolsýrumagn sem þú miðaðir á (eins og Eyvindur segir) svo lengi sem sykurinn dreyfist jafnt í bjórinn! Nema hann sýkist :(
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

Re: sykur magn í RIS við átöppun

Post by Hekk »

já mögulega er þetta sýking hjá mér, þetta er ekki ílla blandaður sykur. Allar flöskurnar eru jafn yfir kolsýrðar.

Það er þó líka möguleiki að ég hafi sett á flöskur of snemma (ég lifi í voninni).
Post Reply