Nebbiolo kitt-rauðvín

Spjall um víngerð og allt henni tengt.
Post Reply
olibaker
Villigerill
Posts: 10
Joined: 15. Aug 2013 06:45

Nebbiolo kitt-rauðvín

Post by olibaker »

Þá er ég loksins búinn að koma fyrstu brugguninni af stað. Við erum flutt í hús og í kjallaranum er ljómandi 3,5 fermetra dimm kompa með litlum glugga sem ég hef til eigin einkaafnota undir misvitrar tilraunir.

Ég er frekar hrifinn af Amarone og öðrum kröftugum rauðvínum, svo eftir ábendingu valdi ég að byrja á frekar ódýru 8-lítra Nebbiolo kitti frá DOC (?) og fékk leiðbeiningar um hvernig ég gæti látið það "nálgast" amarone.

Leiðbeiningin gekk út á að bæta 60 gr af eik í primary ásamt 6 gr af tannín, bæta svo í allt að 60 gr af eik í secondary ef þurfa þætti. En, þar sem amarone er hærra í % en almennur Nebbiolo (því amarone er jú gert úr þrúgum sem hafa fengið að þorna örlítið) var mér líka ráðlagt að "spæka" vínið örlítið, þar snerist málið um að láta 2 lítrum minna af vökva en uppgefið í uppskriftina og eftir fyrstu 4 daga í primary að sjóða upp 2 lítra með 1 kíló sykri og bæta leginum svo við þegar hitastigið væri nánast eins á gerjunardjúsinum og sykurlögninni (til að gerinn fengi nú ekki sjokk). Nú, þessar leiðbeiningar hljómuðu ekki svo far-fetched, svo þetta er basically það sem ég er að reyna að gera í þessarri fyrstu tilraun.

Ég hef heyrt misjafnar sögur af svona smáum kittum, svo væntingar mínar eru takmarkaðar fyrir þessa fyrstu tilraun, en sjáum til, ef þetta kemur svipað eða betur út en pappakassavín, þá er ég meira en sáttur. Því á móti kemur að ég hef ekki prufað nein rauðvínskitt áður, svo það er svosem í lagi að byrja neðarlega.

Anyways.. Lögnin var sett af stað á laugardaginn 3 mai, upphafs SG var sýndist mér 95 á mælinum, held það þýði 1095 (með 2 lítrum minna af vatni) og nú bíð ég miðvikudags til að bæta sykurleginum við, þar ætla ég að taka gravity fyrir og eftir viðbætingu sykurs, en ég kem svo kannski með frekari pósta eftir því sem á líður.
Söluaðilinn fyrir kittið heldur því fram að nokkra mánaða öldrun geri vín úr þessu kitti gott, svo planið er að leyfa þessu að eldast í 3-6 mánuði (amk ef það smakkast ekkert of vel í byrjun).
Ég hef líka augun á lítilli loftpumpu til að degassa : http://www.pgw.se/luftpump.html en panta hana þegar tími gefst til.

Hér í baunalandi er skilst mér erfitt að koma höndum yfir "betri" vínkitt, sumsé meira en 8 litra, en þó er hægt að panta þau frá bretlandi eða sem sérpöntun í gegnum verlsanir sem þegar flytja inn ódýrari kittin. Í garðinum mínum eru líka rabbabari, nokkur eplatré, plómu og kirsuberjatré, svo tækifærin til að búa sér til eitthvað úr eigin garði eru einhver :)

Fyrir mér er þetta meira hobbý en sparnaður, beljurnar kosta ekki nema um 100 dkr útúr búð, svo ég er ekki að græða neinar fúlgur á því að bauka þetta sjálfur.

Mun reyna að pósta eftir því sem líður á..
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Nebbiolo kitt-rauðvín

Post by Eyvindur »

Gangi þér vel með þetta. Ekkert víst að þetta klikki.

Ég vil þó benda á að mér finnst hæpið að vín úr kitti geti orðið betra en beljuvín, því þótt þau séu ekki alltaf úr bestu þrúgunum (ég hef þó fengið merkilega góð vín úr kössum) eru þau samt 100% þrúga. Ekki soðin niður og þynnt út aftur eins og vínkitt, og hvað þá með viðbættum sykri. Ég held að þótt það sé hægt að gera stórgóð vín úr góðum kittum (gerði 50l fyrir brúðkaupið mitt sem heppnuðust alveg æðislega - úr 16l pakka) sé aldrei hægt að gera vín sem eru betri en vín úr 100% þrúgu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
olibaker
Villigerill
Posts: 10
Joined: 15. Aug 2013 06:45

Re: Nebbiolo kitt-rauðvín

Post by olibaker »

Takk fyrir Eyvindur. Ég verð að vera sammála í því að konsentreraður djús sé ekki það sama og maukaðar þrúgur, það er einmitt bara lógískt að komast að þeirri niðurstöðu að það tapist einhver efni við það að pakka safanum svona saman og það hlýtur að hafa áhrif á gæðin.

En, rauðvín hefur svo margar víddir í bragði/gæðum og ég hef amk smakkað beljuvín sem mér fannst bara vont, það var of súrt og þunnt og passaði því engan veginn fyrir minn smekk, ég hef svo líka smakkað beljuvín sem hefur komið mér á óvart með hvað það hefur mikla fyllingu, ilm og smáar bragðflækjur. Svo hef ég smakkað flöskuvín mörg, flest góð, sum frábær en nokkur þó síðri.

Þetta alltsaman fékk mig til að búa mér til minn eiginn smakk-skala, ég vildi að hann væri einfaldur (ein vídd) svo það væri frekar auðvelt að gera samanburð. Skalinn minn er í 7 liðum:

Eitur, Viðbjóður, Vont, Meh, Sæmilegt, Gott, Guðaveigar

Á þessum skala liggur Nebbioloinn minn núna á Vont, en hann er kominn í hvíld og ég vonast til að hann komist á meh þegar gerbragð er horfið og einhverjar lengri sameindir hafa fengið að myndast.
Ef hann kemst á meh, þá er ég meira en sáttur með þetta ódýra kitt því það væri þá hærra á skalanum en versta beljuvín sem ég hef smakkað.
Ég hef svo reyndar smakkað rauðvínsbrugg sem var viðbjóður, en það er svo önnur saga.

Anyways, til að halda áfram lýsingunni, þá sauð ég skv leiðbeiningum þetta sykurkíló (4 dögum eftir start) og kældi niður í sama hita og lögurinn var í.
Ég var þó eitthvað utan við mig og gleymdi að taka gravity áður en ég bætti við sykrinum, svo ég er ekki með nákvæma % á loka afurðinni (en reiknaði sirka guesstimate, meira um það síðar).
Sykurleginum var bætt í og hrært vel og svo fékk Nebbioloinn að halda áfram í gerjun.

Sirka hálfum mánuði síðar rakkaði ég yfir í aðra fötu, setti svo gerstopp í og pískaði loftið úr eins vel og ég gat. Ég ákvað að sleppa "clearing agent" því mér skilst að það þurfi eiginlega ekki, vínið hreinsist í raun sjálft og að þessi viðbót gæti "bleikjað" vínið.

Hér tók ég gravity sem var 0,96 eða þá væntanlega 996.
Fyrst ég hafði klikkað á gravity við viðbót sykursins, þá reiknaði ég út hvað gravity hefði átt að vera í upphafi ef ég hefði ekki látið 2 lítrum minna.
Lítrafjöldinn var 21 en hefði átt að vera 23, svo ég reiknaði bara "nýtt" upphafs SG:
95*(21/23)=86,74
Ég athugaði svo hvað kíló af sykri ætti að verða mikið af áfengi og fékk út 500ml miðað við þessa síðu:
http://www.hambletonbard.com/how-to-mak ... mulas.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Nú, 500ml af 23 lítrum gefa 2,17 sem ég ætti þá að geta bætt við niðurstöðuna.
1086,74-996=90,74
90,74/7,36=12,32

Svo loka-guesstimate er þá 12,32+2,17=14,49 sem ætti að passa fínt með svona gerfi "amarone".

Eftir þetta hefur Nebbioloinn fengið að standa í glerkút með gerlás og hvíla sig, hann er núna byrjaður að hreinsast, skýið að hverfa :)

Í gærkveldi setti ég svo af stað WinExpert Amarone Selection með þrúgu-hrati (hýði) og WinExpert Barolo Eclipse, líka með þrúgu-hrati. Úff, hvílíkur ilmur, en þetta fer frekar í annan póst þegar ég má vera að.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Nebbiolo kitt-rauðvín

Post by hrafnkell »

Gaman að þessum pælingum. Ég hef ekkert vit á rauð- og hvítvínsbruggun en alltaf gaman að fylgjast með svona föndri þó maður hafi ekkert um það að segja :)

Gerjaðirðu vínið bara við herbergishita? Er það kannski bara standard, að gera vín við 20-22 gráður?
Edit: Ég googlaði.. og las.
olibaker
Villigerill
Posts: 10
Joined: 15. Aug 2013 06:45

Re: Nebbiolo kitt-rauðvín

Post by olibaker »

Hæ hæ Hrafnkell

Heyrðu, þvímiður hef ég takmarkaða stjórn á hitabreytingum eins og er, innihitinn hefur verið þetta 21°C almennt, en kannski fallið eitthvað yfir nóttina, svo ég geri ráð fyrir að bruggið hafi fengið að dóla á því bili einhversstaðar. Það er svo í pípunum að gera eitthvað til að stabílisera hitann eitthvað en það verður bara að koma þegar ég get afsakað það að kaupa mér meira brugg-gerarí-dót.

Ég sé einmitt fram á að veturinn yrði fátækur í bruggmálum ef ég geri ekki eitthvað í þessu því þá held ég að hitinn í þessu bruggrými (sem hefur öngvan ofn) verði of varierandi.

En, takk fyrir línkinn, hann er einmitt í þá veru sem ég hef lesið áður, en það fylgir kittinu reyndar leiðbeiningar um hvaða hiti eigi að vera á þessu, um 22°C minnir mig að ég hafi sett það niður sem (því þeir gefa upp eitthvað bil og mér finnst fínt að finna miðgildið og muna það bara).

Nú er ég einmitt búinn að skella smáræði af þessu á flöskur, hafði í hyggju að grípa eina með mér til Íslands þegar ég skrepp þangað í heimsókn flótlega.

Er einhver hér sem veit hvernig tollamál eru í sambandi við heimabrugg, má yfirleitt flytja með sér heimabrugg eins og almennt vín? Eða er innflutningur á heimabruggi kannski bara alfarið bannað?

Viðheft er svo mynd af ný-átappaðri flösku, ég á reyndar eftir að setja svona "krympehætte" á flöskurnar, en það er þó gaman af því að sýna að þetta sé þó amk komið þetta langt.

Ég er í þessum skrifuðu orðum að bragða á restunum sem komust ekki í eina heila flösku og ég verð bara að segja að þetta hafi komið út svolítið eins og ég bjóst við, kannski ögn betur, ég verð að setja þetta í meh á skalanum mínum, vínið er ögn súrt og lítill karakter á því, en smakkast annars alveg ágætlega. Ég reyndar bætti örlitlu glycerin-i í þessa átöppun (5 lítrar) til að sjá hvort boddýið yrði eitthvað magnaðara og það amk virðist vera ögn skárra en það var.
olibaker
Villigerill
Posts: 10
Joined: 15. Aug 2013 06:45

Re: Nebbiolo kitt-rauðvín

Post by olibaker »

Er greinilega undir áhrifum af nebbioloinum mínum, amk gleymdi ég að hefta við myndina af flöskunni blessaðri áður en ég ýtti á submit :)
olibaker
Villigerill
Posts: 10
Joined: 15. Aug 2013 06:45

Re: Nebbiolo kitt-rauðvín

Post by olibaker »

Hmm, þessi fyrsta tilraun til að bæta við mynd greinilega mistókst, held ég prufi aftur..
Attachments
Nebbiolo floskur copy 3.jpg
Nebbiolo floskur copy 3.jpg (152.83 KiB) Viewed 22065 times
olibaker
Villigerill
Posts: 10
Joined: 15. Aug 2013 06:45

Re: Nebbiolo kitt-rauðvín

Post by olibaker »

Er ekki við hæfi að koma með „lokaorð“ fyrir þetta ódýra Nebbiolo kitt?

Verandi fyrsta rauðvínið sem ég bruggaði var ég óviss um hvernig þetta myndi þróast og við hverju ég ætti að búast, en ég las mér það til að maður gæti átt von á að það myndi batna fyrsta árið en lítið eftir það. Ég tappaði þessu víni að hluta á flöskur, en að hluta í „bulk aging“ í 5 lítra carboya og geymdi við sirka 18-22 °C í „vínkjallaranum“ mínum góða (3 fermetrar).

Í gegnum fyrstu 12 mánuðina var vínið smám saman að batna þar sem það dró úr súra bragðinu og „tannin rouge“ bragðið nánast hvarf og gaf smá fyllingu. Þetta endaði semsagt í því að vera alltílagi vín, svona svolítið eins og ódýrt beljuvín með litlum karakter, en veitti mér takmarkaða ánægju umfram bözzið, svo lokaniðurstaða á smakk-skalanum er enn „meh“ sem verður samt að segjast að sé góð niðurstaða ef maður horfir í verðið.

En, rétt til samanburðar gerði ég annað kitt úr sömu þrúgu (WE Eclipse Barolo), stærsta kittið sem ég gat náð í, sem sagt minna koncentrerað og (að mér skilst) að hluta með einhverjum heilum safa (semsagt ekki koncentreraðum) og þrúguhrati (crushed grapes) allt á þetta að gefa meira „rétt“ tannín etc. Þetta kitt var sirka þrisvar sinnum dýrara en ódýra kittið.

Við gangsetningu, þ.e.a.s. þegar ég var búinn að leggja öll hráefni í gerjunartankinn, ilmaði herbergið af djúpum ilm sem er erfitt að lýsa en gaf púkunum mínum vængi, himneskur ilmur. Lýsingin átti þó að fara nánar í annan pistil svo ég segi bara að núna 16 mánuðum eftir að þetta kitt kom úr gerjun á ég 5 flöskur eftir, vínið hefur vægt sagt stökkbreyst síðustu 3-4 mánuði og ég dauðsé eftir að hafa drukkið flöskurnar of snemma. Þetta kom út eins og betri vínin sem ég hef fengið á veitingahúsum, en meira um það síðar.

Á smakk skalanum mínum er þetta seinna vín semsagt einhversstaðar á milli gott og guðaveigar, svo niðurstaðan er einföld: Ef þú bruggar rauðvín, þá færðu það sem þú borgar fyrir og ég veit ekki hvort ég muni aftur gera þessi allra ódýrustu kitt því biðtíminn er jú svipaður hvort eð er. Núna er ég með 2 svona stærri kitt í hvíld á eikarkubbum og stendur til að umstafla því milli jóla og nýárs.
Post Reply