Einn virtur - þrenns konar ger

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Einn virtur - þrenns konar ger

Post by viddi »

Gerði smá tilraun heima á baði. Útbjó suður enskt brúnöl, ca. 13 lítra sem ég skipti í þrjár glerflöskur og gerjaði með þremur mismunandi gerjum.

Uppskriftin:
17,5 L vatns, meskihitastig 66°
1,5 kg Pale ale
270 g CMIII
170 g Caraaroma
150 g Special Roast
100 g Carafa I
1.034 PBV og ca. 16 L

Suða í 60 mínútur
5 g EKG í First wort hop
7 g EKG í 60 mín.

OG = 1.043
Súrefni í allar flöskur

Gerin
Flaska A: 1 poki af WY1026 British Cask Ale. Var ca. 24 tíma að koma sér að verki (útrunninn poki) en gerjaði býsna vel og endaði í 1.012

Flaska B: 1 poki af Mangrove Jacks M07 British Ale. Byrjaði nánast strax að gerja en endaði í 1.014.

Flaska C: 1 poki af "no name" geri úr Vínkjallaranum (Top - Fermenting). Byrjaði nánast strax að gerja en endaði í 1.014.

Bragðið
Heilt yfir var bjórinn ekki nógu áhugaverður en engu að síður tilraunarinnar virði.

Bjór A: Lítil lykt, svolítið vatnskenndur. Ágætis rist og súkkulaði og hnetukeimur.Tyggjó og bananar (lítið), miklu meira að gerast í þessum bjór en hinum.

Bjór B: Lítil lykt, svolítið vatnskenndur, aðeins meiri beiskja en í C. Pínu hnetukeimur, minna súkkulaði en í C.

Bjór C: Lítil lykt, vatnskenndur, rist og súkkulaði en minni hnetukeimur en af hinum 2. Minnstur karakter en mest súkkulaðieftirbragð.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Einn virtur - þrenns konar ger

Post by bergrisi »

Skemmtileg tilraun.
Gaman af þessu.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply