Mín fyrsta uppskrift

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
aggi
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. May 2012 01:35
Location: Árbær city

Mín fyrsta uppskrift

Post by aggi »

Sælir/ar

Ég var að fá nýtt app í símann minn sem heitir brewR og er svona uppskriftar app og ég setti saman eina uppskrift :-)

4 kg pale ale

1 kg carared

0,5 kg rystað bygg

0,3 kg carahell

0,25 kg carabelge

amarillo 9,5 % 15 gr 60 mín
cascade 7,4 % 30 gr 60 mín
cascade 7,4% 20 gr 30 mín
cascade 7,4% 15 gr 15 mín
cascade 7,4% 10 gr 10 mín

northwest ale yeast

OG ætti að vera 1071
bitterness IBU 55,5
color SRM 6,9
FG ætti að vera 1018
og ABV 7,0%

Nú spyr ég ykkur reyndari menn er eitthvað vit í þessari humla samsetningu?

Ég er að reyna að stefna á svona ljós dökkan koparrauðan lit og smá svona hoppy :-)
Í gerjun Litli rauður R.I.P.A. :-)

Á flöskum
Hafra porter
Bee Cave ljósöl (APA)
Tri-centennial IPA

Handan við hornið Bee cave með smá twist og eitthver i.p.a.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Mín fyrsta uppskrift

Post by bergrisi »

Sé ekkert að þessu.

Verður bara spennandi að sjá hvernig útkoman verður.

Mun örugglega smakkast vel.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Mín fyrsta uppskrift

Post by gm- »

Hljómar nokkuð vel bara sem india red ale (eða west coast red ale). Held að SRM útreikningurinn hjá þér sé samt eitthvað bjagaður, hálft kíló af roasted barley mun gera hann svartan eins og stout myndi ég halda, beersmith reiknar þetta sem 27.4 SRM (dökk dökk brúnn).
Þegar kemur að humlunum myndi ég færa amarillo viðbótina og 60 mín cascade viðbótina yfir í flameout, synd að nota svona frábæra aroma humla fyrir bittering, svo finnst mér cascade soðnir lengi gefa frá sér frekar vont bragð. Í staðinn myndi ég nota einhverja high AA% humla á 60 mín (magnum, warrior, nugget, summit etc).

Mitt india red ale er ekki svo ólíkt (o.g. 1.071), og ég nota þessa humlaformúlu:
30.00 g Nugget [13.00 %] - Boil 60.0 min Hop 7 36.7 IBUs
20.00 g Amarillo Gold [8.50 %] - Boil 10.0 min Hop 9 5.8 IBUs
20.00 g Citra [12.00 %] - Boil 10.0 min Hop 10 8.2 IBUs
20.00 g Columbus (Tomahawk) [14.00 %] - Boil 10. Hop 11 9.6 IBUs
20.00 g Amarillo Gold [8.50 %] - Aroma Steep 60. Hop 12 0.0 IBUs
20.00 g Citra [12.00 %] - Aroma Steep 0.0 min Hop 13 0.0 IBUs
20.00 g Columbus (Tomahawk) [14.00 %] - Aroma St Hop 14 0.0 IBUs
20.00 g Amarillo Gold [8.50 %] - Dry hop
20.00 g Citra [12.00 %] - Dry hop
20.00 g Columbus (Tomahawk) [14.00 %] - Dry hop

Væri lítið mál að sleppa columbus, og nota cascade í stað citra en nota sömu viðbætur.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Mín fyrsta uppskrift

Post by helgibelgi »

Hálft kíló af rystuðu byggi mun dekkja hann nokkuð mikið, jafnvel gera hann kolsvartann. Hálft kíló af ristuðu byggi mun líka gefa mun mikla ryst í bragðið.

Annars segi ég bara: prófaðu bara eitthvað, í versta falli verður þetta líklega vel drekkanlegur bjór.. :skal:
aggi
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. May 2012 01:35
Location: Árbær city

Re: Mín fyrsta uppskrift

Post by aggi »

svo ef ég minnka ristað bygg um helming og færi amarillo 60 mín og cascade 60 í flameout það kæmi betur út?? en ef ég myndi nota t.d. cenntennial,simcoe , magnum eða colombus humla í staðinn væri eitthvað meira vit í því ?? get svo sem sett hvaða humla sem er í hann svo framalega að þeir séu til á brew.is

ég er að leitast eftir því að hafa hann hoppy svona þannig að hann slefi í i.p.a en sé svona dökk raf rauður en samt svo ég sjá smá í gegnum hann í glasi get ekki líst þessu betur held ég :-)
Í gerjun Litli rauður R.I.P.A. :-)

Á flöskum
Hafra porter
Bee Cave ljósöl (APA)
Tri-centennial IPA

Handan við hornið Bee cave með smá twist og eitthver i.p.a.
aggi
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. May 2012 01:35
Location: Árbær city

Re: Mín fyrsta uppskrift

Post by aggi »

var að rekast á þessa uppskrift þetta er liturinn sem mér langar í en hef aldrei smakka citra humla og veit ekki hvort allt sé til í hana á brew.is

http://www.craftedpours.com/homebrew-re ... ale-recipe" onclick="window.open(this.href);return false;
Í gerjun Litli rauður R.I.P.A. :-)

Á flöskum
Hafra porter
Bee Cave ljósöl (APA)
Tri-centennial IPA

Handan við hornið Bee cave með smá twist og eitthver i.p.a.
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Mín fyrsta uppskrift

Post by drekatemjari »

Það er ekkert að þessari humlasamsetningu hjá þér, amarillo eru reyndar yndislegir í late boil en ég held að þú finnir lítið bragð af þeim svona framarlega í suðunni.

0,5 kg af roasted barley er allt of mikið fyrir red ale.
Ég nota blöndu af Cara red, cara Aroma, og svo carafa 1 til að fá góðan rauðan lit í bjórinn því þá get ég sleppt roasted barley
því mér finnst það aðeins of ristað í svona hoppy bjóra en það er þó í góðu lagi að nota það ef maður vill.
Heilt kíló af cara red er líka rosalega mikið af specialty malti í svona uppskrift.
Þú ert með 33% crystal/cara/roasted malt sem er allt of mikið.

Hér er hugmynd með svipað miklu magni af korni en með hærra hlutfalli af basemalt en samt töluvert af specialty malti með.

5,4 kg pale malt
0,35 kg cara red
0,2 kg caramunich I
0,2 kg CaraAroma
o,09 kg Carafa I
ger us-05


Miðað við batch size og 70% nýtni
SRM 16 - verður vek rauður í glasi en samt gegnsær
og 1,066
ABV 7,0 með us-05 og medium light mashing td 65,7 C
fg 1.014

Ég myndi síðan þurhumla með 50-100 gr af einhverjum góðum amerískum humlum, td centennial og bæta örlítið við late boil humla og þá ertu kominn með algera humlabombu.
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Mín fyrsta uppskrift

Post by drekatemjari »

Gerja á milli 18 og 20 gráður Celsius og ef þú ætlar ekki að rehydrate-a þurrgerið heldur bæta því beint út í virtinn skaltu nota tvo heila pakka en með rehydration við 30-35C ætti einn pakki að duga.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Mín fyrsta uppskrift

Post by hrafnkell »

Sammála drekatemjara, of mikið af sérmalti.

Amarillo er sjaldan notaður í beiskjuviðbætur, það eru margir sammála um að hann sé ekki góður í þær. Cascade hef ég oft notað í beiskju og verið nokkuð sáttur við.
aggi
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. May 2012 01:35
Location: Árbær city

Re: Mín fyrsta uppskrift

Post by aggi »

búinn að finna humla ætla að nota colubus og cenntennial

50 gr colombus 60 mín

16 gr cenntennial 30 mín

16 gr colombus 20 mín

þurrhumla með 15 gr colombus og 15 gr cenntennial

ætti kannski að bæta við í flamout ??

kemur samt hja mér í brewR að bitterness sé 121,1 getur það staðist
Í gerjun Litli rauður R.I.P.A. :-)

Á flöskum
Hafra porter
Bee Cave ljósöl (APA)
Tri-centennial IPA

Handan við hornið Bee cave með smá twist og eitthver i.p.a.
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Mín fyrsta uppskrift

Post by Plammi »

Með 50gr af colombus, já þá ertu með soldið mikla beiskju. Getur alveg farið niður í 25gr með svona háa Alpha sýru humla (eru tæp 16% samkvæmt brew.is).
Bjórinn verður samt vel beiskur.
Ef þú vilt fá hellings humla aroma þá skemmiru hann ekkert með að bæta smá í flameout...
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Mín fyrsta uppskrift

Post by drekatemjari »

Ég setti þetta upp í BeerSmith 2.0 fyrir þig miðað við maltprófílinn sem ég gaf upp hérna að ofan.

5,4 kg pale malt
0,35 kg cara red
0,2 kg caramunich I
0,2 kg CaraAroma
o,09 kg Carafa I
ger us-05

Miða við að columbus séu 15.9% eins og gefið er upp á brew.is

20gr Columbus 60min
16gr Centennial 30min
16gr Centennial 20min
30gr Centennial 5min

Miðað við 20 lítra í tunnu og 70% nýtni
IBU 65.1 Tinseth
Ibu 69.1 Rager
OG 1.065
SRM 16
Miðað við meskihitastig 65.6C%
ABV 7%
FG 1.012
Miðað við meskihitastig 66.7 (ég myndi persónulega meskja við þetta hitastig en smekkur manna er mismunandi)
ABV 6,8%
FG 1.013

Bætti við smá late boil humlum og ekki væri verra að þurhumla líka.
65 IBU er IPA beiskjustig en ef þú vilt frekar hafa beiskleikann á við APA (american pale ale) geturðu minnkað 60min columbus humlana niður í 10-12 grömm og þá endarðu með 48-51 IBU.
aggi
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. May 2012 01:35
Location: Árbær city

Re: Mín fyrsta uppskrift

Post by aggi »

Takk fyrir þetta :-)

'Eg endaði á því að nota þína uppskrift en minnkaði pale ale maltið niður í 5 kg hélt öllu hinu

mælirðu með að nota colombus eða cenntennial í þurrhumlun eða kannski báða ég hafði hugsað mér að setja 15 gr af hvorum

þetta er í meskingu núna við 67 gráður
Í gerjun Litli rauður R.I.P.A. :-)

Á flöskum
Hafra porter
Bee Cave ljósöl (APA)
Tri-centennial IPA

Handan við hornið Bee cave með smá twist og eitthver i.p.a.
aggi
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. May 2012 01:35
Location: Árbær city

Re: Mín fyrsta uppskrift

Post by aggi »

Bætti við smá late boil humlum og ekki væri verra að þurhumla líka.
65 IBU er IPA beiskjustig en ef þú vilt frekar hafa beiskleikann á við APA (american pale ale) geturðu minnkað 60min columbus humlana niður í 10-12 grömm og þá endarðu með 48-51 IBU.

Ég vill frekar hafa ipa beiskju finnst ipa alltaf betri en pale ale :-)
Í gerjun Litli rauður R.I.P.A. :-)

Á flöskum
Hafra porter
Bee Cave ljósöl (APA)
Tri-centennial IPA

Handan við hornið Bee cave með smá twist og eitthver i.p.a.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Mín fyrsta uppskrift

Post by gm- »

aggi wrote:Takk fyrir þetta :-)

'Eg endaði á því að nota þína uppskrift en minnkaði pale ale maltið niður í 5 kg hélt öllu hinu

mælirðu með að nota colombus eða cenntennial í þurrhumlun eða kannski báða ég hafði hugsað mér að setja 15 gr af hvorum

þetta er í meskingu núna við 67 gráður
15-30 gr af hvorum væri fínt og ætti að gefa góðan citrus í lykt. Gangi þér vel
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Mín fyrsta uppskrift

Post by Plammi »

gaman að sjá uppskrift verða svona til á spjallþræði, þarf klárlega að brugga þetta sjálfur :)
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
aggi
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. May 2012 01:35
Location: Árbær city

Re: Mín fyrsta uppskrift

Post by aggi »

Já á þetta ekki að verða svona til ??

en ég hafði hugsað mér að setja 20 gr af hvorum í þurrhumlum svo fine tunar maður þetta næst hehe

ætti kannski frekar að posta á morgun þegar hvalur og surtur eru ekki að tala í gegnum mig :-)
Í gerjun Litli rauður R.I.P.A. :-)

Á flöskum
Hafra porter
Bee Cave ljósöl (APA)
Tri-centennial IPA

Handan við hornið Bee cave með smá twist og eitthver i.p.a.
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Mín fyrsta uppskrift

Post by drekatemjari »

Frábært að heyra að umræðan hafi endað með batchi af bjór.
Ég hef notað báða humlana í þurhumlun saman og líka með öðrum humlum og verið ánægður með niðurstöðuna svo þetta ætti vera flott.
Magnið í þurhumlun fer eftir smekk og hversu mikla lykt maður vill fá. Ég hef notað frá 40g upp í 180g og útkoman eftir því.

Núna verðurðu bara að passa að segja okkur frá bjórnum þegar hann verður tilbúinn og ekki væri verra að posta mynd svo við getum séð litinn.
aggi
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. May 2012 01:35
Location: Árbær city

Re: Mín fyrsta uppskrift

Post by aggi »

já ég gleymi því ekki :-) OG endaði í 1060 og 19 lítrar í tunnu er samt frekar dökkur en það kemur betur í ljós seinna. Ekkert að gerast í tunnunni kíkti síðast í morgun tékka kannski á því á eftir eða eftir skóla á morgun :-)

Takk kærlega fyrir alla hjálpina hún er alveg ómetanleg :-)
Í gerjun Litli rauður R.I.P.A. :-)

Á flöskum
Hafra porter
Bee Cave ljósöl (APA)
Tri-centennial IPA

Handan við hornið Bee cave með smá twist og eitthver i.p.a.
aggi
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. May 2012 01:35
Location: Árbær city

Re: Mín fyrsta uppskrift

Post by aggi »

jæja eftir viku í primary ætla ég að skella þessu í secondary og þurrhumla með 20 gr af colombus og 20 gr cenntennial mæla fg í leiðinni er að spá í að hafa þetta um 3 vikur í secondary og svo á flöskur :-)

næsta uppskrift að verða klár verður imperial stout með nafnið Svartur Sauður hehe :-)
Í gerjun Litli rauður R.I.P.A. :-)

Á flöskum
Hafra porter
Bee Cave ljósöl (APA)
Tri-centennial IPA

Handan við hornið Bee cave með smá twist og eitthver i.p.a.
aggi
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. May 2012 01:35
Location: Árbær city

Re: Mín fyrsta uppskrift

Post by aggi »

jæja FG reyndist vera 1013-1016 liturinn er svona ljós rauðbrúnn en hann leit miklu betur út í secondary tunnunni . Bragðið var frekar spes en það var nokkuð mikið ger með í sýninu endaði á því að þurrhumla með 30 gr colombus og 37gr cenntennial bara til að klára úr pokanum spurning hvernig þetta kemur út :-)

Ætla að græja mér nýja suðutunnu fyrir næsta brugg kemur kannski betur út eftir það :-)
Í gerjun Litli rauður R.I.P.A. :-)

Á flöskum
Hafra porter
Bee Cave ljósöl (APA)
Tri-centennial IPA

Handan við hornið Bee cave með smá twist og eitthver i.p.a.
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Mín fyrsta uppskrift

Post by drekatemjari »

Svona bjór er óþarfi að hafa á secondary svona lengi.
Sérstaklega ef þú ert búinn að bæta í þurhumlunum en 5-7 dagar í þurhumlun eru yfirleitt Ideal.
Prufaðu að geyma hann í viku á secondary og cold crasha hann síðan í tvo sólarhringa og botla. Þá færðu tæran bjór með minimal auka geri.
Áður en ég fékk mér gerjunarísskáp skellti ég tunnunni út á svalir á veturna og það svínvirkaði (svo lengi sem frostið var ekki að fara undir -2C - -3C yfir daginn.
Ég klæddi tunnuna í svartan ruslapoka og setti síðan undir teppi til að sólin skini ekki beint á hana.
Svo geturðu conditionað bjórinn eins lengi og þú vilt á flöskunum.
aggi
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. May 2012 01:35
Location: Árbær city

Re: Mín fyrsta uppskrift

Post by aggi »

já ég prófa það hef hann í viku í secondary og skelli honum svo út á svalir

en það var eins og hann væri vatnskenndur ? frekar spes veit ekki afhverju
Í gerjun Litli rauður R.I.P.A. :-)

Á flöskum
Hafra porter
Bee Cave ljósöl (APA)
Tri-centennial IPA

Handan við hornið Bee cave með smá twist og eitthver i.p.a.
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Mín fyrsta uppskrift

Post by drekatemjari »

Svo er bara að bíða og leyfa honum að klára sig og síðan kolsýrast og þroskast aðeins á flöskum.
Það er ótrúlegt hvað bjórinn breytist með tíma.
Bragðið af bjórnum beint úr primary á eftir að breytast mjög mikið með aldri og sérstaklega eftir að hann kolsýrist.
aggi
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. May 2012 01:35
Location: Árbær city

Re: Mín fyrsta uppskrift

Post by aggi »

jæja hann er búinn að vera viku á secondary ætli það sé best að fleyta honum á aðra tunna áður en ég cold crasha hann ?

veit ekki hvort að konan samþykki það að fleyta honum á aðra tunnu þar sem ég er ekki heima :-)
Í gerjun Litli rauður R.I.P.A. :-)

Á flöskum
Hafra porter
Bee Cave ljósöl (APA)
Tri-centennial IPA

Handan við hornið Bee cave með smá twist og eitthver i.p.a.
Post Reply