Er hægt að bragðbæta við átöppun?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Grænikarlinn
Villigerill
Posts: 12
Joined: 21. Oct 2013 10:49

Er hægt að bragðbæta við átöppun?

Post by Grænikarlinn »

Sælir félagar, er að velta fyrir mér svona síðasti séns dæmi. Er með jólabjór í gerjun, belgískur tripel, samt brúnn :) Er með smá appelsínudæmi og stjörnuanis en er að velta fyrir mér hvort ég geti sett eitthvað meira góðgæti við átöppun? Ég smakkaði hann um daginn þegar ég skellti honum í secondary og fannst ekki nógu jólalegur :)

Þannig að mér datt í hug hvort yfir höfuð sé hægt að hafa áhrif á bjór við átöppunina??
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Er hægt að bragðbæta við átöppun?

Post by Eyvindur »

Já, það er vel hægt, en þá þarftu að pæla svolítið í því hvernig þú ætlar að gera það. Þú getur ekki sett krydd í heilu lagi við átöppun, því það myndi líklega ekki blandast nógu vel, og gæti líka valdið því að bjórinn gjósi úr flöskunum.

Líklega væri hentugast að búa til vodka-essens úr kryddinu. Leggja það í vodka í nokkra daga og láta bragðið leka út í vodkað og setja svo smátt og smátt út í og smakka til. Þá geturðu stjórnað þessu vel og vandlega.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Grænikarlinn
Villigerill
Posts: 12
Joined: 21. Oct 2013 10:49

Re: Er hægt að bragðbæta við átöppun?

Post by Grænikarlinn »

Jamms, hljómar vel. Ef ég vil gera hann ögn sætari, hvernig get ég aukið sætuna án þess að fá sprengingar :)
Það er víst eitthvað sem gerið ekki vill gerja ekki satt?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Er hægt að bragðbæta við átöppun?

Post by hrafnkell »

Grænikarlinn wrote:Jamms, hljómar vel. Ef ég vil gera hann ögn sætari, hvernig get ég aukið sætuna án þess að fá sprengingar :)
Það er víst eitthvað sem gerið ekki vill gerja ekki satt?
Meskja heitar næst þegar þú bruggar hann, eða nota annað ger sem er með lægri attenuation (gerjunarnýtni? gernýtni?). Mjólkursykur gæti gengið, en ég mæli ekki með svona pælingum eftir gerjun. Frekar bara logga vel allt sem maður gerir í brugguninni svo maður geti lagað þetta til í næsta skipti.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Er hægt að bragðbæta við átöppun?

Post by Eyvindur »

Já, það er voðalegt vesen að sæta bjór við átöppun. Reyndar geta bæði kanill og vanilla aukið sætuupplifun, án þess að bæta beinlínis við sætu. En það fer samt svolítið eftir því hvernig grunnbjórinn er.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
geirigusa
Villigerill
Posts: 13
Joined: 15. Oct 2013 23:29

Re: Er hægt að bragðbæta við átöppun?

Post by geirigusa »

Sælir
Ég er í sömu hugleiðingum. Er með jólabjór sem er tilbúinn en á eftir að fara á flöskur en hann er ekki alveg nógu jólalegur. Ég setti kanil, múskat og appelsínubörk í þegar 5 min voru eftir af suðu. Hef væntanlega sett of lítið.

Er með þrjár hugmyndir að viðbótum sem ég gæti hugsað mér að setja í við átöppun:

Búa til vodka essens og nota þá kanil og múskat í það.
Sjóða vatn með slatta af hreinu kakó út í.
Kreista klementínur og bæta safanum við. Var að spá í að sjóða safan niður, en hef lesið að það geti skemmt bragðið.

Er eitthvað af þessu slæm hugmynd ?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Er hægt að bragðbæta við átöppun?

Post by Eyvindur »

Ég held að klementínusafi verði vondur þegar hann gerjast. Kakóhugmyndin hljómar áhugaverð, en af hverju ekki að ganga alla leið og præma bara með swiss miss?

Vodka essens er það sem gefur þér mesta stjórn. Þá geturðu tekið 100ml sýni, prófað þig áfram með dropateljara og umreiknað svo yfir í allan skammtinn.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply