Maris Otter frá útlöndum - Pöntun í gangi

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Maris Otter frá útlöndum

Post by hrafnkell »

rdavidsson wrote:Já akkurat... ég er að fara til Svíþjóðar (Gautaborg) í lok mánaðar, spurning um að reyna að taka 1 sekk með heim :)
Yfirviktarrukkunin gæti orðið ansi glæsileg :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Maris Otter frá útlöndum

Post by Eyvindur »

Mér finnst líklegra en hitt að ég tæki sekk ef út í þetta færi, svo því sé haldið til haga.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Maris Otter frá útlöndum

Post by rdavidsson »

hrafnkell wrote:
rdavidsson wrote:Já akkurat... ég er að fara til Svíþjóðar (Gautaborg) í lok mánaðar, spurning um að reyna að taka 1 sekk með heim :)
Yfirviktarrukkunin gæti orðið ansi glæsileg :)
Við erum að fara 4 saman á námskeið og því ekki með mikinn farangur... Spurning hvort það gangi upp :)
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Maris Otter frá útlöndum

Post by rdavidsson »

Sælir,

Þeir fjélagar hjá Vínkjallarnum ætla að taka nokkra Maris Otter sekki til landsins. Verðið er 8.500kr fyrir sekkinn miðað við að það séu teknir 8 sekkir total. Við erum 5 sem erum komnir á listann þannig að það vantar 3 í viðbót.

Þeir eru að spá í að panta þetta á morgum/miðv. þannig að menn þurfa að vera fljótir til.

Sendið mér PM eða póstið hér ef þið viljið vera með.. (p.s ég er ekki í samkeppni við Kela hjá brew.is :) ), hann sér bara ekki fram á að geta flutt þetta inn fljótlega, þannig að ég ákvað að nýta tækifærið fyrst þeir eru til í að taka þetta með..

EDIT nr 3: 8 sekkir komnir í pöntun, örugglega hægt að fá fleiri... sendið mér PM og ég set ykkur á listann.

Kv, Raggi
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
Post Reply