Appelsínupælingar

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Grænikarlinn
Villigerill
Posts: 12
Joined: 21. Oct 2013 10:49

Appelsínupælingar

Post by Grænikarlinn »

Sælir, hvernig er það með appelísurnar. Eru menn að nota ferskan börk eða þurrkaðan? Mig langar að fá smá sætan appelsínukeim í einhvern góðan APA karl.

Hvurnig er best að snúa sér í því kæru félagar?
Hvar fæ ég svona börk, eru menn bara að sjóða ferskan börk?

Ég vil nefnilega ekki fá remmuna, bara sæta keiminn. Nota ég kannski bara kjötið????

Smá aðstoð vel þegin.

kv
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Appelsínupælingar

Post by Plammi »

Flottur þráður um þetta hérna: http://www.homebrewtalk.com/f13/how-use ... eel-59351/
Miðað við þetta þá ættiru að taka bara börkinn, flysja hann af og setja í lok suðu eða jafnvel í þurrhumlun, sirka 40gr

For what it's worth, Here's a quote from July/Aug 2007 BYO mag, Style profile (Witbier) by Jamil Zainasheff:

"The best way to add citrus character is with fresh citrus. The Petrified bits of orange peel often used bay be authentic, but fresh zest has a much brighter character. Select tangerines or oranges with a nice bold, fresh, aroma...Use a citrus zester to peel the very surface of the skin and avoid digging deep into the white pith as it si bitter and lacks citrus character. Measure the zest by weight, targeting about 1 to 2 ounces in a 5 gallon batch."
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Appelsínupælingar

Post by hrafnkell »

Góð ráð frá Plamma/Jamil. Mæli með þeim.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Appelsínupælingar

Post by Eyvindur »

Einn sem ég kannast við í BNA, sem hefur gert margar tilraunir með börk í hveitibjór, mælti með því að taka ysta lagið (zest) og forðast þetta hvíta, eins og kemur fram að ofan, og setja í ofn á vægum hita og baka aðeins. Þannig vildi hann meina að bragðið magnaðist. Henda þessu svo bara út í rétt í lokin á suðunni.

Ég hef aldrei prófað þetta, en þetta hljómar líklegt. Skerpir líklega á olíunum, eins og þegar maður ristar hnetur, til dæmis.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Appelsínupælingar

Post by bergrisi »

Ég ætla að gera súkkulaði-appelsínu stout á næstunni og ætla þá að láta súkkulaði nibbur liggja í Countrau líkjör. Vonast eftir smá keim af appelsínu.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Appelsínupælingar

Post by drekatemjari »

Ég notaði appelsínubörk í hveitibjór núna í vor.
Ég passaði mig að ná aðeins allra ysta laginu af berkinum og taka alls ekkert hvítt með.
Eftir smá prufanir komst ég að því að ostarifjárnið virkaði lang best og nádi ég þannig að ná bara allra ysta laginu á mjög auðveldan hátt.
Ég reif utan af tveimur ferskum appelsínum og henti út í þegar 5 mín voru eftir af suðu.
Appelsínan kom létt í gegn í bakgrunni og ætla ég að nota örlítið minna næst.
Magnið fer þó auðvitað eftir bjór stíl og smekk en fyrir léttan bakgrunnskryddkeim í ljósan hveitibjór með hlutlausu geri (us-05) voru tvær meira en nóg fyrir minn smekk.
Post Reply