Að búa til jógúrt

Post Reply
User avatar
Korinna
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 7. May 2009 19:34
Location: Reykjavík
Contact:

Að búa til jógúrt

Post by Korinna »

1.Hitið mjólkina upp í 85°C, gott er að gera það í potti sem er ofan í öðrum potti sem er með vatn í til þess að koma í veg fyrir það að mjólkin brennur við.
2.Kælið mjólkina niður í 43°C best er að gera það í vaskinum með köldum vatni í.
3.Jógúrtið sem þið ætlið að nota sem stofn á að vera við stofuhita.Það er ágætt að taka það út úr ísskápnum á meðan mjólkin er að kæla niður.
4.Bætið 2 msk stofn út í mjólkina.
5.Geymið blöndunina í plastdollu.
6.Leyfið jógúrtina að hvíla sig, helst við um 38°C í um 7 tímar. Sem dæmi getið þið sétt þetta í ofn eða pakkað inn í teppi.
7.Kælið jógúrtið áður enn þið borðið það, það geymst í um 10 daga.

Það vil samt svo heppilega til að við eigum jógúrtgerðar"vél". Í tiltöllega lítið plastílát sem einángrunna híta fer 1 líter sjóðandi vatn og í annað, minna plastílát með 1 líter G-mjólk og 100ml stofn. Jógúrtið er tilbúið í því minna ílát eftir 12 tíma :assas:
man does not live on beer alone
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Að búa til jógúrt

Post by Hjalti »

Ákvað að blogga um þessa aðferð sem við notum.

http://www.hjalti.se/wordpress/2009/05/ ... ger%C3%B0/
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Re: Að búa til jógúrt

Post by Öli »

Önnur aðferð, byggð á meistara Frankhauser, http://biology.clc.uc.edu/Fankhauser/Ch ... RT2000.htm
Nokkurnvegin sú sama nema hvað að ég bætti ofninum inn í þetta.

ATH: þetta eru ekki byrjendaleiðbeiningar hvernig á að búa til jógúrt - heldur er þetta byggt á glósum frá mér til að flýta fyrir mér.
Ef þú kannt að búa til jógúrt þá getur þetta gagnast þér - annars senninlega ekki.

Innihald:
  • 2 L Nýmjólk
    130 g fersk jógúrt (nota hreina Óskajógúrt)
    4 msk. undanrennuduft (fæst yfirleitt í Nóatúni)
Áhöld:
  • Bakaraofn (sterile)
    Hitamælir (sterile)
    Handþeytaa (órafmagnaður) (sterile)
    Skeið (sterile)
    Bolli (nota plastkönnu) (sterile)
    Pottur (nógu stór til að hægt sé að koma ofangreindum verkfærum inn í) "verkfærapottur"
    Pottur (5 l. til að hita jógúrt)
    Krukka með loki (fyrir jógúrt), plast eða gler (ég nota plast), má fara í örbylgjuofn
    Vog
Aðferð:
1. Setja bakaraofn á 50 °C. Í fyrsta sinn er ráð að nota hitamælir til að sjá hversu heitur hann verður. Flest ofnathermostöt eru ekkert sérlega nákvæm. Minn er senninlega +/- 8.

2. Setja slurk af vatni í 5 L. pottinn og láta sjóða í smá stund með lokinu á. Ekki opna hann fyrr en þarf.

3. Setja vatn í 2 lítra krukkuna, tylla loki á og láta sjóða aðeins í örbylgjunni. Setja lokið á þegar eftir smá stund (og ekki sjóða meira). Lát kyrrt þar til þú þarf að nota hana.

4. Setja slurk af vatni í 'verkfærapottinn'. Setja þau tól sem merk eru "sterile" ofan í hann og láta sjóða. Hef nóg af vatni í honum og læt það vera á lægsta eftir að það byrjar að sjóða og er með hann í gangi allan tíman. Það má þá skella hlutum ofan í hann ef það verður mengunarslys.

5. Hella vatninu úr 5 L. pottinum og setja jógúrtina í, ásamt 4 msk af mjólkurduft. Hræra með þeytaranum.

6. Hita upp að 85-90°C. Ég get still mælirinn minn á að pípa við ákv. hitastig. Mjólkin mishitnar í pottinum svo þú verður að hræra til að fá rétt hitastig. Hræra af og til til að forðast bruna á botninum.

7. Þegar mjólkinn er orðin nógu heit er hún sett í vatnsbað í vaskinn. Hún þarf að kólna undir 55°c, en ekki mikið meira en það. Potturinn leiðir hita ágætlega svo það er fínt að setja bara pottinn í vaskinn, tappan í og láta renna við hliðina á honum. Passa að ekkert vatn fari ofan í hann því þá er allt ónýtt. Kælingin tekur svona 5-10 mínútur. Hræra og mæla. Þetta er fljótt að kólna.

8. Setja 130 gr. af jógúrti í bollann og slurk (200 ml) af mjólkinni með. Hræra með þeytaranum.

9. Hella restinni af mjólkinni útí krukkuna og jógúrt blöndunni (frá fyrra skrefi með). Hræra með þeytaranum.

10. Lokið krukkuna og inn í ofnin. Þetta þarf að vera inn í ofninum í 2-3 klukkustundir. Skv. frankhauser þarf þetta að vera í 3 klukkutíma en hann notar vatnsbað og vatnið kólnar. Ég mæli með að skoða krukkuna eftir 2 klukkutíma og sjá hvort jógúrtin sé ekki 'sest' (orðin að geli). Ef svo er þá er hún klár og fer beint inn í ískáp. Hún er fín til átu næsta morgun.

Muna: Jógúrtgerlar deyja yfir 55°C og fara í letikast við 37°C. Incubation hitastig sem næst 55 °C er því gott.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Að búa til jógúrt

Post by sigurdur »

Ég notaði afbrigði af aðferðinni hans Frankhauser í vikunni. Bjó til 3 lítra í stálpotti.
Svo síaði ég þessa 3 lítra með klút yfir nótt og endaði með 2 lítra af "grískri jógúrt".

Ég blandaði þessum 2 lítrum af "grískri jógúrt" við 375 gr af sykri (bræddi hann með smá vatni og hita í potti) og 3 tsk af vanillu. Þvílíkur unaður sem útkoman var.

Svo tók ég 100 gr af suðusúkkulaði og brytjaði í örlitlar flísar og frysti allt saman. ==> "FroYo"

Útkomuna mun ég smakka á morgun með fjölskyldunni.
emiliuxas
Villigerill
Posts: 4
Joined: 20. Mar 2012 17:01

Re: Að búa til jógúrt

Post by emiliuxas »

ég by til jógurt mjög svipað og þið hér, en mér finnst betri jógurt er úr "organic"jógurti ég nota bio bú vörur.
siggisv1
Villigerill
Posts: 1
Joined: 1. May 2013 15:43
Location: Reykjavík

Re: Að búa til jógúrt

Post by siggisv1 »

Sælir allir hérna. Ég hef stundað að gera jógúrt til heimilisbrúks í um tíu ár. Minn helsti mentor er hann Frankhauser sem nefndur var hér að ofan og menn þekkja greinilega. Ég rataði hér inn á þessa síðu í dag fyrir forvitni og fylgist með þessu spjalli á næstu dögum og ef hægt er þá skelli ég kannski inn myndum og lýsingu á aðferð.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Að búa til jógúrt

Post by hrafnkell »

siggisv1 wrote:Sælir allir hérna. Ég hef stundað að gera jógúrt til heimilisbrúks í um tíu ár. Minn helsti mentor er hann Frankhauser sem nefndur var hér að ofan og menn þekkja greinilega. Ég rataði hér inn á þessa síðu í dag fyrir forvitni og fylgist með þessu spjalli á næstu dögum og ef hægt er þá skelli ég kannski inn myndum og lýsingu á aðferð.
Það væri gaman að fá myndir og svoleiðis, lífga aðeins upp á þetta hér :)
User avatar
jniels
Villigerill
Posts: 41
Joined: 24. Jan 2013 17:13

Re: Að búa til jógúrt

Post by jniels »

Ég prófaði til gamans að gera jógúrt um helgina og mun klárlega halda því áfram. En segið mér eitt, í bókinni Góður matur, gott líf er talað um að láta jógúrtið standa í grysju til að þykkja hana. Það vissulega virkar, en hvað er það sem er að renna af? Er það mysa eða er þetta eitthvað annað?
*************
Kveðja
Jóhann N

Education is important, but beer is importanter...
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Að búa til jógúrt

Post by sigurdur »

Það er mjög þunnt jógúrt, þykkari agnirnar verða eftir en þynnri renna af.
Þú gætir mögulega jafnvel breytt þessu í "drykkjarjógúrt"
Post Reply