Önnur aðferð, byggð á meistara Frankhauser,
http://biology.clc.uc.edu/Fankhauser/Ch ... RT2000.htm
Nokkurnvegin sú sama nema hvað að ég bætti ofninum inn í þetta.
ATH:
þetta eru ekki byrjendaleiðbeiningar hvernig á að búa til jógúrt - heldur er þetta byggt á glósum frá mér til að flýta fyrir mér.
Ef þú kannt að búa til jógúrt þá getur þetta gagnast þér - annars senninlega ekki.
Innihald:
- 2 L Nýmjólk
130 g fersk jógúrt (nota hreina Óskajógúrt)
4 msk. undanrennuduft (fæst yfirleitt í Nóatúni)
Áhöld:
- Bakaraofn (sterile)
Hitamælir (sterile)
Handþeytaa (órafmagnaður) (sterile)
Skeið (sterile)
Bolli (nota plastkönnu) (sterile)
Pottur (nógu stór til að hægt sé að koma ofangreindum verkfærum inn í) "verkfærapottur"
Pottur (5 l. til að hita jógúrt)
Krukka með loki (fyrir jógúrt), plast eða gler (ég nota plast), má fara í örbylgjuofn
Vog
Aðferð:
1. Setja bakaraofn á 50 °C. Í fyrsta sinn er ráð að nota hitamælir til að sjá hversu heitur hann verður. Flest ofnathermostöt eru ekkert sérlega nákvæm. Minn er senninlega +/- 8.
2. Setja slurk af vatni í 5 L. pottinn og láta sjóða í smá stund með lokinu á. Ekki opna hann fyrr en þarf.
3. Setja vatn í 2 lítra krukkuna, tylla loki á og láta sjóða aðeins í örbylgjunni. Setja lokið á þegar eftir smá stund (og ekki sjóða meira). Lát kyrrt þar til þú þarf að nota hana.
4. Setja slurk af vatni í 'verkfærapottinn'. Setja þau tól sem merk eru "sterile" ofan í hann og láta sjóða. Hef nóg af vatni í honum og læt það vera á lægsta eftir að það byrjar að sjóða og er með hann í gangi allan tíman. Það má þá skella hlutum ofan í hann ef það verður mengunarslys.
5. Hella vatninu úr 5 L. pottinum og setja jógúrtina í, ásamt 4 msk af mjólkurduft. Hræra með þeytaranum.
6. Hita upp að 85-90°C. Ég get still mælirinn minn á að pípa við ákv. hitastig. Mjólkin mishitnar í pottinum svo þú verður að hræra til að fá rétt hitastig. Hræra af og til til að forðast bruna á botninum.
7. Þegar mjólkinn er orðin nógu heit er hún sett í vatnsbað í vaskinn. Hún þarf að kólna undir 55°c, en ekki mikið meira en það. Potturinn leiðir hita ágætlega svo það er fínt að setja bara pottinn í vaskinn, tappan í og láta renna við hliðina á honum. Passa að ekkert vatn fari ofan í hann því þá er allt ónýtt. Kælingin tekur svona 5-10 mínútur. Hræra og mæla. Þetta er fljótt að kólna.
8. Setja 130 gr. af jógúrti í bollann og slurk (200 ml) af mjólkinni með. Hræra með þeytaranum.
9. Hella restinni af mjólkinni útí krukkuna og jógúrt blöndunni (frá fyrra skrefi með). Hræra með þeytaranum.
10. Lokið krukkuna og inn í ofnin. Þetta þarf að vera inn í ofninum í 2-3 klukkustundir. Skv. frankhauser þarf þetta að vera í 3 klukkutíma en hann notar vatnsbað og vatnið kólnar. Ég mæli með að skoða krukkuna eftir 2 klukkutíma og sjá hvort jógúrtin sé ekki 'sest' (orðin að geli). Ef svo er þá er hún klár og fer beint inn í ískáp. Hún er fín til átu næsta morgun.
Muna: Jógúrtgerlar deyja yfir 55°C og fara í letikast við 37°C. Incubation hitastig sem næst 55 °C er því gott.