Reykofn - smíði eða reynsla?

Öll umræða um mat fer hingað.
Post Reply
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Reykofn - smíði eða reynsla?

Post by bergrisi »

Langar að fræðast og jafnvel prófa að reykja kjöt og fisk og jafnvel malt.

Er einhver sem hefur smíðað eða hefur reynslu af að nota reykofn?

Sá hérna á þriggja ára gömlum þræði að Halldór vissi um einhvern sem væri að fara að smíða ofn til að reykja malt. Hvernig kom það út Halldór?

Trúi því að það væri skemmtilegt að gera tilraunir með þetta.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Reykofn - smíði eða reynsla?

Post by Proppe »

Ég hef bara mixað til í Webernum með gasbrennara, timbri og kolum.
Vinur minn býr í Texas, og á það til að reykja heila kalkúna og svínasíður í sínum en hann er með þessar græjur til þess:
http://www.thebbqguru.com/products/PartyQ.html
http://www.amazon.com/Smokenator-1000-T ... B000HI3I68
og þetta

Svonalagað er bölvanlega sóðalegt að gera innanhúss, og því tilvalið að nota grillið í þetta.
hilmar
Villigerill
Posts: 2
Joined: 25. Jan 2013 16:31
Location: Selfoss

Re: Reykofn - smíði eða reynsla?

Post by hilmar »

Ég er matreiðslumaður og hef reykt mikið af kjöti og fisk í gegnum tíðina. Það eru margar leiðir til þess að reykja. Uppáhaldið mitt er kofareyking en það er kostnaðarsamt að fara að byggja kofa. Annað sem hægt er að gera og virkar mjög vel er að nota heimilis ofninn sem reykofn. Þá gerir þú eftirfarandi: Kemur fyrir fisk, malti eða kjöti á grind efst í ofninum. Ofnin á að sjálfsögðu ekki að vera á hita. Hitar pönnu eða pott þangað til pannan verður allveg rauðglóandi það er mjög gott að hita pönnuna á gasi. Nú gildir að hafa snöggar hendur. Setur pönuna á botnin á ofninum og stráir sagi í hana. Það myndast umsvifalaust reykur frá saginu svo að þú verður að loka ofninum om leið og ekki opna ofnin aftur fyrr en eftir ca hálftíma. Ef að ekki myndast reykur var pannann einfaldlega eki nógu heit. ATH að ef að verið er að reykja matvæli er vanin að salta hráefnið fyrst til þess að minka vökva innihald í vöruni og til þess að varan taki betur við reyknum.
Kosturinn við heimils ofna er að þeir eru nokkuð vel loft þéttir svo reykurinn á að haldast þar inni.

Önnur aðferð sem er enn einfaldari og væri hentug til þess að reykja korn, er að kaupa reyk byssu ég nota svoleiðis mikið sjálfur: http://www.ebay.com/itm/PolyScience-Smo ... 2c6bdebece" onclick="window.open(this.href);return false;

Þá blæstu bara reiknum inn í lokað ílát með korninu eða maltinu.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Reykofn - smíði eða reynsla?

Post by bergrisi »

Takk fyrir þetta.

Þetta er eitthvað sem ég er að spá í og vonast til að gera einhvern tímann.
Þessi smoke gun er sniðug. Ég var að spá í þetta fyrir matvæli. Nenni ekki að reykja korn ennþá
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
humlarinn
Villigerill
Posts: 17
Joined: 7. Sep 2012 23:17

Re: Reykofn - smíði eða reynsla?

Post by humlarinn »

Ég prufaðu að reykja andabringu á gamlársdag á gasgrillinu og kom það geðveikt vel út. Gallinn var að reykjarlyktin er föst í grillinu og bílskúrinn ber léttan bruna keim. Ég er að láta smíða fyrir mig bbq smoker og meðfylgjandi er mynd af honum.
Attachments
Mynd af gripnum eins og hann mun líta út
Mynd af gripnum eins og hann mun líta út
BBQ2.jpg (45.16 KiB) Viewed 48579 times
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Reykofn - smíði eða reynsla?

Post by bergrisi »

Snilld.
Endilega póstaðu myndum þegar þetta er klárt.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
kokkurinn
Villigerill
Posts: 27
Joined: 1. Jan 2013 13:29

Re: Reykofn - smíði eða reynsla?

Post by kokkurinn »

Hver að smíða þetta fyrir þig???
humlarinn
Villigerill
Posts: 17
Joined: 7. Sep 2012 23:17

Re: Reykofn - smíði eða reynsla?

Post by humlarinn »

Ég fæ allt járnið þar sem ég vinn hjá GA Smíðajárn, Héðinn sér um að skera þetta niður fyrir mig og mágur minn sem teiknaði reykofninn sér um að sjóða hann saman.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Reykofn - smíði eða reynsla?

Post by gunnarolis »

Hvernig framleiðirðu reykinn í þessum og hvernig stjórnarðu hitastiginu inni í ofninum?
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Re: Reykofn - smíði eða reynsla?

Post by raggi »

Sælir.

Er með reykkofa og ventura 5oo eldstæði. Til að þrífa eldstæðið þá er mér sagt að nota "caustic soda."
Getur einhver sagt mér hvað það er nákvæmlega.

Kær kveðja
raggi
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Reykofn - smíði eða reynsla?

Post by gosi »

Er það ekki vítissódi. Ætli hann fáist lengur.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Reykofn - smíði eða reynsla?

Post by hrafnkell »

Vítissódi
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Re: Reykofn - smíði eða reynsla?

Post by raggi »

Var svo sem alveg viss að ég fengi svarið við spurningunni hérna strax. :)
En hvar getur maður þá nálgast þetta efni.

Kveðja
raggi
Vín-kona
Villigerill
Posts: 3
Joined: 4. Mar 2013 15:55

Re: Reykofn - smíði eða reynsla?

Post by Vín-kona »

https://www.youtube.com/watch?v=AScn-wA ... ata_player" onclick="window.open(this.href);return false;
Þetta er helvíti skemmtilegt video þarsem hann reykir í stórum pappakassa.
Post Reply