Lager gerjun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
tolvunord
Villigerill
Posts: 25
Joined: 28. Aug 2009 13:40
Contact:

Lager gerjun

Post by tolvunord »

Sælt veri fólkið.

Ég skellti í lager fyrir ca. 20 dögum síðan (http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=1881)

OG var hjá mér 1047 og það stendur núna í 1019 og hefur gert í nokkra daga.

Þetta er búið að vera í hitastýrðum ísskáp við ca. 10°C - Gerið er Fermentis S23, notaði 2 pakka ásamt gernæringu.

Þá er það spurningin, er hægt að gera eitthvað til að ná gravity neðar, hækka hita eitthvað, eða bara bíða lengur og sjá til :) ?

Skál.. :beer:
Í gerjun: Tri-Centennial, Bee-Cave
Í þroskun:
Á flöskum:Jólaöl
Næst í gerjun : Jólaöl
KariP
Villigerill
Posts: 21
Joined: 10. Sep 2012 19:39

Re: Lager gerjun

Post by KariP »

Ég hef tvisvar lent í þessu, (bæði skiptin með 2x S23 ) það sem ég held að hafi klikkað hjá mér er að virturinn hafi ekki haft nægt súrefni í upphafi gerjunar og hefði því átt að hræra meira og/eða hrist meira í tunnunni. Í seinna skiptið hrærði ég í gerkökunni og allt (en passaði að ekkert súrefni kæmist í lögnina) en ekkert gerðist.
User avatar
tolvunord
Villigerill
Posts: 25
Joined: 28. Aug 2009 13:40
Contact:

Re: Lager gerjun

Post by tolvunord »

Ég hugsa að það hafi átt að vera nóg súrefni hjá mér, hrærði duglega í þessu... en maður veit svosem aldrei. Kannski er einfaldlega ekki nóg af gerjanlegum sykri í þessu, meskjunin var í ca 68°c sem er etv. of hátt?
Í gerjun: Tri-Centennial, Bee-Cave
Í þroskun:
Á flöskum:Jólaöl
Næst í gerjun : Jólaöl
Buccho
Villigerill
Posts: 4
Joined: 8. Feb 2013 12:58

Re: Lager gerjun

Post by Buccho »

Væri fróðlegt að fá svar reyndari manna um þetta, las að fyrir lagerana að nauðsynlegt væri að preppa gerið áður en því væri bætt í, væntanlega hefur þú gert það, bíð spenntur eftir ráðleggingum þar sem ég er að fara að leggja í lager!
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Lager gerjun

Post by hrafnkell »

Frekar heit mesking, en ég hefði giskað á að þetta færi aðeins neðar. Stundum er erfitt að finna akkúrat ástæðuna fyrir stopp gerjun. Ertu t.d. viss um að hitamælirinn sé réttur?

Það þarf ekkert að preppa gerið öðruvísi fyrir lagergerjun en ölgerjun, það þarf bara tvöfalt meira ger og pitcha við rétt hitastig.
Buccho
Villigerill
Posts: 4
Joined: 8. Feb 2013 12:58

Re: Lager gerjun

Post by Buccho »

Ein spurning. Palmer í bókinni how to brew segir það ekki góða aðferð að setja gerið í virtinn við stofuhita og setja hann svo í kæli niður í lagerhitastig. Er þetta rétt skilið hjá mér eða við hvaða virthitastig pitca menn?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Lager gerjun

Post by hrafnkell »

Buccho wrote:Ein spurning. Palmer í bókinni how to brew segir það ekki góða aðferð að setja gerið í virtinn við stofuhita og setja hann svo í kæli niður í lagerhitastig. Er þetta rétt skilið hjá mér eða við hvaða virthitastig pitca menn?
Það eru mismunandi skoðanir á þessu. Sumir vilja pitcha heitt og þá jafnvel sleppa diacetyl rest, en sumir vilja pitcha við gerjunarhitastig. Mæli með að lesa sér bara til um þetta til að mynda sér skoðun á :)
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Lager gerjun

Post by Örvar »

Er ekki mælt með að pitcha við gerjunarhita til að forðast diacetyl myndun og þurfa þá ekki að gera diacetyl rest. En ef maður pitchar við hærra hitastig þá sé meiri hætta á diacetyl myndun og þá ráðlagt að taka diacetyl rest til að gerið nái að vinna úr því...
eða er ég að rugla?
Post Reply