Sierra Nevada Torpedo

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Sierra Nevada Torpedo

Post by bergrisi »

Smakkaði þennan bjór í gær í fyrsta sinn. Hann er alveg unaðslegur og held ég besti IPA bjór sem ég hef smakkað.
sierra-nevada-torpedo.jpg
sierra-nevada-torpedo.jpg (96.21 KiB) Viewed 17638 times
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Sierra Nevada Torpedo

Post by Idle »

Hva, ekkert meira? Ekkert bragð, ilmur, haus, boddí eða neitt? :P
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Sierra Nevada Torpedo

Post by bergrisi »

Haha, 3 ára sonur minn er ekki alveg sáttur við að ég sé að skrifa hérna. Mikil truflun.
Lyktin mögnuð. Flottir humlar. Liturinn eins og á glasinu og vel humlaður en mjög lúflega. Ég var bara kominn útí sveit af lyktinni. Mæli með að menn fari í Vínbúðina og panti hann og komi með sitt álit.

Þeir IPA bjórar sem ég hef haldið uppá eru Dogfish 90 min IPA og Úlfur en þessi slær þeim við og mun ég reyna að finna klón af honum.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Sierra Nevada Torpedo

Post by gugguson »

Þarf að panta hann í átvr og ef svo er hvað tekur það langan tíma?

Láttu endilega vita hér ef þú finnur clone.
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Sierra Nevada Torpedo

Post by gugguson »

...

this is the clone recipe that was given out by the brewery, which is a little different than your recipe:

Torpedo Extra IPA Clone
5 gallons
OG = 1.070
FG = 1.018
IBU = 70
SRM = 11
ABV = 7.2%

Ingredients:
14 lbs pale malt
11 oz caramel malt (60L)
1.2 oz of 14% AA Magnum (60 mins)
1.0 oz Magnum (5 mins)
1.0 oz Crystal (5 mins)
.67 oz Magnum (dry hop)
.67 oz Crystal (dry hops)
.67 oz Citra (dry hops)
White Labs WLP001 or Wyeast 1056 American Ale

Mash at 152 degrees. Boil for 90 minutes. Ferment at 68 degrees.

Now the peanut gallery can chime in with their broken record of "too much crystal" and "not enough hops".

Tekið héðan: http://beeradvocate.com/community/threa ... lone.5075/" onclick="window.open(this.href);return false;
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
hjaltibvalþórs
Villigerill
Posts: 47
Joined: 5. Nov 2012 15:46

Re: Sierra Nevada Torpedo

Post by hjaltibvalþórs »

Hann fæst líka á Microbar og (síðast þegar ég vissi) á Roadhouse. Ef mig misminnir ekki þá er þetta einn af fáum bjórum sem nota Magnum humla í fleira en bara beiskju, sem er athyglisvert.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Sierra Nevada Torpedo

Post by Classic »

gugguson wrote:Þarf að panta hann í átvr og ef svo er hvað tekur það langan tíma?
Bergrisi býr úti á landi og þarf því að sérpanta svona bjóra, þekki ekki ferlið en væntanlega kemur hann bara með næstu ferð frá lagernum. Ef þú ert í Reykjavík geturðu gengið inn í Kringlu, Skútuvog eða Heiðrúnu og keypt þetta ef ÁTVR á þetta á annað borð til...

..sem var einmitt það sem ég gerði í gær. Dásamlegur bjór. Alveg eins og góður IPA á að vera.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Sierra Nevada Torpedo

Post by bergrisi »

Ég panta oft bjór í minni local Vínbúð og mig grunar að það séu ekki allir sem vita það að maður getur pantað allt sem til er og látið senda. Það er alveg óháð magni og enginn aukakostnaður. Maður getur þess vegna pantað einn bjór og yfirleitt kemur þetta eftir 2-3 daga.

Ég er orðinn "góðkunningi" í minni Vínbúð og verð að segja að þetta er frábær þjónusta fyrir okkur sveitavarginn. Þó svo það sé nú ekki langt fyrir mig í bæinn þá er þetta bara hagkvæmt og sniðugt.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply