Óli

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Óli

Post by Oli »

Sælir, ég byrjaði að spá í heimabruggun fyrir alvöru í kringum áramótin og síðan þá hefur áhuginn bara aukist, þetta grípur mann alveg. Er búinn að lesa allt sem ég hef komist yfir, á netinu aðallega en er líka búinn að lesa The Complete Joy of Home Brewing eftir Charlie Papazian (relax, don't worry have a homebrew) og að sjálfsögðu How to brew á netinu. Ég er búinn að prófa að brugga úr nokkrum svona extract settum frá Ámunni, með smá viðbótum en með misgóðum árangri, ég lít bara á það sem góða og ódýra reynslu fyrir komandi ár.
Nú er ég að búa mig undir fyrsta all grain skammtinn, er að koma mér upp meskikeri og öðrum tólum sem þarf til.

Gaman að þvi hvað þetta opnar augu manns fyrir nýjum tegundum af bjór, hvernig þeir eru gerðir og hver er sagan á bakvið. Ég fer ekki í ríkið núna án þess að kaupa nokkur stk af bjór sem ég hef ekki smakkað áður.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Post Reply