Bruggdagur - Bee Cave - firsta all grain lögnin

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Bruggdagur - Bee Cave - firsta all grain lögnin

Post by Plammi »

Sælir
Nú er golftímabilið búið og tími til að snúa sér að vetrar-áhugamálinu.
Í kveld verður lagt í mína firstu allgrain bruggun. Fyrir valinu var Bee Cave, og verður reynt að brugga með algjörum lágmarksgræjum.
Ég er með 35L pott frá múttu og keypti gardínur fyrir 590kr í Rúmfatalagernum fyrir BIAB pokann. Keypti mér reyndar líka sigti í IKEA (það vantaði hvort eð er á heimilið) og gerjunargræjurnar átti ég fyrir.
Aðstoðamaður er væntanlegur til að mynda herlegheitin.

Nokkrar spurningar:
1) Ég er ekki með neitt kælisystem, planið er að láta virtinn kælast í suðupottinum yfir nótt. Þegar ég færi virtinn yfir í gerjunarílátið, græði ég eitthvað á því að lofta um hann með að fleyta yfir með slöngu, eða er nóg að hella yfir og hræra smá?

2) Þarf ég að hafa humlana í "tepoka" og taka uppúr eftir suðu eða má ég skella þeim beint oní og sigta síðan þegar ég set í gerjun í fyrramálið?

3) Gerjunin fer fram í geymslu hjá mér þar sem hitinn er ekkert sérstaklega stöðugur, en ég get nokkurnvegir sttillt það inná 17-23°C. Hvenar þarf ég að hafa áhyggjur á að hitaflöktið er of mikið?
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
KariP
Villigerill
Posts: 21
Joined: 10. Sep 2012 19:39

Re: Bruggdagur - Bee Cave - firsta all grain lögnin

Post by KariP »

Hvað varðar kælidæmið, þá eru allir að tala um kælispíral. Ég nota stórt ílát sem ég set pottinn í og set slöngu af köldu vatni oní og dæmið kólnar í 20 gráður á 20-25 mín. Nákvæmlega ekkert að því.
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Bruggdagur - Bee Cave - firsta all grain lögnin

Post by Plammi »

Jæja, þetta gekk bara svona helvíti vel, fyrir utan nokkur óhöpp, en brugghúsið mitt heitir ekki Hans Klaufi fyrir ekki neitt.

Ég hafði 25l af vatni í pottinum, þó leiðbeiningarnar hjá Hrafnkeli segðu 27l þá vildi ég hafa smá uppá að hlaupa ef eitthvað færi úrskeðis.
Fyrsta óhappið varð svo eftir að ég náði upp hita fyrir meskingu. Eftir að kornið var allt komið í þá mældi ég hitann allt í einu 83°C. Þá fór allt í panikk og ég setti kalt vatn (1,5l) í og slatta af ísmolum til að kæla niður. Skellti svo pottinum út til að kæla enn meira. Þegar hitamælirinn var farinn að sýna 89°C eftir allt þetta þá grunaði mig að mælirinn væri eitthvað ruglaður. Liklega er ekki sniðugt að digital kjötmælir blotni mikið upp fyrir probe, og því náði ég mér í analog mæli og hann sýndi að ég væri kominn í 67°C.

Eftir klukkatíma meskingu þá mældi ég hitann 64°C, reyndar missti ég mælinn ofan í pottinn en náði honum upp með smá hjálp frá aðstoðamanninum, og þá var farið í að ná upp suðu (þess má geta að búið var að tæma nokkra bjóra á þessum tímapunkti).

Humlunum var bætt í eftir uppskrift. Ég skellti graskögglunum bara beint ofan í, sigtaði þá svo frá þegar þetta fór í gerjun.
Það er ekki alveg víst hvenar Irish moss fór í, eða síðustu humlarnir, held að mosinn hafi fengið 5min í suðu frekar en 10min (nokkuð margir bjórar tómir þegar þarna er komið).

Daginn eftir skellti ég mér í ræktina í þynnkunni og tókst að togna eitthvað í mjóbakinu, þannig að koma gerjunarílátinu í geymsluna úr eldhúsinu var frekar skrautleg athöfn, en sem betur fer var ekkert vitni af því.

24 tímum eftir að gerið fór í þá bubblar hressilega í vatnslásnum.
Ég er að ná að halda hitanum í rýminu á bilinu 17-19°C þannig að ég hef nú ekki miklar áhyggjur af því.

Bjórinn:
Bee Cave:
3,6 kg Pale Ale malt
900 g Vienna malt
225 g CaraHell
28gr Cascade (60 mín)
14gr Cascade (30 mín)
7gr Cascade (15 mín)
1 tsp Irish Moss (10min)
7gr Cascade (5 mín)

FG var 1059 með 18,5l, bætti við 1,5l og fór þá í 1049

Myndir

Bjórar kvöldsins: Thule, Egils Gull, Carls Special, Faxe Festboch og svo Scottish Export Toucan heimabruggið þegar allt annað var búið...

*edit: bætti við gravity mælingunni
Last edited by Plammi on 7. Oct 2012 20:37, edited 1 time in total.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Bruggdagur - Bee Cave - firsta all grain lögnin

Post by Idle »

Það eru einmitt svona lýsingar sem ég sakna hér sem annars má finna á HBT. Ég hló svo mikið að kúturinn minn breyttist í six-pack. ;D

Þetta verður áreiðanlega fínasta öl. Ég hef upplifað annað eins, og m. a. s. kafað ofan í meskikerið (í gúmmíhönskum) til að eltast við hitamælinn. Almennt þarf eitthvað skelfilegt að gerast til að bruggið fari úrskeiðis (eða þá eitthvað svo smátt, að það sést ekki með berum augum). :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bruggdagur - Bee Cave - firsta all grain lögnin

Post by bergrisi »

Skemmtileg lesnins.

Takk fyrir þetta.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bruggdagur - Bee Cave - firsta all grain lögnin

Post by hrafnkell »

Gaman að þessu :)

btw flotvogarmælingarnar hjá þér eru líklega eitthvað off, það passar ekki að gravity lækki úr 1059 í 1049 með því að bæta 1.5 lítra af vatni í..
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Bruggdagur - Bee Cave - firsta all grain lögnin

Post by Plammi »

hrafnkell wrote:Gaman að þessu :)

btw flotvogarmælingarnar hjá þér eru líklega eitthvað off, það passar ekki að gravity lækki úr 1059 í 1049 með því að bæta 1.5 lítra af vatni í..
Hmm, já fannst þetta eitthvað undarlega mikil breyting, ég treysti meira fyrri mælingunni samt. Hvað ætti ég að sjá mikla lækkun?

Vatnið setti ég meira til að lækka hitastigið svo ég geti sett gerið í, frekar en að lækka áfengismagnið. Svo hrærði ég ekki í eftir að kalda vatnið fór í, sem líklega skýrir of lága gravity mælingu.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Gunnar Ingi
Villigerill
Posts: 21
Joined: 18. Nov 2011 09:05

Re: Bruggdagur - Bee Cave - firsta all grain lögnin

Post by Gunnar Ingi »

Það að missa hitamælinn ofan í loðir greinilega svolítið við BeeCave.. Það sama kom fyrir okkur Gísla gr33n á laugardaginn.. :)
Post Reply