Ég ætlaði að taka myndir af öllu ferlinu, en steingleymdi mér í gleðinni.
Hráefni:
2 lítrar af nýmjólk
~100 ml af AB mjólk
Ferlið er nú sáraeinfalt:
1. Finnið til hrein áhöld (písk, pott, krukkur/ílát og skeið eða lítinn bolla) og sótthreinsið þau. Ég sýð þau yfirleitt og leyfi þeim svo aðeins að kólna.
2. Hellið 2 lítrum af nýmjólk í pott og hitið að ~44°C rólega. Ég set yfirleitt á mjög lágan hita á hellunni og hræri reglulega til að brenna mjólkina ekki við.
3. Bætið 100 ml af AB mjólk í pottinn og blandið vel með pískinum.
4. Hellið mjólkinni í sótthreinsuð ílátin og lokið fyrir.
5. Haldið ~40-45°C hita á mjólkinni í um 8 klst. Ég nota forhitaðan bakaraofn og leyfi honum bara að vera yfir nótt í gangi.
6. Kælið niður og borðið.

Hér er eina myndin sem ég mundi eftir að taka.