Halló

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Kjartan
Villigerill
Posts: 14
Joined: 19. Mar 2012 09:42

Halló

Post by Kjartan »

Sælir/ar.
Ég er tiltölulega nýbyrjaður í all-grain bjórgerð eftir að hafa verið að leika mér með extract-kit dótið í svona 2 ár. Fyrsta bruggunin fer að verða tilbúin til smökkunar, mikil tilhlökkun! Ég er háskólanemi með espresso-dellu auk vaxandi áhuga á bjórgerð. Ætlunin er að prófa sem flesta bjórstíla og fínstilla aðferðirnar þar til fullkomnun er náð :fagun:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Halló

Post by bergrisi »

Velkominn og gangi þér vel.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Halló

Post by bjarkith »

Velkominn!!!
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

Re: Halló

Post by Benni »

Vertu velkominn, hér er nóg af fróðleiksmolum og upplýsingar um flest allt
Skil vel með tilhlökkunina, að fara úr dósakittunum í all-grain er eins og að fara úr 5tíma gömlu og volgu kaffinu beint í expressoið (eða þannig var það allavega í mínu tilfelli)

Skál :beer:
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Halló

Post by sigurdur »

Velkominn í hópinn Kjartan.

Því miður verð ég að koma með góðar og slæmar fréttir fyrir þig.
Slæmu fréttirnar eru þær að eins og í öllu öðru, þá nær maður aðdrei fullkomnun í bjórgerð.
Góðu fréttirnar eru þær að í leitinni að fullkomnun þá lendir maður á þeim yndislegustu bjórum sem völ er að fá og búa til.

Gangi þér vel :-)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Halló

Post by helgibelgi »

Velkominn í hópinn! Vertu svo duglegur að segja okkur frá hvernig gengur!
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Halló

Post by halldor »

Velkominn Kjartan.
Þetta er stórt skref sem þú ert að taka og að öllum líkindum mun útkoman verða mun betri en það sem þú hefur áður fengið út.
Láttu endilega sjá þig á komandi mánudagsfundum (fyrsta mánudag hvers mánaðar) og svo mæli ég auðvitað eindregið með að þú skellir þér á bjórgerðarkeppnina sem haldin verður 28. apríl. Þar færðu að smakka ógrynni af spennandi bjór frá félagsmönnum og drekka eins og þú getur í þig látið af bjórnum sem í boði verður á kút. Allt þetta fyrir aðeins 1000 kr. :)
Nánar hér: http://fagun.is/viewtopic.php?f=14&t=2086" onclick="window.open(this.href);return false;"
Plimmó Brugghús
Post Reply