Líftími heimagerðra osta

Umræður um ostagerð.
Post Reply
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Líftími heimagerðra osta

Post by bjarkith »

Sælir, svona til að rífa spjallið aðeins upp.

Ég hef verið að fikkta við ostagerð svona aðeins en hef verið að lenda í því (reyndar alltaf) að ostarnir mínir eru orðnir þurrir í gegn og leiðinlegir eftir svona vikur rúma. Ég er ekki með vax til að loka þeim en þeir ættu nú að endast lengur. Hef verið að gera gráðosta og ab gerla osta.

Hvernig hafið þið ostafróðu menn verið að lengja líftíma þeirra? eða hvað er ég að gera svona rosalega vitlaust, ég skelli þeim bara í ísskápinn.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Líftími heimagerðra osta

Post by sigurdur »

Ég hef ekki lent í þessu, en helsta sem mér dettur í hug er rakastig á umhverfi ostsins.
Hvernig geymiru ostinn þegar hann hefur náð réttu þroskastigi?
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Líftími heimagerðra osta

Post by bjarkith »

Skelli honum bara í ísskápinn, hef verið að prufa mismunandi umbúðir til að sporna við þessu, plastpoka, vaxpappír, plastdollur og bara að láta hann standa beran í ísskápnum en ekkert hefur dugað.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Líftími heimagerðra osta

Post by hrafnkell »

Hefurðu prófað plastdollu með vatni í? (vatnið snertir samt ekki ostinn) Eða plastdollu með blautum klút eða eldhúsbréfi.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Líftími heimagerðra osta

Post by bjarkith »

Nei, prufa það næst þegar ég geri ost.

Eitt í viðbót, hvernig eru þið að pressa ostana? Ég hef verið að nota dollur eins og ísbox eða sósudollur en mér finnst alltaf verða svo mikil afföll þegar osturinn þrýstist út í klútinn.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
Post Reply