Hæhó. Mig langar að prófa að brugga úr kerfli. - get ég fundið einhverjar uppskriftir sem gætu passað, en sett kerfil í staðin fyrir eitthvað annað? Kannski gera þetta eins og Rabbarbaravín eða álíka?
Ég er ekki alveg að átta mig á því hvers konar blóm þetta er (ekki gróðurfróðastur), en þú bruggar tæknilega séð ekki úr þessu. Ef þú vilt gera mjöð kryddaðan með kerfli geturðu trúlega notað svipaða aðferð og ég lagði til við gerð fíflamjaðar hér á spjallinu - helling af hunangi, vatn og svo kryddið. Það fer eftir bragðstyrk plöntunnar hversu mikið þú myndir setja - ég myndi nota eigin dómgreind í það. Og gera bara smáræði - 5l eða eitthvað - þar sem þú veður þannig lagað blint í sjóinn með þetta.
Athugaðu að mjöður þarf mjög mikinn tíma til að þroskast - helst ekki minna en ár, en mjaðarsérfræðingar myndu trúlega mæla með 3 árum...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Mér farið að lítast vel á þetta. Í gær fór ég út og hakkaði c.a. 5 -8 kíló af stilkum og blómum í mauk. Stilkarnir eru holir og safaríkir og húsið angar af anís núna.
ég hugsa að maður þurfi að nálgast þetta eins og Rabbabaravíngerð? Búa til "seyði" úr plöntunni sem maður gerjar svo?
Flestir mæla með því að setja eitthvað meira út í til að fá fyllingu, hef séð uppskriftir með banana í og allskonar gumsi. Hvað haldið þið um það? Hvað fer vel með anís bragði?
Svo þarf ég að læra þetta með OG og FG, einhverjar hugmyndir um það hvað ég geri til að finna út hvað ég pitcha miklu geri?
hafið bestu þakkir. (og það má færa þetta yfir í vínspjallið held ég, hunangið er ekki málið ef ég þarf að bíða í 3 ár!)