Startpakki

Spjall um víngerð og allt henni tengt.
Post Reply
FriðrikH
Villigerill
Posts: 19
Joined: 14. May 2011 17:40

Startpakki

Post by FriðrikH »

Ég var að velta fyrir mér hvort einhver þekki eitthvað víngerðar-startpakkana sem er verið að selja í Europris? Er þetta nothæft eða er maður að fá mikið betri búnað með því að versla t.d. frá Ámunni?

kv. Friðrik
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Startpakki

Post by Idle »

Síðast þegar ég leit á þetta í Europris, sá ég ekki betur en um nákvæmlega sömu vörur væri að ræða og hjá Ámunni. Ég held að mér sé því óhætt að fullyrða að þetta sé vel nothæft. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
FriðrikH
Villigerill
Posts: 19
Joined: 14. May 2011 17:40

Re: Startpakki

Post by FriðrikH »

Súper, ég skelli mér þá á eitt sett hjá þeim. En hvernig eru þessi víngerðarefni sem europris er að selja? Það er e.t.v. óvitlaust að gera fyrstu tilraunina með einhverju ódýru?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Startpakki

Post by Idle »

Nú ertu kominn út fyrir mitt þekkingarsvið. Ég hef aldrei prófað neitt af þessum "tilbúnu" efnum, hvorki vín né bjór. En hér eru þó nokkrir sem geta örugglega svarað því. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Hofer Brauer
Villigerill
Posts: 15
Joined: 6. Mar 2011 21:45
Location: Island

Re: Startpakki

Post by Hofer Brauer »

i always buy my winekits @vinkjallarinn ! would not buy Europris kit.

There is a tilbod at vinkjallarinn if you want to try ! 7.500 kr. for some kits.

i only used 8.1 or 16 liter kits :) so far good wine !

Amann has also good wine kits...but litle bit less juice !

HB
Post Reply