Algengum spurningum svarað

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Algengum spurningum svarað

Post by Eyvindur »

Datt í hug að setja inn þau svör sem ég hef á reiðum höndum við spurningum sem algengt er að heyra frá þeim sem eru að byrja að kynna sér bjórgerð í fyrsta sinn. Hér þætti mér mjög vænt um að þið bætið við því sem þið munið eftir, spurningum sem hefur verið svarað fyrir ykkur eða þið hafið fengið frá öðrum. Þetta verður "work in progress", eftir því sem mér/okkur dettur þetta í hug, eða spurningar dúkka upp annars staðar á spjallinu.

1. Gerjunarílátið var opið í einhvern tíma (lokið laust á, vatnslásinn ekki fastur, eða þ.h.). Er bjórinn minn ónýtur?
Svar: Nei. Slakaðu á. Bjór er oft gerjaður í opnum ílátum. Ef engir aðskotahlutir komast ofan í hann er allt í góðu lagi.

2. Hversu lengi geymast hráefni til bjórgerðar?
Svar: Þau geta verið í lagi ansi lengi. Maltþykkni geymist mjög lengi við stofuhita án þess að bragðið breytist nokkuð, en athugaðu að liturinn getur dökknað með tímanum. Þurrkað maltextract geymist einnig mjög lengi og það dökknar ekki, en það verður að passa mjög vel upp á að það sé á þurrum stað. Korn geymist ómalað í allt að tvö ár án þess að það komi niður á gæðunum, sé það geymt á þurrum og svölum stað. Malað korn geymist í nokkra mánuði. Humla má geyma mjög lengi í frysti, en þeim hrakar þó jafnt og þétt. Ef þeir eru í vakúmpakkningu geta þeir geymst í nokkur ár, en ef súrefni kemst að þeim er það töluvert minna. Þetta er þó misjafnt eftir því hvort humlarnir eru í töfluformi eða heilir, og margt annað getur spilað inn í. Hér borgar sig að skoða humlana og þefa af þeim. Ef þeir eru grænir og lykta vel er í góðu lagi að nota þá, en hafa ber í huga að þeir eru kannski ekki jafn góðir og þegar þeir voru nýir. Ef þeir eru farnir að gulna og jafnvel komin smá ostalykt af þeim borgar sig ekki að nota þá. Þurrger geymist mjög lengi, og jafnvel miklu lengur en dagsetningin á pakkningunni segir til um. Ég hef notað þurrger ári eftir síðasta söludag án nokkurra vandræða. Ég hef heyrt um að fólk hafi notað ger allt að fimm árum eftir að það rann út með góðum árangri. Fljótandi ger geymist í nokkra mánuði í ísskáp, en er þó hægt að nota mjög lengi, en þá borgar sig að gera starter (reyndar borgar það sig alltaf, en þegar um gamalt ger er að ræða er það nauðsynlegt).

3. Hvað á ég að gera við botnfallið í flöskunni?
Svar: Botnfallið er ger. Þú ræður hvort þú drekkur það með, eða hellir varlega og passar að það komi ekki með. Gerið er meinhollt, fullt af vítamínum og afoxunarefnum. En sumum finnst það bragðvont. Smekksatriði.

4. Hver er munurinn á fljótandi geri og þurrgeri?
Svar: Sumir vilja meina að bjórinn verði betri með fljótandi geri, en mín reynsla er sú að það sé ekki rétt. Maður getur frekar spáð fyrir um útkomuna með fljótandi geri, þar sem það er útreiknanlegra, og það eru til mun fleiri gerafbrigði í fljótandi formi, en að því gefnu að allt annað sé í lagi er næsta víst að bjór sem gerjaður er með þurrgeri verði alveg jafn góður.

5. Get ég gert jafn góða bjóra og fást í ríkinu heima?
Svar: Já, og betri. Ef þú veist hvað þú vilt og kynnir þér aðferðir og uppskriftir til að ná því fram geturðu búið til draumabjórinn þinn. En ekki búast við að geta gert nákvæmlega sama bjór og þú kaupir oftast í ríkinu. Þú færð væntanlega ekki sama gerafbrigði, og aðferðirnar þínar verða aldrei nákvæmlega þær sömu og í viðkomandi brugghúsi. Ekki halda að "clone" uppskriftir gefi af sér nákvæmlega eins bjór og þær eiga að líkja eftir. Það er nánast útilokað.

6. Er heimagerður bjór hættulegur?
Svar: Síður en svo. Raunar er hann hollari en flestur bjór sem fæst í ríkinu, þar sem hann inniheldur lifandi ger (það er alltaf eitthvað á sveimi, þótt maður helli ekki botnfallinu í glasið), sem er eins og áður sagði meinhollt.

7. Ég held að bjórinn sé sýktur. Á ég að hella honum niður?
Svar: Alls ekki. Bíddu og sjáðu hvað gerist. Það sem þér finnst vera óbragð er kannski eitthvað annað sem gæti elst af bjórnum. Smakkaðu bjórinn nokkrum sinnum, með smá millibili, og sjáðu hvernig hann þróast. Ef óbragðið verður verra og virðist ekki ætla að lagast ættirðu líklega að hella honum niður. Og ekki hafa áhyggjur af því að smakka hann. Þú ert bara að innbyrða bragðvondan vökva í versta falli. Engar örverur sem sýkja bjór geta gert mannfólki nokkuð illt.

8. Lyktin úr vatnslásnum er hrikalega vond. Er þetta sýking?
Svar: Mjög ólíklegt. Á meðan gerjunin stendur sem hæst getur lyktin orðið ótrúleg, allt frá því að vera venjuleg gerlykt til þess að vera eins og af úldnum eggjum, og allt þarna á milli. Aldrei dæma bjórinn úr leik byggt á lyktinni einni saman.

9. Ég setti greinilega of mikið af humlum, því bjórinn er allt of beiskur. Get ég eitthvað gert?
Svar: Já, bíddu. Með tímanum minnkar beiskjan og maltbragðið færist framar. Smakkaðu eina flösku á 1-2 mánaða fresti og sjáðu hvort bragðið mýkist ekki.

10. Gúmmíhosan úr lokinu af fötunni minni (eða tappinn úr glerkútnum) rann niður í virtinn. Hvað á ég að gera? Á ég að vaða á eftir henni?
Svar: Nei. Gott er að eiga aukastykki af þessu, en frekar en að stinga höndinni ofan í virtinn borgar sig að setja álpappír eða eitthvað yfir gatið svo engir aðskotahlutir komist ofan í ílátið, og drífa sig að kaupa nýtt stykki. Það gerir ekkert til að hafa lítið gúmmístykki í virtinum á meðan hann gerjast, og það er óþarfi að hætta á sýkingu með því að stinga handleggnum eða einhverjum verkfærum ofan í.

...

Ég bæti svo við þetta eftir föngum, og hvet ykkur til að henda inn spurningum sem ykkur dettur í hug (en bara ef þið hafið svörin, annars spyrjið þið þeirra annars staðar).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Algengum spurningum svarað

Post by Hjalti »

Ætti ekki að bæta við þetta líka

SÁEÖFÞH!
Slakaðu Á, Ekki Örvænta, Fáðu Þér Heimabrugg
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Algengum spurningum svarað

Post by Eyvindur »

Jú, þetta er auðvitað svarið við öllum spurningunum tekið saman í eina setningu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Algengum spurningum svarað

Post by Andri »

Ættum við kanski líka að íslenskara SWMBO = She who must be obeyed :|
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Algengum spurningum svarað

Post by Eyvindur »

Sú sem ber að hlýða - SSBAH
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Algengum spurningum svarað

Post by Eyvindur »

Já, og fyrir þá sem eru í þannig hjónabandi er það Sú sem ber að hýða.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Algengum spurningum svarað

Post by halldor »

hehe
Plimmó Brugghús
arngrimurv
Villigerill
Posts: 2
Joined: 14. May 2009 23:59

Re: Algengum spurningum svarað

Post by arngrimurv »

Sælt veri fólkið.

Ég er nýbyrjaður að brugga bjór og þægi öll góð ráð. Ég bið ykkur að afsaka ef ég pósta þessu á vitlausan þráð, en mér sýnist í fljótu bragði að þið séuð að brugga bjór alveg frá grunni. Ég er hinsvegar bara í þessum pakkaleðjubjór úr Ámunni.

Svo ég spyr bara áður en ég fer með fyrirspurnartímann nokkuð lengra hvort þið getið veitt mér nokkur ráð þar um. Til að mynda var töluvert gerbragð af fyrsta upplaginu mínu og sumum sem smökkuðu af því fannst bjórinn súr. Fyrsta spurningin mín væri því einfaldlega þessi: hvað get ég gert, miðað við þá vöru sem ég nota, til að tryggja að drykkurinn verði boðlegur öðrum en þeim sem sætta sig við hvað sem er.

Með bestu kveðjum
Arngrímur
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Algengum spurningum svarað

Post by Eyvindur »

Súra bragðið stafar af sykrinum sem þú bætir í. Ég held að það sé erfitt að gera mjög góðan bjór með þessum dósum, en eitt ráð til þess væri að kaupa tvær dósir í stað þess að bæta við sykri. Annað væri að nota hreint maltextract í stað sykurs (fæst í apótekum). Ég held að ég geti hins vegar lofað þér að nema þú farir út í mikla tilraunastarfsemi verði útkoman af þessum dósum aldrei neitt meira en meðalgóð.

Hvað gerbragðið varðar dettur mér tvennt í hug. Í fyrsta lagi getur það gerst ef hitastigið við gerjunina er of hátt. Í öðru lagi gæti verið að þú hellir of skart, og leyfir botnfallinu að fara ofan í glasið...

Vertu annars velkominn á spjallið og í áhugamálið.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Algengum spurningum svarað

Post by Andri »

arngrimurv wrote:Sælt veri fólkið.

Ég er nýbyrjaður að brugga bjór og þægi öll góð ráð. Ég bið ykkur að afsaka ef ég pósta þessu á vitlausan þráð, en mér sýnist í fljótu bragði að þið séuð að brugga bjór alveg frá grunni. Ég er hinsvegar bara í þessum pakkaleðjubjór úr Ámunni.

Svo ég spyr bara áður en ég fer með fyrirspurnartímann nokkuð lengra hvort þið getið veitt mér nokkur ráð þar um. Til að mynda var töluvert gerbragð af fyrsta upplaginu mínu og sumum sem smökkuðu af því fannst bjórinn súr. Fyrsta spurningin mín væri því einfaldlega þessi: hvað get ég gert, miðað við þá vöru sem ég nota, til að tryggja að drykkurinn verði boðlegur öðrum en þeim sem sætta sig við hvað sem er.

Með bestu kveðjum
Arngrímur
Hvernig kit keyptirðu þér? Ég hef smá reynslu af þessum lager kittum frá þeim, þeir hafa ekki beint heppnast vel en voru þó drykkjanlegir. Ég held að þetta súra bragð hefur stafað af viðbættum sykri og hitastigi, lager bjór þarf að lagerast í minna hitastigi en stendur á leiðbeiningum.. það er ekki 20°C eins og stendur þarna.. það er bara geðveiki.
Það þarf eiginlega kæli með thermostati til að halda þessu nógu köldu og ég veit ekki hvort gerið sem fylgir þessum pökkum höndli þennann kulda.
Það er auðveldara að finna eitthvað að lager bjór heldur en öðrum bjór ef það er eitthvað að honum þannig að þú gætir kanski prufað eitthvað annað kit ef þú nennir ekki að fjárfesta í thermostati (kostar eitthvað um 10-12 þús hjá danfoss)
Ég er að pæla í að kaupa kanski eitthvað kit til að gera öl hjá ámunni á morgun og sjá hvernig það heppnast.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
nIceguy
Kraftagerill
Posts: 117
Joined: 12. May 2009 05:23
Location: Århus Danmark
Contact:

Re: Algengum spurningum svarað

Post by nIceguy »

er ekki bara sniðugast að byrja í extract bruggun, það er svo lítill aukabúnaður við kittin þannig séð. Ég er bara með tvær gerjunarfötur og stóran suðupott. Jú svo þetta dót til að millifæra og tappa á flöskur og annað sem þarf hvort eð er.
Bjórnörd med meiru.
Eftirfarandi sanna mál mitt:
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - Bjór á Íslandi
http://www.bjorbok.net" onclick="window.open(this.href);return false; - bjórsíðan mín
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - bruggsíðan mín
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Algengum spurningum svarað

Post by Hjalti »

Það kemur samt ekki mikill Lager út úr svoleiðis aðstæðu, bjórinn verður þá rosalega "Fruity" og jafnvel Súr....

held að ef þú ætlar að búa til lager þá er fyrsta regla. Hafðu einhverskonar kæliaðstöðu. Ég lærði það the hard way... Lagerinn minn er mjög fyndinn á bragðið :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
arngrimurv
Villigerill
Posts: 2
Joined: 14. May 2009 23:59

Re: Algengum spurningum svarað

Post by arngrimurv »

Kærar þakkir fyrir góð svör!

@ Eyvindur
Súra bragðið stafar af sykrinum sem þú bætir í. Ég held að það sé erfitt að gera mjög góðan bjór með þessum dósum, en eitt ráð til þess væri að kaupa tvær dósir í stað þess að bæta við sykri. Annað væri að nota hreint maltextract í stað sykurs (fæst í apótekum).
Eins og ég gerði þetta síðast þá dembdi ég kíló af strásykri - sem mér var síðar sagt að væri vafasöm hugmynd - ofan í sullið strax í upphafi. Svo þegar ég fleytti yfir á aðra ámu bætti ég við 140 gr. af strásykri í glundrið áður en ég tappaði því yfir á flöskur, svo það myndi freyða. Áttu þá við að nota tvær dósir í stað sykurs yfirleitt eða bara í stað þessa kílós sem ég setti í upphafi?

@ Andri
Hvernig kit keyptirðu þér?
Ég keypti mér Coopers Draught.
Það þarf eiginlega kæli með thermostati til að halda þessu nógu köldu og ég veit ekki hvort gerið sem fylgir þessum pökkum höndli þennann kulda.
Ef ég fengi mér svona kæli, veistu þá hvar ég fengi ger sem þyldi kuldann?
Það er auðveldara að finna eitthvað að lager bjór heldur en öðrum bjór ef það er eitthvað að honum þannig að þú gætir kanski prufað eitthvað annað kit ef þú nennir ekki að fjárfesta í thermostati (kostar eitthvað um 10-12 þús hjá danfoss)
Ég er að pæla í að kaupa kanski eitthvað kit til að gera öl hjá ámunni á morgun og sjá hvernig það heppnast.
Ég keypti mér einmitt Coopers Ale í þetta skiptið. Náunginn í Ámunni sagði að það væri það besta sem hann ætti og að enginn hefði nokkru sinni haft annað en gott um það að segja. Svo ákvað ég að prófa kornsykur í stað strásykurs. Hafið þið reynslu af honum? Ef sykurinn gengur alls ekki ætla ég að fara að ráðum Eyvindar og prófa maltextrakt. Eins og ég sagði er ég svo nýbyrjaður í þessu að ég þigg öll ráð sem þið hafið.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Algengum spurningum svarað

Post by Hjalti »

Ef þú villt prufa eintóm síróp úr ámunni þá myndi ég skoða það að setja 2 síróps dósir í stað 1 síróps og 1 sykur uppskrift... ég held að það verði einfaldlega betri bjór úr því....
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Algengum spurningum svarað

Post by Eyvindur »

Tek undir það hjá Hjalta. Gættu þess þó að nota ekki tvær dósir af stout - það verður of sterkt brennt bragð af því.

Þú skiptir ekki út sykrinum þegar þú setur á flöskur. Þú gætir gert það, en þá þarftu reyndar að reikna það öðruvísi út. En ég myndi bara nota þrúgusykur í það.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Arnor
Villigerill
Posts: 8
Joined: 1. Jun 2009 21:11

Re: Algengum spurningum svarað

Post by Arnor »

Svona sem byrjandi er ég með spurningar sem væri gaman að fá svör við.

Hver eru megininnihaldsefnin í basic extract bjórgerð?
Hver eru megináhöldin sem þarf til basic extract bjórgerðar?

Mér dettur örugglega eitthvað fleira í hug seinna.
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Re: Algengum spurningum svarað

Post by Öli »

Gerbragðið hverfur senninlega með tímanum. Ef þú átt flöskur eftir, prófaðu að geyma hana í 3 mánuði. Mundu eftir að hella varlega og skilja botnfallið eftir.
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Re: Algengum spurningum svarað

Post by Öli »

Eftir að umræður hafa farið fram er kjörið að setja útkomuna á edda.fagun.is ;)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Algengum spurningum svarað

Post by Eyvindur »

Arnor wrote:Hver eru megininnihaldsefnin í basic extract bjórgerð?
Hver eru megináhöldin sem þarf til basic extract bjórgerðar?
Í stuttu máli...

Með extract geri ég ráð fyrir að þú eigir ekki við sírópsdósir á borð við Cooper's, sem eru vanalega talin töluvert síðri en það sem ég tala um sem extract...

Hráefnið sem notað er í einfalda, extract bjórgerð eru vanalega maltextract (mismunandi tegundir eftir því hvernig bjór þú ert að gera), korn sem lagt er í bleyti í hálfgerðum tepoka, humlar og ger. Í stuttu máli leggurðu kornið í bleyti við ákveðið hitastig í ákveðinn tíma, tekur það svo upp úr og bætir extractinu út í, lætur koma upp suðu og sýður í klukkutíma (vanalega), og bætir við humlum eftir leiðbeiningum. Svo kælirðu virtinn niður eins hratt og þú getur og setur yfir í gerjunarílát, hristir og skekur eins og þú getur til að fá súrefni í virtinn og bætir gerinu út í. Þetta er sirka ferlið í hnotskurn.

Áhöldin geta verið allt frá bara því allra nauðsynlegasta og upp í ótrúlegustu hluti, en svo við förum yfir það sem maður VERÐUR að hafa...
Þú þarft gerjunarílát, helst tvö (plastfötur, glerkúta eða bæði). Þú þarft pott, helst sem stærstan - stærðin skiptir ekki öllu máli í extract bjórgerð, en hann ætti þó aldrei að vera minni en 10-12 lítrar. Þú þarft eitthvað til að fleyta vökvanum á milli íláta og í flöskur - Autosiphon er eiginlega það eina í stöðunni. Svo þarftu auðvitað flöskur - tæplega 60 33cl flöskur fyrir einn 19 lítra skammt. Eins þarftu átappara og tappa. Flöskurnar ættirðu nú að geta nálgast án teljandi kostnaðar (mér hefur gengið vel að sníkja á börum), en tappana þarftu að kaupa, og auðvitað átapparann...

Ofantalið er það sem þú getur ekki verið án. En auk þess er ýmislegt sem er hálfnauðsynlegt. Þar á meðal er sykurflotvog (hydrometer), til að mæla þéttleika virtisins (specific gravity) og geta þar með séð hvernig gerjunin er stödd og áfengismagnið í bjórnum að lokum. Svo er mjög gott að vera með vínþjóf, eða jafnvel stóra sprautu og tilraunaglas, til að geta notað til að taka sýni og mæla með flotvoginni - svo maður þurfi ekki að setja flotvogina ofan í plastfötuna (þú getur það auðvitað ekki með glerkút, því þá fengirðu flotvogina þína aldrei aftur, allavega ekki í heilu lagi).

Þetta er nú það helsta sem ég man eftir... Ef ég er að gleyma einhverju getur eflaust einhver annar bent á það...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Algengum spurningum svarað

Post by sigurjon »

Halló fallega fólk.

Ég er kannske að stressa mig upp að óþörfu, en ég setti gerið í nýju, fínu IPA-virtina mína á fimmtudagsmorgni og þegar ég kom heim síðdegis var farið að bobbla hressilega. Svo þegar ég kom heim síðdegis á föstudeginum var bobblið orðið bæði mjög lítið og stopult (líður u.þ.b. mínúta milli bobbla) og hefur verið þannig síðan (var síðasta föstudag).

Getur verið að eitthvað sé að? Hvað er eðlilegt að þetta bobbli lengi og hratt? Er óhætt að bæta t.d. smá bökunargeri (þurrgeri) út í? Er máski kominn tími til að skella þessu á glerkútinn? Að lokum: Hvað á sykurflotvogin að sýna þegar a) flytja á virtina yfir á 2. gerjunarílát (glerkútinn) og svo b) þegar sett er á flöskur?

Kærar kveðjur, Sjonni
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Algengum spurningum svarað

Post by Stulli »

sigurjon wrote: Getur verið að eitthvað sé að? Hvað er eðlilegt að þetta bobbli lengi og hratt? Er óhætt að bæta t.d. smá bökunargeri (þurrgeri) út í? Er máski kominn tími til að skella þessu á glerkútinn? Að lokum: Hvað á sykurflotvogin að sýna þegar a) flytja á virtina yfir á 2. gerjunarílát (glerkútinn) og svo b) þegar sett er á flöskur?
Gerjunin er líklegast barasta að verða búin. Því hlýrra sem að hitastigið er, því fljótari er gerjunin (því fleiri esterar og önnur efni reyndar líka). Það er ekki hægt að segja nákvæmlega hvenær á að fleyta yfir eða setja á flöskur eftir flotvogsmælingar nema að þú framkvæmir svokallað "forced attenuation" próf. Best er bara að fleyta yfir í secondary þegar að gerjunin byrjar að hægja á sér. Svo er best að taka flotvogsmælingu með tveggja daga millibili áður en að sett er á flöskur og ef að mælingin er sú sama er bjórinn fullgerjaður og má setja á flöskur.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Algengum spurningum svarað

Post by sigurjon »

Þakka þér fyrir Stulli.

Hitastigið í herberginu er u.þ.b. 21°C. Ég fer í það á morgun að setja þetta í glerkútinn.

Ef ég skil þetta rétt, þá er því lægri staða á sykurflotvoginni, því áfengari bjór. Er einhver önnur mæling á því hve áfengur bjórinn er? Er hægt að komast að því nákvæmlega?

Það mætti kannske nefna í lokin að það er hugsanlegt að það hafi kólnað nokkuð í herberginu og svo hitnað aftur... Ef ég skil gersveppinn rétt, er honum ekkert vel við hitabreytingar. Lái honum hver sem vill!

Skál!
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Algengum spurningum svarað

Post by arnilong »

sigurjon wrote:Þakka þér fyrir Stulli.

Hitastigið í herberginu er u.þ.b. 21°C. Ég fer í það á morgun að setja þetta í glerkútinn.

Ef ég skil þetta rétt, þá er því lægri staða á sykurflotvoginni, því áfengari bjór. Er einhver önnur mæling á því hve áfengur bjórinn er? Er hægt að komast að því nákvæmlega?

Það mætti kannske nefna í lokin að það er hugsanlegt að það hafi kólnað nokkuð í herberginu og svo hitnað aftur... Ef ég skil gersveppinn rétt, er honum ekkert vel við hitabreytingar. Lái honum hver sem vill!

Skál!

Svona reiknarðu áfengisprósentuna:

%ABV = (OG – FG)/7.46

dæmi: (1064-1010)/7.46=6.3%
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Algengum spurningum svarað

Post by sigurjon »

Takk fyrir það Árni.
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
Óðinn
Villigerill
Posts: 1
Joined: 21. Jul 2009 21:07

Re: Algengum spurningum svarað

Post by Óðinn »

Er glænýr hér á þessari fínu síðu. Er nýgræðingur í bjórgerð en áhugamaður um drykkinn. Langar að forvitnast hvort einhver ykkar sem hafið góða reynslu af t.d. all grain búið á Austurlandi. Hefði gjarnan viljað fá að heimsækja einhvern til að hjálpa mér að fara yfir helstu atriðin í bjórgerðinni og fá upplýsingar um tækjabúnaðinn. Ef einhver ykkar sem komin eruð upp á lagið með þetta búið nálægt mið-Austurlandi og eruð til í að miðla mér af reynslu ykkar, þá þætti mér frábært ef þið hefðuð samband.

Kveðja,

Óðinn
Post Reply