BIAB skolun , nýtni

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Bjarki
Kraftagerill
Posts: 78
Joined: 15. Dec 2009 16:17

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by Bjarki »

Langar til að prófa þessa aðferð keypti nokkra metra af líni (hör) í síðasta Vouge túr. Er að velta fyrir mér hvort það sé hugsanlega of þétt. Veit einhver ?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by hrafnkell »

Bjarki wrote:Langar til að prófa þessa aðferð keypti nokkra metra af líni (hör) í síðasta Vouge túr. Er að velta fyrir mér hvort það sé hugsanlega of þétt. Veit einhver ?
Er hör ekki svipað og bómull, s.s. ekki gerviefni? Og þá væntanlega sömu vandamál sem fylgja því og að nota bómull.

Ég keypti mitt efni í rúmfatalagernum, það er ansi fínt. Erfitt að lýsa því samt, þú þarft helst að sjá svona hjá einhverjum til að vita hvað við erum að tala um :)
ElliV
Villigerill
Posts: 33
Joined: 4. Sep 2009 23:15

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by ElliV »

Varðandi stærð á potti mundi ég segja að það væri þægilegt en kannski ekki nauðsynlegt að potturinn taki tvöfalt það magn sem á að fara í gerjun.
Það er alveg hægt að komast af með minni pott t.d. er ég með 21L pott og síðast fór 20L í gerjunarfötuna en þá þarf maður að skola til að fylla pottinn hafa virtinn sterkann (var 1.080) og þynna svo á eftir (fór í 1.052)
En einfaldleikinn við BIAB er alveg floginn út um gluggann ef maður gerir þetta svona, langaði bara að prófa hvort þetta væri hægt.
Vanalega er ég að gera 10-15L í þessum potti og næ bara að prófa fleiri uppskriftir :-)
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by karlp »

so, will any of you BIAB gentlemen, who have sewing machines, sell me a bag?

Also, how are you cleaning them? I used to use cotton mesh bags for partial mash, but I always threw them out and used new ones. I tried the washing machine, but it never got all the bits of grain out, and I wasn't a fan of having old crunchy bits of grain lining the bag all the time.
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by sigurdur »

karlp wrote:so, will any of you BIAB gentlemen, who have sewing machines, sell me a bag?

Also, how are you cleaning them? I used to use cotton mesh bags for partial mash, but I always threw them out and used new ones. I tried the washing machine, but it never got all the bits of grain out, and I wasn't a fan of having old crunchy bits of grain lining the bag all the time.
Kauptu bara efni í þetta og kíktu í heimsókn eitthvert kvöldið, við saumum þá poka saman.

Ég skola pokann minn með vatni(tekur smá stund) og þurrka hann svo. Þegar pokinn og kornið er þurrt daginn eftir, þá hristi ég restina af korninu úr ef það var eitthvað eftir.
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by Sleipnir »

Eru menn eitthvað á móti bómullarpokum, hverjir eru mínusarnir? Notaði svoleiðis síðast og það var allt í lagi, er eitthvað að fara framhjá mér?
User avatar
OliI
Kraftagerill
Posts: 70
Joined: 28. Aug 2010 10:42

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by OliI »

Ég spyr þess sama. Ég hef notað bómullargrisju og saumað fyrir endann. Reyndar ekki í BÍP (Brugg Í Poka) heldur klætt meskikerið að innan með pokanum í tilraunaskyni, m.a. til að eiga auðvelda undankomu ef ég skyldi lenda í stíflu í ævintýrum mínum (sem hefur ekki orðið). Mér finnst síunin verða léttari, ég er í ca 80-85% landinu með nýtni og þetta einfaldar þrifin aðeins.
Eru menn kannski með þéttofin koddaver og lök í huga þegar bómull ber á góma?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by hrafnkell »

Bómull er lífræn og brotnar niður og á það til að fúlna (rotna) fljótt, jafnvel eftir bara 1-2 skipti. Það er líka auðveldara að þrífa gerviefni. Getur prófað að googla cotton biab og fengið fleiri ástæður :)

Auðvitað hægt að láta það virka, en það borgar sig að gera þetta bara "rétt" strax, kostnaðurinn við pokann er það lítill að maður ætti ekki að setja það fyrir sig.
User avatar
OliI
Kraftagerill
Posts: 70
Joined: 28. Aug 2010 10:42

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by OliI »

Ég er nú með allar mínar tuskur heima úr bómull og sumar orðnar ærið gamlar og lítið farið að bera á rotnun. Bómull þolir líka harkalega meðfers s.s. suðu, óhreinindi og klór sbr. kúkableyjur. Bómullargrisja er nú hvorki flókið né dýrt fyrirbrigði heldur, allsstaðar til og ljómandi gisin, hversu lengi sem hún nú endist, ég á náttúrulega eftir að komast betur að því.
Ég fór að þínum ráðum Hrafnkell og googlaði „brewing cotton biab“, yfirleitt minnst á „pillowcase" og „shopping bag" í sömu andrá, þ.e. þéttleikavandamál fremur en efnið sjálft.
Gera þetta „rétt“ strax? Er nú eitthvað eitt orðið rétt?
Að lokum - ég er ekki að mótmæla því að gerviefnin hafi sína kosti - og sennilega yfirburði í samanburði við náttúruleg efni. - Held þú hafir mikið til þíns máls þar, ég vil bara að benda á að grisjupokar geta virkað líka, eru auk þess ódýrir og aðgengilegir - ég tala nú ekki um fyrir þá sem vinna á verkstæði. Fyrir suma gæti það verið einfaldasta fyrsta skref í pokabruggerí.
En ég er líka haldinn tilraunasýki á hæsta stigi, kannski ekki alveg að marka mig...
Last edited by OliI on 19. Dec 2010 22:46, edited 1 time in total.
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by Sleipnir »

Ég er nú bara að byrja í þessu, notaði grisju einsog er sett utanum skrokka eftir slátrun því ég hef aðgang að því, henti grisjunni eftir notkun. Veit að það er hægt að kaupa þetta á rúllum.
Þetta er vel gegndræpt efni og hundsterkt, nota þetta trúlega aftur ef það er ekkert neikvætt við þetta.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by Oli »

OliI wrote:Ég er nú með allar mínar tuskur heima úr bómull og sumar orðnar ærið gamlar og lítið farið að bera á rotnun. Bómull þolir líka harkalega meðfers s.s. suðu, óhreinindi og klór sbr. kúkableyjur. Bómullargrisja er nú hvorki flókið né dýrt fyrirbrigði heldur, allsstaðar til og ljómandi gisin, hversu lengi sem hún nú endist, ég á náttúrulega eftir að komast betur að því.
Ég fór að þínum ráðum Hrafnkell og googlaði „brewing cotton biab“, yfirleitt minnst á „pillowcase" og „shopping bag" í sömu andrá, þ.e. þéttleikavandamál fremur en efnið sjálft.
Gera þetta „rétt“ strax? Er nú eitthvað eitt orðið rétt?
Að lokum - ég er ekki að mótmæla því að gerviefnin hafi sína kosti - og sennilega yfirburði í samanburði við náttúruleg efni. - Held þú hafir mikið til þíns máls þar, ég vil bara að benda á að grisjupokar geta virkað líka, eru auk þess ódýrir og aðgengilegir - ég tala nú ekki um fyrir þá sem vinna á verkstæði. Fyrir suma gæti það verið einfaldasta fyrsta skref í pokabruggerí.
En ég er líka haldinn tilraunasýki á hæsta stigi, kannski ekki alveg að marka mig...
Ef þetta virkar þá er ekkert að því að nota það.
Það er ekkert eitt "rétt" í þessum málum
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by hrafnkell »

Það var ástæða fyrir því að ég setti rétt í gæsalappir - Gerviefni eru algengari í þessu og fleiri notað það með góðum árangri.

En þú gerir auðvitað það sem fleytir þínum báti. Ég skoðaði þetta þegar ég var að sauma minn poka og fannst eina vitið að gera hann úr gerviefni. Það kostar ekki meira og er meira "inert" - s.s. lekur ekkert úr eða losnar af efninu í meskingu. Einnig auðveldara að þrífa vegna þess að polyester þráður er bara einn þráður með eitt yfirborð (einstrendingar?) á meðan bómull er gert úr helling af stuttum þráðum, þeas einn þráður er í raun margir þræðir, og mikið sem getur farið á milli þráðanna (þvottaefni, bakteríur og önnur óhreinandi). Fyrir mér var allavega augljóst að nota gerviefni.
User avatar
bjarni
Villigerill
Posts: 23
Joined: 11. May 2010 23:57

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by bjarni »

Sleipnir wrote:Ég er nú bara að byrja í þessu, notaði grisju einsog er sett utanum skrokka eftir slátrun því ég hef aðgang að því, henti grisjunni eftir notkun. Veit að það er hægt að kaupa þetta á rúllum.
Þetta er vel gegndræpt efni og hundsterkt, nota þetta trúlega aftur ef það er ekkert neikvætt við þetta.
Ég var einmitt að spöglera í að nota svona.
Mér fannst hugmyndin um að nota plastefni í matargerð bara ekki aðlaðandi. Bjór gerir mann víst nógu kvenlegan samt.
Hvernig gekk þetta? Ég skoðaði í poulsen (bílavarahlutir) þar er hægt að kaupa rúllur af þessu, þetta er notað til að bóna bíla, en ég var hræddur um að möskvinn væri of víður, þannig að hann myndi hleypa of miklu gruggi í gegn. Er það bara vitleysa í mér?
Þetta er það ódýrt að maður getur búið til nýjann poka í hvert skipti með því að hnýta hnút neðst. Svo get ég notað þetta utan um hangilæri utan vetrartíma (svo flugurnar komist ekki að).
Fyrirhugað: All verulega al íslenskur all grain gruit með vallhumal og mjaðurt.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Fíflavín.
Á flöskum: Krækiberjavín.
Bruggað: 80l.
Beint á safnhauginn: Fífla- og njólarótabjór (bjakk)
User avatar
OliI
Kraftagerill
Posts: 70
Joined: 28. Aug 2010 10:42

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by OliI »

Ég sé Sleipnir er seinn til svara svo ég verð að segja að fyrir mína parta hef ég ekki prófað BIAB en nota svona grisju í meskikerið, hnýti fyrir með spotta. Möskvinn er ekkert of víður, þú getur verið óhræddur þessvegna.
Þú mátt gjarna pósta reynslusögu eftir æfinguna hér á spjallið.
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by Sleipnir »

Ok.
Setti í APA 22/11, tappaði 12/12, fyrsta lögun svona all grain. Notaði bómullargrisju sem mér fannst virka vel nema það hefði mátt vera minna um fínar agnir, er með aðra lögun í gangi og notaði grisju aftur. Ætla að renna henni í gegnum fína síu í lokin.
Ég hendi grisjunum eftir notkun, ætla aðverða mér útum meskipoka gera samanburð. Líst best á þá sem ég er að sjá á þessum vefverslunum.
Nýtingin var 76% en ég gerði reyndar þau mistök í byrjun að ég reiknaði ekki með nógu miklu vatni í kornupptöku boil size var því minni en hefði átt að vera. Veit ekki hvort það skiptir máli.
OG 1050, FG 1008.
Annars bragðaðist bjórinn vel, (síðasta smökkunvar í kvöld), öllum líkar vel sem hafa smakkað og meira að segja konunni er farið að líka hann.
Samt var munur frá smakki 19/12 þar sem ég fann áberandi brauðbragð í kvöld þar sem það hafði dofnað og mildara og betra bjórbragð var að koma inn. Kannski eru það humlarnir, er enn að reyna að átta mig hvar þeir koma inn.
Kv.
S.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by kristfin »

þú skalt ekkert vera að sía bjórinn í eftir gerjun. þetta fellur, ef ekki í gerjuninni, þá í flöskunum.

en mér finnst skrítið prinsipp með þessar bómullargrisjur. þær eru fínar fyrir lambaskrokka og bílabónun, en ekki í BIAB. lifandi efni eins og bómull drekkur í sig virtinn, síðan myglar þetta og úldnar á milli brugganna og þó þú sótthreinsir þetta með suðu, þá er þetta ekki til að bæta bragðið.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
bjarni
Villigerill
Posts: 23
Joined: 11. May 2010 23:57

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by bjarni »

Þessar skrokka-bómmullargrisjur eru það ódýrar að maður myndi henda þeim eftir eina notkun, mjög auðvelt að binda hnút á endann og vera kominn með poka, allur saumaskapur óþarfur :vindill:

En að því sögðu þá fór ég í Vogue í fyrradag og keypti mér Voille, þetta er billegt þannig séð, rúmlega 2000 kr/m, efnið er 3 metrar á breidd þannig að einn meter er nóg í tvo poka fyrir 60 L síldartunnur.

Þær kalla þetta vó-al.
Fyrirhugað: All verulega al íslenskur all grain gruit með vallhumal og mjaðurt.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Fíflavín.
Á flöskum: Krækiberjavín.
Bruggað: 80l.
Beint á safnhauginn: Fífla- og njólarótabjór (bjakk)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by hrafnkell »

Efnið sem ég hef verið að nota úr rúmfatalagernum kostar vel undir 1000kr metrinn (~750kr minnir mig), og er amk 2ja metra breitt. Það hefur reynst vel í nokkrar BIAB brugganir so far og ég veit að fleiri eru að nota það með góðum árangri.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by kristfin »

ég keypti efni á 199 krónur meterinn x 150 cm á breidd í rfl. held það sé sama efnið og siggi er að nota. ég keypti mér 10 metra þannig að ég er safe fyrir lífstíð
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Erlendur
Villigerill
Posts: 40
Joined: 8. Jan 2010 09:03

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by Erlendur »

Hvernig haldið þið pokanum frá elementunum, eða skiptir kannski ekki máli þau hann snerti þau?

Þið sem hafið saumað poka, hvernig hafið þið útfært hann?
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by Oli »

Erlendur wrote: Þið sem hafið saumað poka, hvernig hafið þið útfært hann?
Það hefur reynst mér vel að hafa op á öðrum endanum ;)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by kristfin »

gott að hafa lok á hinum endanum. jafnvel í smá spíss, svo að það leki um miðsvæðið þegar þú hengir pokann upp yfir pottinum. ef hann er alveg ferkanntaður þá lekur allt út um hornin að neðan og getur orðið subbulegt
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by Sleipnir »

Ein hraðaspurning, hvað heitir þetta efni í rúmfatalagernum?
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by Örvar »

Sleipnir wrote:Ein hraðaspurning, hvað heitir þetta efni í rúmfatalagernum?
Efnið heitir Organsa eða eitthvað í þá áttina
Silenus
Villigerill
Posts: 42
Joined: 14. Sep 2010 08:58

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by Silenus »

Örvar wrote:
Sleipnir wrote:Ein hraðaspurning, hvað heitir þetta efni í rúmfatalagernum?
Efnið heitir Organsa eða eitthvað í þá áttina
Æ hvað það væri nú gaman að fá mynd(ir) af efninu og svo fullbúnum poka :)

Hreiðar.
kk, HJ
Post Reply