WC-barki í meskikeri

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Diazepam
Villigerill
Posts: 38
Joined: 9. Mar 2010 13:54
Location: Hafnarfjörður

WC-barki í meskikeri

Post by Diazepam »

Ég hef verið að nota kælibox sem meskiker með WC-barka og plastslöngu. Tók svörtu slönguna innan úr WC-barkanum og tengdi slöngu inn í kæliboxið. Tengdi saman með hosuklemmu þannig að þetta var alveg þétt. Mér finnst meskingin heppnast í grundvallaratriðum vel. Góð hita einangrun og allt það.

Ég hef hins vegar smá áhyggjur af því hvað það rennur alltaf hratt úr því þegar ég safna virti, hvort að síunin með WC-barkanum sé of gróf . Mér finnst eins og ég sé að fá mikið hveiti í gegn og efast stundum um að ég sé að fá jafn tæran virt og hægt er að fá. Ég hef aldrei lent í neinu sem heitir "stuck-sparge" og aldrei lent í neinu blódjobbi eins og það var einhversstaðar kallað. Ekki það að ég sé að óska eftir því en mér finnst það svolítið dularfullt hvað þetta gengur vel.

Því datt mér í hug að leita til ykkar með það hvort þið séuð sammála mér með að þetta sé dularfullt. Hvort að einhver hafi bætt síunina með WC-barkanum á einhvern hátt.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: WC-barki í meskikeri

Post by kristfin »

Diazepam wrote:aldrei lent í neinu blódjobbi eins og það var einhversstaðar kallað. Ekki það að ég sé að óska eftir því en mér finnst það svolítið dularfullt
þetta er hið furðulegasta mál.

ertu nógu duglegur að bíða eftir því að "grain bed" leggist niður áður en hleypir af. síðan líka að hleypa af ofurvarlega og smá auka hraðann.

ég er yfirleitt að taka svona 2 lítra grugguga og síðan frekar tært. það er hinsvegar allavegana hversu tært það er. ég er hættur að stressa mig á því. ég enda með tæran og fínan bjór. skál
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
ElliV
Villigerill
Posts: 33
Joined: 4. Sep 2009 23:15

Re: WC-barki í meskikeri

Post by ElliV »

Prufaðu að hægja á rennslinu, ef þú ert ekki með krana geturu bara sett brot á slönguna eða kramið hana saman einhvernveginn. Ef rennur mjög hratt færðu alltaf grugg.
User avatar
Diazepam
Villigerill
Posts: 38
Joined: 9. Mar 2010 13:54
Location: Hafnarfjörður

Re: WC-barki í meskikeri

Post by Diazepam »

Ég hef alltaf tekið 3-4 lítra í hringrás áður en ég byrja að safna, bæði fyrstu portion og svo í sparge. En ég er kannski ekki að bíða nægjanlega lengi til að það setjist fullkomnlega á milli. Kannski er það bara skýringin, það sé of mikið rót á "grain-bedinu" þegar ég læt renna af.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: WC-barki í meskikeri

Post by gunnarolis »

Mér finnst blówdjobbið vera það besta við meskingua.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: WC-barki í meskikeri

Post by anton »

gunnarolis wrote:Mér finnst blówdjobbið vera það besta við meskingua.
já... en maður vill síður þurfa að gera það sjálfur, Betra ef einhverjir aðrir lenda í að framkvæma þótt maður fái svo [síðar] að njóta afurðana og unaðarins [í glasi]
Post Reply