Chocolate

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Chocolate

Post by Idle »

Rak glyrnurnar í þennan í Heiðrúnu. Stát frá brugghúsinu Meantime í Bretlandi.

Dökkbrúnn, lítill haus. Ilmar af súkkulaði og bragðast eins og súkkulaði með örlítið ristuðum tónum. Frekar léttur og e. t. v. aðeins of kolsýrður.

Ágætis öl. Hefði þó gjarnan viljað hafa hann svolítið þéttari og minna kolsýrðan.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Chocolate

Post by Classic »

Datt niður á þennan í Kringlunni áðan. Súkkulaði og mikið af því í nefi. Súkkulaði, malt og vottur af kaffi í munni, en lítið af humlum. Lítill haus, enda væri það ekki í takt við stílinn held ég, en flott "lacing", ekki frá því að ég gæti talið sopana hefði ég farið aðeins varlegar með glasið. Ekki alveg minn tebolli, en fínasti drykkur fyrir því, en ég sé mig samt ekki kaupa hann aftur, í það minnsta ekki mikið af honum, og hjálpar verðmiðinn alls ekki til þar, þótt hann sé örugglega vel peninganna virði fyrir þá sem fíla svona bjóra. Aðdáendur maltríkra og ristaðra bjóra ættu endilega að prófa.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Chocolate

Post by bergrisi »

Smakkaði þennan í gær, fann hann í Kringlunni. Mér fannst hann mjög ljúfur. Eins og sagt er á heimasíðunni þá er þetta svona desert bjór. Flottur eftir mat með konfekti. Alls ekki til að fá sér meira en einn.

Get alveg hugsað mér að kaupa hann aftur.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply