Himinglæva - lager bjór

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Himinglæva - lager bjór

Post by Andri »

Sælar, ég er hérna að brugga mjög einfaldann lager bjór, hann er nú bara úr tveim svona canadian lager extract kittum. Ég hef því miður ekki drollað mér í all grain eða partial mash ... geri það í næsta pöntunarhitting vona ég. :D
Ég keypti ger frá humle.se, þetta er wyeast "danish lager" ger. Thermostatið til að stýra kælinum er frá danfoss, en nóg um það. Næsta pöttunarhitting mun ég kaupa humla og experimenta :D Ég elska arómatíska lager bjór... *slef*
Þótt að efnin í þetta séu ekki all grain eða partial mash eins og þið kallarnir eru með þá ætla ég að nefna bjórinn þessu frábæra nafni Himinglæva, ég er að hanna logo fyrir þetta rusl núna og hlakkar að smakka þetta eftir einhverja mánuði... tjah mun örugglega stelast í hydrometer samplið.

Jæja langaði bara að koma nafninu út úr mér, þið fáið að vita meira seinna :P
Logóið er sólstafir, Himinglæva er ein af níu dætrum Ægis (sem eru taldar vera mæður Heimdalls)
Image
Ægir ásamt 9 dætrum sínum að brugga öl. (ég taldi kvensurnar og þær eru 10, ég held að ein sé ... held að hún heiti Bára eða Hröfn)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Himinglæva - lager bjór

Post by Hjalti »

Mjög cool pæling :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Himinglæva - lager bjór

Post by arnilong »

Ég sé ekki betur en að hann Ægir fái ekkert að gera í þessari ölgerð.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
Völundur
Villigerill
Posts: 18
Joined: 5. May 2009 23:58

Re: Himinglæva - lager bjór

Post by Völundur »

Þetta er mjög flott nafn finnst mér, hljómfagurt og tengingin er frábær
Post Reply