Hop Love DIPA

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Hop Love DIPA

Post by Stulli »

Jæja, þetta er annar bjóranna sem að ég lagði í síðustu helgi. Fólk hafði áhuga fyrir þessu á Bjórgerðar-síðunni á Facebook svo að ég ákvað að skella þessu hérna inn.

Forsagan er sú að ég hef aldrei lagt í Double IPA áður, sérstaklega vegna þess að ég hef aldrei tímt að sjá af svona mikið af humlum einsog þarf. Þett er einn af mínum uppáhaldsstílum og fæ aldrei nóg af DIPA-um þegar að ég er staddur í BNA. Ég var kominn með dágóðan lager af humlum þannig að það lá beinast við að leggja í einn. Ég bruggaði þennan einnig í tilefni þess að ég mun vera lærlingur hins eina og sanna Vinnie Cilurzo í Russian River Brewing Company í Santa Rosa í sumar. Honum hefur verið eignað þann heiður að hafa "fundið upp" DIPA stílinn fyrir ca15 árum síðan. Maður ætti að geta lært sitthvað um hvernig á að nota humla almennilega af þeim manni!

Jæja, uppskriftin:

41% Briess 2-row
43% Briess Vienna
5% Briess wheat
4% Briess caramel 20L
7% Demerara (hrásykur)

Einsog ég talaði um á bjórgerðarspjallinu, þá vildi ég ljósan og mjög gerjanlegan virti. Ég ákvað því að minnka O.G. úr 19P í 17P og bæta smá hrásykri við til þess að ná sem lægstum F.G. auk þess sem að ég meskjaði mjög lágt, 63C. Ég gerði ráð fyrir um 65% nýtni þar sem að ég meskjaði svona lágt og endaði í 60% eftir 90 mínútna meskingu. Ég bætti svo nægjanlegu hrásykri útí í lok suðunnar til þess að ná uppí 17P (1.070). Ég sauð virtinn í 90 mín.

Humlana byggði ég á humlauppskrift Hr. Cilurzos að Pliny the Elder sem að hann svo náðsamlega birti opinberlaga útfært fyrir heimabruggara. Þar sem að ég átti ekki allar gerðir humlanna gerði ég nokkrar breytingar.

30g Chinook 13% - 90min
30g Centennial 10%- 90min
30g Magnum 13%- 90min
30g Simcoe 13,2%- 45min
60g Amarillo 9,8%- 20min
40g Centennial 10%- 10min
60g Centennial 10%- 0min
30g Simcoe 13,2%- 0min

Fræðilega eru þetta 230 IBU!

Eftir suðu bragðaðist virtirinn svo vel að ég drakk allt flotvogssýnið 8-)

Kældi virtinn niður í 15C, þrýsti inn andrúmslofti og bætti S-05 geri við og leyfði hitastiginu smám saman að hækka og hélt því við 19C þegar að þangað var komið. Vatnslásinn hætti að búbbla eftir 96 klukkustundir og ég leyfði svo bjórnum að standa við 20C.

Tók sýni í gær. Fór úr 1.070 í 1.006! Hæstánægður með það. Alkóhólmagn 8,4%. Liturinn ljós og gruggugur (einsog ananassafi). Æðislega flókin sítrus, ananas og furu lykt og bragðið álíka magnað og ofurbeiskt.

Ætla að henda þurrhumlum útí á næstunni:

60g Amarillo
60g Centennial
60g Simcoe

Leyfa þurrhumlunum að liggja í bjórnum í 7-10 daga. (Endurnýti þurrhumlana sem beiskju humla). Crash cool. Færi svo yfir í kút, bæti etv meira centennial í kútinn, force carb, og skelli svo á kranann. Þá verður sko glatt á hjalla.
Last edited by Stulli on 10. May 2009 13:02, edited 3 times in total.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hop Love DIPA

Post by Eyvindur »

:shock:
Er hægt að fá bragðfullnægingu í gegnum augun?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Hop Love DIPA

Post by Oli »

Vá, væri til í að smakka þennan. Já og til hamingju með lærlingsstöðuna :)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Hop Love DIPA

Post by arnilong »

Þetta er ansi mögnuð uppskrift!
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Hop Love DIPA

Post by Andri »

Eyvindur wrote::shock:
Er hægt að fá bragðfullnægingu í gegnum augun?
Þetta er einmitt það sem ég var að hugsa.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
olihelgi
Villigerill
Posts: 34
Joined: 11. May 2009 21:21

Re: Hop Love DIPA

Post by olihelgi »

Vá! Verandi humlahaus þá líst mér hrikalega vel á þennan bjór.

Ég hef ekki smakkað marga DIPA í gegnum tíðina en North Bridge Extreme frá Norrebro er í sérstaklegu uppáhaldi hjá mér. Drakk hann á 31 árs afmælinu mínu í október, meiriháttar.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Hop Love DIPA

Post by Stulli »

Jæja, var að henda þurrhumlunum útí og er að kæla niður í 10C. Þá er bara að bíða...
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hop Love DIPA

Post by Eyvindur »

Langar að taka fram að þetta er besti bjór sem ég hef nokkurn tíma smakkað... Þú hefur fóðrað humlahausinn í mér, og nú verður hann gjörsamlega óseðjandi...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Hop Love DIPA

Post by ulfar »

Þessi er snilld! Langaði að spyrja hvort ég mætti búa heima hjá þér næstu vikuna en Ragga Dís var á móti því.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hop Love DIPA

Post by Eyvindur »

Ég held að konan mín verði alveg sátt við það... Ég er búinn að taka til svefnpokann, þú segir bara til, Stulli...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Hop Love DIPA

Post by arnilong »

Takk kærlega fyrir að bjóða upp á þennan Stulli, alveg fáránlega góður!
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Hop Love DIPA

Post by Andri »

Nú veit ég ekki hvernig ég á að fara að þessu... en má ég smakka bjórinn þinn, eftir öll þessi lof sem hann er að fá frá strákunum *slef*
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
olihelgi
Villigerill
Posts: 34
Joined: 11. May 2009 21:21

Re: Hop Love DIPA

Post by olihelgi »

Ég verð að komast yfir eitt eintak af þessum!

230 IBU, það er alveg passlegt.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hop Love DIPA

Post by Eyvindur »

Eftir að hafa smakkað þennan finnst mér minn IPA vera lítill væskill...

Annars sá ég uppskrift um daginn sem var samkvæmt útreikningum 450 IBU eða svo...

Reyndar er rétt að benda á að beiskja getur faktískt séð ekki farið yfir 100 IBU. Restin er bara yfirgnæfandi keimur og angan. Svona svo fólk haldi ekki að þetta sé eins og að drekka málningarþynni (enda væri það líklega frekar milt bragð við hliðina á þessum ;) ... )
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Hop Love DIPA

Post by Stulli »

Ég verð með slumberparty og það mega allir koma og gista. Munið bara eftir að koma með kodda svo að við getum farið í koddaslag þegar að kúturinn klárast :D
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hop Love DIPA

Post by Eyvindur »

Meinarðu ekki að allir berja þann sem kláraða dreggjarnar úr kútnum?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Hop Love DIPA

Post by Stulli »

:lol:
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Hop Love DIPA

Post by Andri »

Eyvindur wrote:Meinarðu ekki að allir berja þann sem kláraða dreggjarnar úr kútnum?
Hahaha
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Hop Love DIPA

Post by halldor »

Já Stulli þetta var lífsreynsla sem ég veit að mun breyta lífi mínu... soldið eins og að uppgötva klám þegar maður var lítill.

Ég myndi mæta í náttkjól í slumberpartí ef ég fengi að smakka hann aftur :)
Plimmó Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hop Love DIPA

Post by Eyvindur »

halldor wrote:Ég myndi mæta í náttkjól í slumberpartí ef ég fengi að smakka hann aftur :)
+3
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply