Page 1 of 1

Tveir fyrir humlahausana

Posted: 27. Aug 2015 00:47
by Classic
Skólinn fer hægar af stað en ég bjóst við og ég ákvað að nýta þessi óvæntu göt til að fylla sem flestar fötur til að vera góður með bjór þegar fer að vera meira að gera í haust og vetur. Henti í sitthvorn bjórinn í gær og í dag, Í báðum er ég að leika mér með hop stand og mikla síðhumlum með amerískum humlum, en þó eru talsvert ólíkir bjórar á ferð.

Í gær var Andvari getinn. Í undirskriftinni minni kalla ég hann Session IPA, en hann er jafnvel enn léttari en það sem menn vanalega setja undir þann hatt. OG endaði í 1,034, sem er nokkurn veginn það sem ég ætlaði mér. Spurningin er hvort ég hafi haldið meskingunni nógu heitri til að það verði mikil afgangs sæta eftir í honum til að feika smá body þrátt fyrir lága prósentu. Mér finnst gott að hafa IBU/Gravity hlutfallið um 1,0 þegar ég hræri í IPA og ákvað að halda því hér, er með 34 IBU á móti þessum 1,034. Á miðanum (sem er endurunninn úr fyrri tilraun til 3kommaeitthvað humlabombubjórs) kalla ég hann sumaröl, en í Brewtarget sló ég hann inn sem enskan bitter til að fá tölur til að stefna á.

Code: Select all

 Andvari - Standard/Ordinary Bitter
================================================================================
Batch Size: 21,000 L
Boil Size: 25,000 L
Boil Time: 60,000 min
Efficiency: 80%
OG: 1,032
FG: 1,006
ABV: 3,3%
Bitterness: 33,4 IBUs (Tinseth)
Color: 9 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                        Name  Type    Amount Mashed Late Yield Color
        Pale Malt (2 Row) UK Grain  2,000 kg    Yes   No   78%   3 L
  Caramel/Crystal Malt - 60L Grain 200,000 g    Yes   No   74%  60 L
          Cara-Pils/Dextrine Grain 250,000 g    Yes   No   72%   2 L
                Oats, Flaked Grain 300,000 g    Yes   No   80%   1 L
 Caramel/Crystal Malt - 120L Grain 125,000 g     No   No   72% 120 L
Total grain: 2,875 kg

Hops
================================================================================
   Name Alpha   Amount   Use       Time   Form  IBU
 Simcoe 12,7% 10,000 g  Boil 60,000 min Pellet 16,4
 Simcoe 12,7%  5,000 g  Boil 20,000 min Pellet  5,0
 Galaxy 14,6%  5,000 g  Boil 20,000 min Pellet  5,7
 Simcoe 12,7%  5,000 g  Boil 10,000 min Pellet  3,0
 Galaxy 14,6%  5,000 g  Boil 10,000 min Pellet  3,4
 Simcoe 12,7% 10,000 g  Boil    0,000 s Pellet  0,0
 Galaxy 14,6%  5,000 g  Boil    0,000 s Pellet  0,0
 Simcoe 12,7% 10,000 g Aroma    0,000 s Pellet  0,0
 Galaxy 14,6%  5,000 g Aroma    0,000 s Pellet  0,0

Misc
================================================================================
       Name   Type  Use   Amount       Time
 Irish Moss Fining Boil 5,000 mL 15,000 min

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale S-05  Ale  Dry 11,000 g Primary
Í Brewtarget setti ég 2 "0 min" viðbætur, kalla aðra boil en hina aroma, en í raun er önnur þeirra týpísk flameout viðbót, meðan hin er hopstand þar sem ég stoppaði kælinguna í um 75°C og bætti við meiri humlum. Lét svo standa í hálftíma án þess að kæla (en var samt ekkert að vanda mig við að halda hitanum heldur, svo þetta var áður en yfir lauk dottið eitthvað niður fyrir 70 gráðurnar) áður en vatni var aftur hleypt á kælinguna.

Image

Í dag var ég kominn heim snemma og með frí á morgun svo ég rauk af stað í algjörlega óplanað brugg. Ákvað einfaldlega að búa til bjór og nota í hann restina af öllu grunnmalti og humlum úr eldhúsinu. Hljómar svakalegt, en ég er yfirleitt nægjusamur í innkaupum og stunda það nokkuð reglulega að hreinsa út, svo þetta voru ekki nema fimmkommaeitthvað kíló af pale ale og 150g af humlum, kryddað með vænum slatta að karamellumalti. Hérna var ég ekkert að þykjst setja hop stand inn í forritið, það sem þarna er slegið inn sem ein viðbót í flameout var í raun skipt í tvennt, helming í flameout og helming í hop stand. Einnig er (ekki viljandi, Brewtarget virðist bara ekkert hafa áhuga a að segja frá því þegar uppskriftin er afrituð) ósýnilegt í uppskriftinni að ég bætti við 1,5l af vatni eftir suðuna. Ég fékk mjög óvænt 80% nýtni og ákvað að mig langaði frekar í meiri bjór en sterkari bjór og þynnti því niður í fyrirfram planað OG.

Code: Select all

 Frjadagur - American IPA
================================================================================
Batch Size: 22,500 L
Boil Size: 25,000 L
Boil Time: 60,000 min
Efficiency: 80%
OG: 1,064
FG: 1,016
ABV: 6,3%
Bitterness: 57,0 IBUs (Tinseth)
Color: 12 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                        Name  Type    Amount Mashed Late Yield Color
   Weyermann - Pale Ale Malt Grain  5,600 kg    Yes   No   80%   3 L
          Cara-Pils/Dextrine Grain 200,000 g    Yes   No   72%   2 L
  Caramel/Crystal Malt - 60L Grain 200,000 g    Yes   No   74%  60 L
 Caramel/Crystal Malt - 120L Grain 200,000 g    Yes   No   72% 120 L
Total grain: 6,200 kg

Hops
================================================================================
    Name Alpha   Amount        Use       Time   Form  IBU
  Simcoe 12,7% 10,000 g First Wort 60,000 min Pellet 12,6
 Cascade  9,3% 25,000 g       Boil 30,000 min Pellet 16,1
 Cascade  9,3% 25,000 g       Boil 20,000 min Pellet 12,7
  Simcoe 12,7% 10,000 g       Boil 15,000 min Pellet  5,7
 Cascade  9,3% 25,000 g       Boil 10,000 min Pellet  7,6
  Simcoe 12,7% 10,000 g       Boil  5,000 min Pellet  2,3
 Cascade  9,3% 25,000 g       Boil    0,000 s Pellet  0,0
  Simcoe 12,7% 20,000 g       Boil    0,000 s Pellet  0,0

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale S-05  Ale  Dry 11,000 g Primary
Frídagur varð mjög fljótlega að Frjádegi í hausnum á mér þegar ég þankahríðaði nafn svo miðinn var fljótur að fæðast meðan meskingin var í gangi. Skemmtilegt við myndina sem ég fann, að á upprunalegu myndinni stendur Robinson Crusoe við hlið félaga síns, svo það er aldrei að vita nema það komi framhaldsbjór.

Image