Page 1 of 1

Í gerjun: Doogh

Posted: 15. Aug 2015 10:52
by thorgnyr
Er með spennandi tilraun í gangi, en ég ákvað að skella í Doogh í gærkvöldi. Þetta er svokallað Persneskt Jógúrtgos sem ég fann uppskrift að í bók sem mér var lánað, en þetta er afar einfalt.

Hrein jógúrt tekin og hrærð vel, síðan blandað út í allavega jafnmiklu vatni, þá kryddað eftir smekk (almennt mynta, pipar og salt), sett á flöskur og leyft að kolsýrast á 24-48 tímum, síðan kælt. Ég ákvað að nota Óska Jógúrt, en skv. innihaldslýsingu er hún meira hrein en t.d. grísk jógúrt frá MS, en það voru allskyns óþurftar þykkingarefni og vesen í henni.