Bræðingur, American Wheat - Bruggað fyrir Menningarnótt 2015

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Bræðingur, American Wheat - Bruggað fyrir Menningarnótt 2015

Post by æpíei »

Þessi bjór á sér smá sögu. Ég gerði ameriískan hveitibjór í vetur sem kom ágætlega út á kút. Hann var alveg innan stíls og því tiltölulega lítið humlaður. Ég sett líka ca helming á flöskur og þær einhverra hluta vegna kolsýrðust illa eða ekki, svo þær voru ódrekkandi. Um sama leiti gerði ég líka SMASH bjór með Mandarina humlum sem var þokkalegur, en vantaði smá fyllingu. Þar sem ég sat uppi með ca 8-10 líta af hvorum datt mér í hug að blanda þeim hreinlega saman á kút. Úr varð hinn fínasti bjór, merkilegt nokk. Þannig varð Bræðingur til.

Ég gerði uppskrift sem er nokkurn veginn 50:50 af þessum 2 uppskriftum, með smá hliðrunum. Ég geri hann innan American Wheat staðalsins, þó þannig að ég set IBU í eða yfir efri mörk (sem eru þó lá fyrir IPA) og bæti hressilega í humlum í lok suðu og þurrhumlun. Þannig má færa rök fyrir því að hann gæti líka talist vera session IPA. Ég notast að mestu við afgangshumla sem ég á og gerja með amerísku hveitigeri.

Bræðingur - American Wheat (eða hveiti Session IPA, eftir hvernig á það er litið)

24 lítrar, IBU 35, alc 5,0%, OG 1.049

3,0 kg pale malt
1,85 kg hveitimalt
0,25 kg vienna
0,12 kg torrified hveiti
70g dökkur púðursykur - 5 mín
17g Bravo (15,5%) - 60 mín
50g Mandarina (6%) - 5 mín
50g Mandarina (6%) - 0 mín
20g Simcoe (13%) - 0 mín
70g Mandarina - þurrhumlun 5 dagar
W1010 American Wheat 1 líter starter

Nú er bara að sjá hvernig þessi kemur út á Kútapartýinu.
Post Reply