Greip Grisette - Bruggað fyrir Menningarnótt 2015

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.

Greip Grisette - Bruggað fyrir Menningarnótt 2015

Postby æpíei » 24. Jul 2015 10:25

Nú eru réttar 4 vikur til Menningarnætur og kútapartýs Fágunar á Klambratúni. Því er ekki seinna að vænna að fara að brugga fyrir það. Ég hvet alla til að huga að því sama og fara að setja í svo sem eins og einn kút. :) Sjá hér

Ég ætla að gera létta tilraun með einn kút. Forsagan að þessu er bjór sem ég fékk hjá kunningja mínum, bruggmeistara á 508 Gastro Pub í New York. Hann gerði léttan saison bjór, Grisette, og spækaði hann með sítrónum. Sjá hér hvernig hann lýsti bjórnum:

IMG_3537.jpg
IMG_3537.jpg (686.39 KiB) Viewed 17519 times


Upphaflega hafði ég hugsað mér að brugga þennan bjór með gestabruggara sem stakk upp á því að í stað sítróna myndum við nota greipaldin. Ég ætla að halda mig við þá stefnu, setja smá þurrkaðan greipaldin börk í suðuna og svo slatta af greipaldin kjöti í gerjunartakninn síðustu vikuna.

Uppskriftin sem ég gerði upp úr þeim upplýsingum sem ég hafði er eftirfarandi:

23 lítrar, alc 5,4%, IBU 31

5,25 kg Pilsner malt
20 g Columbus (Tomahawk) 14% - 60 mín
10 g þurrkaður greipaldin börkur - 10 mín
20 g Hall Hersbrucker 2% - 2 mín
W3711 Frensch Saison 1 líter starter
300 g greip aldin kjöt - 7 dagar

Fyrst á dagskrá er er að þurrka smá börk. Ég hef aldrei gert svona nokkuð áður en ætla að fylgja þessu hér. Ég kem með uppfærslu af því hvernig gengur hér að neðan.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Greip Grisette - Bruggað fyrir Menningarnótt 2015

Postby æpíei » 25. Jul 2015 11:03

Hér er samantekt af því hvernig ég gerði þurrkaðan greipaldin börk. Sama aðferð dugar líka fyrir appelsínu og sítrónu.

Fyrst skar ég hýðið af. Reyndi að fara grunnt í það og taka eins lítið af hvíta skinninu og ég gat.

IMG_4058.jpg
IMG_4058.jpg (1.13 MiB) Viewed 17491 times


Ég setti það á ofnplötu inn í ofn á 50 gráðu hita, ca. 2 tíma.

IMG_4059.jpg
IMG_4059.jpg (1.7 MiB) Viewed 17491 times


Eftir 2 tíma var það orðið orpið og þurrt.

IMG_4061.jpg
IMG_4061.jpg (1.14 MiB) Viewed 17491 times


Ég skar svo kjötið í bita og frysti. Ég ætla að bæta því útí seinni vikuna í gerjun.

IMG_4060.jpg
IMG_4060.jpg (1.53 MiB) Viewed 17491 times
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Greip Grisette - Bruggað fyrir Menningarnótt 2015

Postby æpíei » 1. Aug 2015 11:23

Uppfærsla: gerjun fór hressilega af stað. Ég notaði blow off túbu sem reyndist vera góð ákvörðun því gerjun var mjög kröftug í ca 3 sólarhringa og nú rúmri viku eftir að gerjun hófst er hann enn að. Ég ætla því að bíða með að setja greipið út í í nokkra daga.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Greip Grisette - Bruggað fyrir Menningarnótt 2015

Postby æpíei » 10. Aug 2015 11:02

Ég setti hann á kút í dag, 16 dögum eftir bruggun. FG var 1,007. Nú er bara að bíða í tæpar 2 vikur og þá verður hann í boði á Menningarnótt.

Hér sjást greipbitarnir fljóta ofan á tilbúnum bjórnum.
Attachments
IMG_4107.jpg
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Greip Grisette - Bruggað fyrir Menningarnótt 2015

Postby gm- » 2. Oct 2015 13:38

Hvernig kom þessi út?
gm-
Gáfnagerill
 
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Greip Grisette - Bruggað fyrir Menningarnótt 2015

Postby æpíei » 2. Oct 2015 14:18

Kom vel út. Ég á flösku handa þér (og smá á kút) ef þú hefur áhuga á að smakka :)
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46


Return to Hvað er að gerjast?

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 5 guests

cron