Gaudeamus hátíðaröl (Double IPA)

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Gaudeamus hátíðaröl (Double IPA)

Post by Classic »

Þegar ég byrjaði að brugga tók ég brúðkaupsöl Úlfars og mótaði yfir í eigin uppskrift að APA undir nafninu Apaspil og sló ég þar í gegn strax í annarri eða þriðju tilraun. Sömu innihaldsefni voru seinna notuð til að búa til IPA undir nafninu Silfurbakur sem að margra mati er minn besti bjór til þessa. Sennilega má finna báðar uppskriftir víða á spjallinu, en þær eru báðar saman í þræði hér

Þegar svo vantaði hátíðaröl fyrir hátíðlegt tækifæri var sú þróun tekið annað skref upp á við upp í Double IPA. Þessi var smakkaður á Mikkeler á mánudaginn við góðar undirtektir. Ég deildi víst aldrei uppskriftinni (aðallega af því ég gleymdi því.. og gleymdi því svo aftur í nokkra daga eftir að ég var minntur á það á fundinum), en vegna fjölda áskorana þá kemur hún hér:

Code: Select all

 Gaudeamus - Imperial IPA
================================================================================
Batch Size: 21,000 L
Boil Size: 25,000 L
Boil Time: 60,000 min
Efficiency: 75%
OG: 1,086
FG: 1,017
ABV: 9,0%
Bitterness: 99,7 IBUs (Tinseth)
Color: 11 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
           Name Type  Amount Mashed Late Yield Color
        Munich Malt Grain 3,000 kg  Yes  No  80%  9 L
 Weyermann - Pale Ale Malt Grain 5,000 kg  Yes  No  80%  3 L
    Cara-Pils/Dextrine Grain 200,000 g   No  No  72%  2 L
Total grain: 8,200 kg

Hops
================================================================================
  Name Alpha  Amount    Use    Time  Form IBU
 Simcoe 13,1% 10,000 g First Wort 90,000 min Pellet 11,4
 Cascade 9,3% 10,000 g First Wort 90,000 min Pellet 8,1
 Simcoe 13,1% 20,000 g    Boil 60,000 min Pellet 20,8
 Cascade 9,3% 20,000 g    Boil 60,000 min Pellet 14,8
 Simcoe 13,1% 20,000 g    Boil 20,000 min Pellet 12,6 
 Cascade 9,3% 20,000 g    Boil 20,000 min Pellet 8,9
 Simcoe 13,1% 20,000 g    Boil 15,000 min Pellet 10,3
 Cascade 9,3% 20,000 g    Boil 10,000 min Pellet 5,3
 Simcoe 13,1% 21,000 g    Boil 5,000 min Pellet 4,3
 Cascade 9,3% 21,000 g    Boil 5,000 min Pellet 3,1
 Simcoe 13,1% 25,000 g    Boil  0,000 s Pellet 0,0
 Cascade 9,3% 25,000 g    Boil  0,000 s Pellet 0,0
 Simcoe 13,1% 20,000 g  Dry Hop 14,000 day Pellet 0,0
 Cascade 9,3% 20,000 g  Dry Hop 14,000 day Pellet 0,0

Yeast
================================================================================
    Name Type Form  Amount  Stage
 Safale S-05 Ale Dry 11,000 g Primary
Hann fór ekki alveg svona hátt upp í gravity eins og stendur þarna, mögulega af því það fór of mikið vatn í skolunina (ég meskjaði hann með dunk sparge eins og ég geri gjarnan ef OG er reiknað mikið yfir 70 til að fá viðunandi uppskeru í flöskum talið þó ég sé bara með startpakkaplasttunnu til að meskja og sjóða), allavega setti ég 8,5% á miðann en ekki 9 eins og útreikningar stefndu í. Hættulega auðdrekkanlegur fyrir því, enda beiskjunni stillt í hóf en bakgrunnurinn í sætari kantinum fyrir stílinn. Miðinn er hannaður með tilefnið í huga, en í þessum var skálað í útskriftarveislunni minni á dögunum. Áfengisprósentunnar vegna fékk hann samt ekki stóra feisingu í ísskápnum í partíinu svo maður á nóg eftir inn í sumarið. :sing:
Image
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply