Tveir í einu

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.

Tveir í einu

Postby Sigurjón » 29. May 2015 23:40

Í þetta skiptið var lagt í 2 kvöld í röð.
Einn frumsaminn sem á að vera American Amber Ale og svo Bee Cave. Það er veisla framundan seinnipartinn í júní og eins og mér finnst gaman að gera tilraunir þá ákvað ég að vera pottþétt með einn góðann og auðdrekkanlegann svo Bee Cave varð fyrir valinu. Amberinn á að vera ferskur og auðdrekkanlegur líka, en við skulum sjá til hvernig til tekst.
Attachments
fötur.jpg
Gerjun
fötur.jpg (62.72 KiB) Viewed 11598 times
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Sigurjón
Kraftagerill
 
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Tveir í einu

Postby Eyvindur » 30. May 2015 14:37

Vel gert.

Ég er ekki frá því að American Amber og American Brown ale séu uppáhalds stílarnir mínir í dag. Humlagleði og smá malt - sameinar það besta úr báðum heimum.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Tveir í einu

Postby Sigurjón » 15. Jun 2015 22:51

Jæja, hérna eru svo herlegheitin. Það á að drekka þetta á morgun. Þeir eru frekar ungir og verða mun betri eftir svona 2 vikur en svona er þetta þegar maður fær ekki nógu langan fyrirvara.
Ég er loksins að læra á kornið og liturinn á ambernum varð frábær að mínu mati. Loksins bjór sem er ekki svartur! ;)
Amberinn varð líka eins og ég hafði vonast til. Ferskur og auðdrekkanlegur. Það er svo gaman þegar maður hefur beðið eftir gerjuninni í 2 vikur og útkoman er nákvæmlega eins og maður laggði upp með!
Attachments
iglasi.jpg
American Amber og Pale
iglasi.jpg (85.97 KiB) Viewed 11598 times
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Sigurjón
Kraftagerill
 
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Tveir í einu

Postby Sigurjón » 17. Jun 2015 12:58

Amberinn var ótvíræður sigurvegari gærkvöldsins.
Ég hafði viljandi sett minna af humlum í hann til að hafa hann minna beiskann og gera hann þannig að góðum sumarbjór.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Sigurjón
Kraftagerill
 
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Tveir í einu

Postby Sigurjón » 9. Jul 2015 22:29

Ég er aftur að brugga fyrir veislu og ákvað að gera þessa tvo aftur.
Bee Cave-inn er blátt áfram en ég ákvað að breyta aðeins út af laginu með Amberinn (Eiríkur Rauði).
Ég sleppti 20 grömmunum af svarta maltinu sem gaf slatta af litnum og ákvað að prufa að decocting meskja. Samkvæmt því sem ég hafði lesið ætti fátt annað að hafast upp úr því en dekkri virtur, örlítið betri nýtni og aðeins sterkari malt carachter.
Þetta tók auðvitað mun lengri tíma í meskingu en ég hafði bara gaman að þessu. Ég var ánægður með litinn og virturinn bragðaðist vel. Ég ætla að halda eftir flösku af ER 1.0 og bera saman við ER 1.5 þegar hann verður tilbúinn til drykkju eftir sirka mánuð.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Sigurjón
Kraftagerill
 
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32


Return to Hvað er að gerjast?

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests

cron