Þriðja lögn

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Þriðja lögn

Post by Sigurjón »

Ég setti í þennan fyrir 10 dögum síðan.
Eftir meskingu var hann 1.045 og fór upp í 1.055 eftir suðu.
Núna var ég að setja hann á secondary og var hann þá kominn niður í 1.013
Ástæða fyrir secondary er að ég ætla að leika mér svolítið með að krydda hann. Vonandi kemur þetta vel út.
Og já, þetta er vetrar öl sökum þess hve sumarið er tregt við að láta sjá sig. Semsagt; Vetur Konungur.
Attachments
Vetur Konungur
Vetur Konungur
image.jpg (68.83 KiB) Viewed 7080 times
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Þriðja lögn

Post by Sigurjón »

Þessum var fleytt yfir kakó og vanillubaunir og kom mjög vel út eftir secondary.
Núna fær hann að kolsýrast og þroskast aðeins áður en ég smakka næst.
FG endaði í 1012. Ég var orðinn hræddur um að hann væri orðinn of þurr, en eftir kryddunina voru þær áhyggjur ástæðulausar.
Ég geri þennann alveg pottþétt aftur en ég á sennilega aftir að breyta uppskriftinni aðeins, gera hann aðeins ljósari og sætari.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Post Reply