Page 1 of 1

Önnur lögn

Posted: 6. Apr 2015 01:01
by Sigurjón
Jæja, ég er gífurlega spenntur fyrir þessari lögn.
Eftir að hafa legið á netinu til að finna uppskrift að bjór sem ég drakk mikið úti í Kanada, fann ég nokkrar útgáfur sem allar virtust nálægt, en samt ekki. Ég tók því saman allt þetta info plús það sem ég gat komist að á heimasíðu framleiðandans, settist fyrir framan beersmith og byrjaði að setja saman þennan bjór.
Hann er svolítið dekkri en sá sem ég drakk, en post boil bragðið lofar mjög góðu.
Þetta er í grunninn English Brown Ale sem er í sætari kantinum. IBU er ekki nema 21.9 samkvæmt beersmith, og hann endar vonandi í um 5% ABV.
Ég kannski slaka á svarta maltinu næst til að fá rauðari lit, en hérna er það sem kom út úr þessari lögn.

ps, af hverju koma myndirnar mínar alltaf út á hlið?

Re: Önnur lögn

Posted: 6. Apr 2015 11:10
by æpíei
Þú mátt gjarnan setja inn uppskriftina. Þar sem þú ert að nota Beersmith og líklega Weyermann korn þá ættiru að vera með Weyermann viðbótina, sækir hana frítt undir File/Add ons.

Skoðaðu brew.is/files/malt.html

Þar sérðu hvaða Weyermann korn á að nota m.v. korn frá öðrum eða það sem uppgefið er í uppskriftum á netinu. Mín reynsla er að fara varlega í þessi dökku korn eins og Carafa special II og III. 80 g af CS II gerir 20 lítra af bjór mjög dökkan, hæfilegt fyrir brúnöl. Allt meira og þú ert nánast með svartan bjór. Beersmith segir þó bjórinn verða mun ljósari en hann er. Annað hvort eru kornin ekki rétt skilgreind m.v. lit eða BS reiknar rangt. Það þarf að hafa þetta í huga.

Re: Önnur lögn

Posted: 6. Apr 2015 15:09
by Sigurjón
Ég skal skella inn uppskriftinni þegar ég kem heim.
Það var farið að bubbla mjög vel í vatnslásnum 12 tímum eftir pitch.
Annars er ég alveg rólegur þó að þetta sé mjög dökkt. Að læra inn á kornið kemur með reynslunni og þetta er önnur lögnin mín og sú fyrsta sem ég set saman sjálfur. Aðalatriðið er bragðið.

Re: Önnur lögn

Posted: 1. May 2015 17:16
by Sigurjón
Ég er ferlega ánægður með þennan þó hann sé svartur.
Nú er það svart
Nú er það svart
svart.jpg (84.3 KiB) Viewed 10095 times