Fyrsta lögn

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Fyrsta lögn

Post by Sigurjón »

Ég gat loksins sett í fyrstu lögnina mína í dag.
Þetta var Bee Cave sem fylgdi með startpakkanum frá brew.is
Ég klikkaði á að mæla sykurinn eftir meskinguna, en ég var í 1042 eftir suðuna sem mér finnst frekar lítið. Vonandi verður eitthvað áfengi úr þessu.
Aðstæðurnar til að brugga eru ekki æðislegar en ég gerði þetta í sameigninni hjá geymslunni minni. Ég festi slöngu á vatnslásinn og leiddi út um gluggan svo að sameignin angi ekki á meðan á gerjuninni stendur.

Ég á eftir að kíkja niður og athuga hvort eitthvað sé að gerast í fötunni. Reporta aftur hingað.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Fyrsta lögn

Post by Sigurjón »

Jæja, kíkti á fötuna í morgun.
Það er eitthvað að gerast en ég væri alveg til í að það væri meira í gangi. Rokið hefur kælt geymsluna aðeins svo það er sennilega vandamálið. Ég ætla að þétta gluggann í kvöld og þá ætti hitastigið að hækka aðeins.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Fyrsta lögn

Post by drekatemjari »

Það ætti nú ekki að vera verra ef það er svalt í sameigninni svo lengi sem hitastigið sé ekki að fara of lágt. 15-19 gráðu hitastig myndi t.d teljast kalt í sameign en myndi henta vel til gerjunar. Mundu að gerjunin gefur frá sér hita og getur hitastigið í fötunni hæglega farið nokkrum gráðum ofar en ambient hitastig í sameigninni. Flest öl gerjast best á bilinu 17-20 gráður.
Ekki hafa áhyggjur af vatnslásnum. Vatnslás er mjög lélegur mælir á gerjun. Stundum fretar hann mjög kröftuglega hjá mér en stundum sé ég ekki eina einustu loftbólu allan tíman sem gerjunin er í gangi og skýrist það líklega af því að fatan eða loftlásinn er ekki alveg 100% þétt.
Þetta skiptir allt saman voða litlu máli.
Það er mjög algengt að vera svolítið stressaður yfir fyrstu lögnunum sínum og vera að fikta í bjórnum á meðan hann er í gerjun en það er voða lítið sem þú græðir á því.
Ef þú pitchaðir nægu geri t.d. einum þurrgerspakka ætti þetta að vera í góðu lagi.
Leyfðu gerinu að vinna sína vinnu næstu 10-14 daga og bottlaðu svo.
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Fyrsta lögn

Post by drekatemjari »

Ég hef einnig aldrei fundið mikla lykt af gerjun nema kannski örlitla blóma eða ávaxtalykt sem er alls ekki slæm.
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Fyrsta lögn

Post by Sigurjón »

Já, ég kíkti aftur í gærkvöldi og þá var farið að bubbla aðeins betur svo ég hef ekki eins miklar áhyggjur. Ég ætla að láta þetta alveg vera þangað til að gerjunin er búin eftir 9-10 daga. Ég setti fyrir opna gluggann svo það ætti að vera um 17-19 gráður núna. Rörið út er alveg að svínvirka. Ég finn enga lykt nema ég reki nefið alveg að loftlásnum og þá er hún mjög dauf. Það er hins vegar aðeins meiri lykt þar sem slönguendinn kemur út.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Fyrsta lögn

Post by Sigurjón »

Jæja, eftir 14 daga gerjun tók ég final gravity í kvöld. Það hljóðaði upp á 12 svo ég held að þetta sé bara komið.
Ég setti svo bjórinn inn í heitan ísskáp (hefur ekki verið í sambandi) sem ég stillti svo nánast á köldustu stillingu.
Ég fékk mér svo smakk úr mælingunni og ég er ekkert smá sáttur!
Cold crasha svo í 2-3 daga og skelli svo á kút!
Er strax búinn að plana næstu lögn, en þarf að finna rétta gerið og vantar eina tegund af humlum.
Attachments
Svolítið skýjaður
Svolítið skýjaður
image.jpg (66.44 KiB) Viewed 20329 times
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Fyrsta lögn

Post by æpíei »

Þetta lítur vel út hjá þér. Ef þig vantar ákveðna humla en þeir eru ófáanlegir þá er í mörgum tilfellum auðvelt að skipta út fyrir öðrum. Það eru til töflur með skiptihumlum, t.d. þessi hér http://www.brew365.com/hop_substitution_chart.php" onclick="window.open(this.href);return false;

Finndu humal sem er svipaður þeim sem þú ætlaðir að nota. Ef alfa humlanna er mjög ólíkt þá skaltu aðlaga magnið þannig að magn sinnum alfa verði það sama. Í raun er allt leyfilegt, enginn sem segir það verði að fylgja alveg uppskriftum.
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Fyrsta lögn

Post by Sigurjón »

Takk fyrir þetta. Ég fann sambærilega humla hjá Hrafnkeli ásamt geri sem ætti að virka vel. Hugsa að ég bruggi úr þessu um helgina.
Annars fór fyrsta lögnin á kút í gærkvöldi. Ég er að hálf flýti kolsýra bjórinn. Stillti á 40 psi og lækka svo niður í um 12 psi í kvöld sem ætti að gefa mér fínan bjór um helgina.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Fyrsta lögn

Post by Sigurjón »

Þessi er að koma mjög vel út hjá mér. Svakalega ánægður!
Ég setti að gamni mínu á tvær flöskur til að gefa tengdó. Vona að flöskurnar verði ekki flatar þar sem hún kemur ekki til með að gæða sér á þeim fyrr en á morgun í fyrsta lagi.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Post Reply