Amerískt rúgbrauð

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Amerískt rúgbrauð

Post by Eyvindur »

Ég er mjög hrifinn af Baróni frá Ölvisholti, þótt hann mætti hafa ögn meira humlabragð. En mér finnst maltkarakterinn skemmtilegur, og lyktin dásamleg.

Þannig að mig langaði til að brugga amerískt brúnöl, en með smá twisti. Þannig að ég ákvað að gera brúnöl með rúgi, þar sem ég er mjög hrifinn af rúgbjórum.

Hér er uppskriftin:

Code: Select all

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 50.72 l
Post Boil Volume: 44.72 l
Batch Size (fermenter): 40.00 l  
Bottling Volume: 36.00 l
Estimated OG: 1.058 SG
Estimated Color: 23.2 SRM
Estimated IBU: 45.9 IBUs
Brewhouse Efficiency: 72.00 %
Est Mash Efficiency: 77.4 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt          Name                   Type     #    %/IBU     
7.00 kg        Pale Malt, Maris Otter (3.0 SRM)     Grain     1    65.1 %    
2.00 kg        Rye Malt (Weyermann) (3.0 SRM)      Grain     2    18.6 %    
1.00 kg        Caramunich III (Weyermann) (71.0 SRM)  Grain     3    9.3 %     
0.75 kg        Chocolate Rye (Weyermann) (245.0 SRM)  Grain     4    7.0 %     
10.00 g        Amarillo Gold [8.50 %] - First Wort 60.0 Hop      5    5.5 IBUs   
10.00 g        Citra [13.00 %] - First Wort 60.0 min  Hop      6    8.5 IBUs   
10.00 g        Simcoe [13.00 %] - First Wort 60.0 min  Hop      7    8.5 IBUs   
30.00 g        Amarillo Gold [8.20 %] - Steep/Whirlpool Hop      8    5.6 IBUs   
30.00 g        Citra [13.00 %] - Steep/Whirlpool 30.0 Hop      9    8.9 IBUs   
30.00 g        Simcoe [13.00 %] - Steep/Whirlpool 30.0 Hop      10    8.9 IBUs   
60.00 g        Amarillo Gold [8.20 %] - Dry Hop 0.0 Day Hop      11    0.0 IBUs   
60.00 g        Citra [12.00 %] - Dry Hop 0.0 Days    Hop      12    0.0 IBUs   
60.00 g        Simcoe [13.00 %] - Dry Hop 0.0 Days   Hop      13    0.0 IBUs   
Ég meskjaði við 67°C eða svo, í 75 mínútur og hitaði svo upp í mashout.

Ég tók alla humlana (þetta eru samtals 100g af hverju) og blandaði þeim bara vel saman. Mældi síðan bara 30 og 60g þegar humlaviðbæturnar komu. Sauð í klukkutíma og lét whirlpool humla út í í ca. 90°C. Svo kældi ég hægt og rólega niður fyrir 70°C á hálftíma. Kældi svo rest hratt með plate chiller.

Ég hitti akkúrat á rétt OG, 1.058. Malaði tvisvar - held að það gæti verið trixið (hef átt í smá vandræðum með nýtingu stundum).

Bleytti upp í tveimur pökkum af US-05 og setti út í.

Nú búbblar hann kátur og ilmurinn í gerjunarskápnum er dásamlegur. Ætla að skella þurrhumlunum út í um leið og ég hætti að sjá virkni í vatnslásnum og þruma þessu á kút sem fyrst. Helst ekki meira en viku síðar.

Nokkuð spenntur að sjá hvernig þessi kemur út.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Amerískt rúgbrauð

Post by Plammi »

Damn that looks good!
Er einmitt sjálfur með brúnöl í gerjun, held að við þurfum að taka sameiginlega smökkun.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Amerískt rúgbrauð

Post by Eyvindur »

Það hljómar eins og eitthvað!
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Jökull
Villigerill
Posts: 18
Joined: 11. Jan 2015 19:24

Re: Amerískt rúgbrauð

Post by Jökull »

Brown Ale er greinilega tískubjórinn í dag... :)
I gerjun: PUNK
A flösku: Rouge Amber ale og Zombie Dust
A kút: :(
Næst: Alt, cream, ljósöl, hveitbjór...
Post Reply