Page 1 of 1

Bixí-Bjór IPA

Posted: 21. Feb 2015 14:36
by æpíei
Amma mín heitin gerði stundum bixí-mat. Hún tók þá kjötafganga og skar niður í bita, steikti á pönnu með smá lauk og bar fram með kartöfluteningum steiktum á pönnu (það sem ameríkaninn kallar Home Fries) og spæleggi. Gat ekki klikkað.

Ég hef stundum gert í anda þess bjór sem ég vil kalla Bixí-Bjór. Þá fer ég frjálslega með einhverja afganga sem ég á af humlum. Nú er komið að einum slíkum hjá mér. Mig langaði að gera IPA þar sem mér áskotnaðist pakki af Denny's Favorite 50 geri. Ég keypti ekkert sérstaklega inn af humlum og fór því í Excel skjalið að skoða hvað ég ætti til. Eftir smá grúsk á netinu og upprifjun á eldri IPA bjórum þá kom saman eftirfarandi uppskrift lauslega byggð á þessum frá óða gerjaranum. Það sem er óvenjulegt við þennan er að það fara engvir humlar í suðuna:


Bixí-Bjór IPA

22 lítrar
OG 1.064
IBU 49
Est ABV 6,6%

5,90 kg Pale Malt
0,35 kg Hveitimalt
0,25 kg Caramunch II
25 g Amarillo í meskingu
46 g Amarillo í "first wort" (eftir að kornið er tekið úr virtinum)
30 g Apollo í hop stand *
30 g Green bullet í hop stand
1,2 lítra starter af Dennys Favorite 50
45 g Apollo þurrhumlun 5 dagar
30 g Gelena þurrhumlun 5 dagar

Þetta er alla vega planið. Svo getur eitt og annað breyst þegar á hólminn er komið. :skal:

* Hop stand er mjög spennandi leið til að framkalla humlabragð í bjórum. Þá er virturinn kældur niður eftir suðu í ca 60-66 gráður, humlarnir settir útí og þessum hita haldið í ca 30 mínútur. Svo haldið áfram að kæla eins og venjulega.

Re: Bixí-Bjór IPA

Posted: 24. Feb 2015 01:02
by bergrisi
Mjög áhugavert. Var ekki búinn að lesa um Hop Stand.
Ekki gerðir þú þennan bjór daginn eftir Ölvisholtsferðina? Ég gat ekki einusinni gert te daginn eftir.

Re: Bixí-Bjór IPA

Posted: 24. Feb 2015 08:08
by æpíei
Hehe. Ég gerði starterinn morguninn eftir, en sjálf bruggunin verður í kvöld.

Re: Bixí-Bjór IPA

Posted: 24. Feb 2015 20:17
by æpíei
Ég gerði smá breytingar þegar á hólminn var komið eins og mig grunaði. Í stað 250 g Caramunich II voru það 200 g Carahell og 50 g Caramunich II. Svo ákvað ég að blanda saman öllum humlunum sem áttu að fara í hop stand og þurrhumlun, hrista vel og setja helming eða 58 g af humlablöndunni í hvort skiptið. Það ákvað ég eftir að hafa lesið aftur Byo greinina þar sem mælt er með þessu til að fá sem best jafnvægi milli bragðs og ilms (næst síðasta málsgrein).

Re: Bixí-Bjór IPA

Posted: 3. Mar 2015 20:16
by æpíei
Þetta Dennys ger er mjög sérstakt. Þar sem ég er í nýju brugghúsi þá var ég eitthvað viðutan þegar ég gerði þennan. Ég setti hann inn í gerjunarskáp og tékkaði á honum nokkrum sinnum eftir bruggun og daginn eftir til að sjá hvort hitaneminn væri ekki örugglega fastur á gerjunartunnunni. Ég tók hins vegar ekki eftir því að það vantaði vatnslásinn fyrr en næsta dag! ;) Setti þá einn í en hann hefur ekki haggast enn. Má vera að ég hafi ekki sett hann nógu vel í strax, en á 3ja degi þá tróð ég honum vel í gatið til að vera viss.

En gerjunin var greinilega hafin og þegar ég tók mælingu í gær þá var hún búin. Ég þurrhumlaði hann því með afganingum að humlakokteilnum og ætla svo að kegga hann um helgina og leyfa að conditionast í ca viku. Farinn að hlakka til að fá að smakka þennan.

Re: Bixí-Bjór IPA

Posted: 3. Mar 2015 20:40
by hrafnkell
Margir sem nota Dennys sem in house strain, svipað og flestir nota us05 og nottingham. Ég hef ekki enn afrekað að nota dennys sjálfur samt, en alltaf á todo listanum.

Verður gaman að fá smakk af þessum :)