Ungt fólk nútildags, tilraun með haframalt

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
bjorninn
Villigerill
Posts: 44
Joined: 22. Jun 2011 13:19
Location: Reykjavík

Ungt fólk nútildags, tilraun með haframalt

Post by bjorninn »

Þessi er í gerjun hjá mér núna, byggður á Bee Geek Breakfast klón af HBT:

16 lítrar
OG 1,079
FG áætlað 1,020 (forced ferment próf sýndi 1,021)

3,1kg pilsner
850gr maltaðir hafrar
850gr hafraflögur
360gr caramunich I
360gr carafa special I
360gr carafa special II
360gr reykt malt
360gr ristað malt

60 mín: 17gr Chinook (13%) + 20gr Cascade (9,3%)
15 mín: 35gr Cascade
5 mín: 25gr Citra (13,2%)

Meskjað við 66,5°c
90mín suða

1,5 pakki US05, gerjað við 18,5°c

Þetta er í þriðja skipti sem ég geri þennan en í fyrsta sinn sem ég reyni haframaltið. Ég er spenntur að vita hvort það verður finnanlegur munur. Það kostaði smá fiff að mala það: það er smærra en byggið og hýðislaust (held ég alveg örugglega). Ég mala yfirleitt við 0,9mm en fyrir þetta þurfti ég að minnka í 0,3mm og þvinga það í gegn, tilfinningin var dálítið einsog að kremja frauðplast.

Það kom ekkert að sök við skolunina samt, og nýtnin var eðlileg.

Ég er dálítið forvitinn að vita hvort einhver annar hafi prófað þetta og hvernig hefur fengist?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ungt fólk nútildags, tilraun með haframalt

Post by hrafnkell »

Ég er bara tiltölulega nýlega kominn með möltuðu hafrana.. Lítið búið að seljast af þeim so far en það væri gaman að heyra hvernig gengur og hvað þér finnst :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Ungt fólk nútildags, tilraun með haframalt

Post by Eyvindur »

Ég prófaði haframalt einhvern tíma fyrir löngu síðan. Hefði viljað bera það saman við sömu uppskrift með venjulegu haframjöli, til að sjá hver munurinn er. Man ekki annað en að ég hafi verið nokkuð sáttur við bjórinn, en eins og ég segi er langt um liðið (og ég er ekki með punktana mína hjá mér - á einhvers staðar eitthvað um þennan bjór, held ég).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
bjorninn
Villigerill
Posts: 44
Joined: 22. Jun 2011 13:19
Location: Reykjavík

Re: Ungt fólk nútildags, tilraun með haframalt

Post by bjorninn »

Akkúrat, ég mun amk. hafa samanburð við sömu uppskrift nema með 1500gr af haframjöli. Ég læt vita hvernig hann verður.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Ungt fólk nútildags, tilraun með haframalt

Post by Feðgar »

Hvernig fór þetta allt saman?
Allt í niðurfallið eða kverkarnar á núll einni?
bjorninn
Villigerill
Posts: 44
Joined: 22. Jun 2011 13:19
Location: Reykjavík

Re: Ungt fólk nútildags, tilraun með haframalt

Post by bjorninn »

Það er óljóst enn, ég setti hann á flöskur fyrir tveimur vikum síðan. Ég smakkaði einn vikugamlan, aðallega til að tékka á kolsýrunni, og hann lofaði góðu. Ég á enn eftir að smakka þá hlið við hlið..
Post Reply