Page 1 of 2

Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 3. Sep 2014 17:27
by æpíei
Hrafnkell pantaði sorghum síróp um daginn. Þar sem ég var einn af hvatamönnum þess að hann gerði það gat ég ekki skorist undan að prófa það í glútenlausan bjór. Ég renn alveg blint í sjóinn með þetta og hef eiginlega ekki hugmynd um hvernig þetta kemur út. En það þýðir ekkert að gefast upp svona fyrirfram og því skal kýlt á þetta.

Þegar kemur að glútenlausum hráefnum er ekki um auðugan garð að gresja. Sorghumið gefur víst frekar þunnan bjór svo mér datt í hug að fá aðeins meiri fyllingu með því að nota haframjöl. Þó haframjöl sé í grunninn glútenlaust þá er samt meirihluti haframjöls ekki vottað sem slíkt. Það er vegna þess að haframjöl er oft ræktað á sömu ökrum eða í nálægð við hveiti. Því þarf að fá sérvottað glútenlaust haframjöl. Annað glútenlaust hráefni er kókos. Ég smakkaði fyrir nokkru ansi skemmtilegan Cream Ale með örlitlu kókosbragði. Það gerði bruggarinn með því að setja smávegis af ristuðum kókos út í bjórinn síðustu 5 daga á gerjuninni, ca hálft kíló í 200 lítra. Finnst tilvalið að prófa það líka fyrst þetta verður algjör tilraunabjór.

Glútenlaus Cream Ale Coconut Special
12 lítrar, IBU 19, OG 1.035, alc ca 3,8%, 6,9 EBC

300g glútenlausir hafrar, meskjaðir við 66 gráður í 45 mínútur
1 dós, 1,5kg BriesSweet White Sorghum Syróp
30g Saaz (3,05) 40 mín
20g Saaz (3,05) 1 mín
1 pk US-05
1 pk Clarity Ferm (sakar ekki að hafa með ef þetta á að gera glúten-minnkaðan bjór)
25 g ristaður glútenfrír kókos, "þurrhumlun" í 5 daga

Nú er bara að sjá hvernig þetta kemur út. Ég mun að sjálfsögðu leyfa ykkur að fylgjast með :skal:

Re: Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 3. Sep 2014 17:40
by Bjoggi
Verður gaman að sá hvernig þetta fer!

Re: Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 3. Sep 2014 22:46
by helgibelgi
Þetta verður eitthvað!

Langar endilega að fá smakk af þessum "bjór" !!

Re: Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 4. Sep 2014 10:12
by æpíei
Þetta verður mjög léttur bjór. Mælt OG var 1.035 sem er það sem uppgefið var á dollunni að sorghumið gæfi. Ég hefði svo sem getað minnkað vökvamagnið örlítið eða bætt við einhverjum sykrum til að hífa það eitthvað upp. Virturinn var mjög ljós, var eiginlega bara grænn út af humlasulli. Á von á að hann verði næstum gegnsær eftir að það sest til botns. Sjáum til hvernig þetta fer.

Re: Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 4. Sep 2014 11:21
by hrafnkell
Gaman að þessu. Það er einn annar búinn að versla sorghum sýrópið hjá mér þannig að ég bíð spenntur eftir smakki af þessu :)

Re: Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 4. Sep 2014 13:21
by Funkalizer
Var einmitt að henda í minn í gærkvöldi og mig minnir að hann hafi verið einhvern veginn svona:

3 kg. White Sorghum Syrup (2 dósir)
60 min - 14 gr. Simcoe
15 min - 20 gr. Simcoe
15 min - 300 gr. Púðursykur
10 min - Whirfloc
0 min - 30 gr. Simcoe
US-05

Basically bara mjög svipuð uppskrift og Vienna-Simcoe SMaSH'inn sem er orðinn nokkurs konar húsbjór hjá mér.
Planið er að þurrhumla síðan með 19 gr. af Cascade (af því að ég á ekki meira) og sjá hvað gerist.

Það er svona nett rúgbrauðslykt af sýrópinu þannig að lyktarlega var virtin með humlum bara mjög svipuð og á venjulegum bruggdegi.
Lét virtina renna í gegnum counterflowerinn og aftur ofan í pottinn þangað til ég var kominn niður í c.a. 50 °C sem var óvart, aðstoðarbruggarinn var látinn standa of lengi og kæla á meðan ég þurfti að snattast eitthvað.
Lét þetta svo bara renna eftir kúnstarinnar reglum í gerjunartunnuna og tók sýni til OG mælingar.

Endaði að sjálfsögðu með allt of lítið í tunnunni og bætti örugglega við 3 lítrum af vatni.
OG af 17 lítrunum var því 1.062. Hef ekki hugmynd hvað OG var eftir 3 lítra viðbót :)

Það sem mér fannst skrítnast við þetta allt var að þegar þetta var búið að vera í einhvern tíma í gerjunartunnunni var þetta ennþá hellings skýjað/gruggugt.
Maður á von á að prótein/humla jukkið sökkvi töluvert fljótt til botns og sé alveg komið niður fyrir miðja tunnu eftir 30-40 mín.
Það var ekki í þessu tilfelli.
Gleymdi að sjálfsögðu að kíkja á barnið í morgun en vonandi endar þetta ekki sem skýjuð Sorghum súpa með humlum eftir 2 vikur.

Ef þetta virkar þá verður þetta bara endurtekið.
Ef ekki þá er spurning um að fara út í endurbætur og brown rice extract viðbætur og eitthvað fancy smansy sem fæst örugglega ekki á Íslandi :D

For Science!!

Re: Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 4. Sep 2014 13:25
by hrafnkell
Þú þynntir þetta um 15%, þannig að 1.062 verður að 1.053 :)

Ef það reynist einhver áhugi fyrir sorghum sýrópinu þá er alveg eins líklegt að ég bæti við öðru glúteinfríu bruggdótaríi í vöruúrvalið hjá mér :)


æpíei:
Ég sé það nú að þú varst að meskja harana... Það hefur líklega verið lítið gagn í því þar sem þeir eru ekki maltaðir og því engin ensím í þeim til að breyta sterkjunni í sykrur. Ég veit ekki hvað það hefur að segja, en meskingin hefur sennilega ekki verið mesking :)

Re: Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 4. Sep 2014 13:32
by æpíei
hrafnkell wrote:æpíei:
Ég sé það nú að þú varst að meskja harana... Það hefur líklega verið lítið gagn í því þar sem þeir eru ekki maltaðir og því engin ensím í þeim til að breyta sterkjunni í sykrur. Ég veit ekki hvað það hefur að segja, en meskingin hefur sennilega ekki verið mesking :)
Rétt athugað. Komu engar sykrur út úr þessu, bara smá hafragrautur :P

Re: Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 23. Sep 2014 20:24
by astaosk
Eruð þið eitthvað farnir að taka sýni af þessu æpíei og funkalizer? Ætla að fara að skella í eitthvað svipað og funkalizer, 2 dollur + hunang + amerískir humlar (veit ekki hvort ég tími samt alveg uppáhaldinu simcoe í þetta)

Re: Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 23. Sep 2014 20:32
by æpíei
Ég tappaði á laugardaginn. Hafði þá verið með kókosinn í "þurrhumlun" í viku. Fékk 11 lítra, FG 1.006, ABV 3,8%. Tók smá smakk og það var heldur þunnt og bragðlítið. Kannski ekki nóg til að meta bragðið alveg. Ætla að láta hann bíða á flöskum í einhvern tíma og sjá hvernig hann þróast. Ef hann verður orðinn þokkalegur þann 6. okt kem ég líklega með eitthvað til Keflavíkur í skúrinn hans Rúnars og gef þá smakk.

Aðal mælikvarðinn á success er þó hvort tilraunadýrið sem þetta er bruggað fyrir geti drukkið hann. Ef hún fær einhver glúten einkenni af þessu þá þarf að skoða betur allt ferlið. Það er mögulegt að til að vera alveg 100% glútenlaus að það þurfi alveg aðskildar græjur sem ekki eru notaðar við hinn almenna bjór. Læt vita hvað kemur út úr þessu þegar þar að kemur.

Re: Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 23. Sep 2014 20:49
by astaosk
Já var einmitt að lesa þessa hérna grein http://byo.com/stories/issue/item/698-g ... ee-brewing" onclick="window.open(this.href);return false; - ég er ekkert mjög stressuð yfir smá smiti - sú sem ég er að brugga fyrir er nú ekki með glúten ofnæmi alveg. Er reyndar að pæla í að gera þetta í 12 L pottinum mínum, sem er a.m.k. í lagi m.v. fyrri uppskriftina þarna á BYO. Get þá gert eitthvað gúmmilaði við hliðina í bruggpottinum..

Re: Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 23. Sep 2014 21:00
by kari
Var að hlusta á podcast hjá BasicBrewing.
Þar voru þeir að ræða tilraun með Clarity Ferm. Skv. þeim þá var hægt að ná felstum bjórum niður fyrir 20ppm af glúten sem eru víst viðmiðunarmörkin um hvað telst Glutenlaust.
Allavega eitthvað til að skoða fyrir bjórþyrsta með glútenóþol.
http://hwcdn.libsyn.com/p/6/7/6/67655ec ... d868002375" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 23. Sep 2014 21:28
by æpíei
Ég hef notað Clarity Ferm í IPA en hann fékk ekki náð hjá tilraunadýrinu. Það fer eftir hvað þú ert næmur fyrir þessu. Eflaust hentar þetta mörgum.

Re: Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 23. Sep 2014 23:10
by Funkalizer
Mínn er enn í gerjun og lúkkar alveg ágætlega.
Reikna með að koma honum á flöskur í vikunni.

Simcoe er að koma alveg stórvel út í honum, eins og flestu sem simcoe kemur nálægt, og við ákváðum að þurrhumla ekki með cascade eins og upprunaleg plön voru fyrir.
Hann er sem sagt alveg fínn á bragðið en ekkert nákvæmlega eins og annar bjór.
Kemur svona pínu gos bragð af honum. Skemmir samt ekkert fyrir og í smá tilraunasmakki úr gerjunartunnu fannst "kúnnanum" þetta bara nokkuð gott.

Fleytti honum yfir í secondary (sem er í fyrsta skipti fyrir mig) af því að það flaut svo mikið af humlum ofan á honum og mig langaði að ná honum aðeins tærari.

Gerkakan var líka pínu meira "fluffy" heldur en vienna ölið sem var að gerjast við hliðina á honum.
Hvoru tveggja US-05 og á meðan ég þurfti að skola kökunni úr byggbjórnum helltist hún frekar auðveldlega úr sorghumbjórnum.

Reikna með að ná c.a. 15 lítrum á flöskur af þessum rúmu 19 / tæpu 20 sem byrjað var með.

Næsta tilraun mun að öllum líkindum innihalda eitthvað sem gefur pínu meira body en sorghumið getur eitt.

Re: Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 4. Oct 2014 17:19
by æpíei
Ég opnaði fyrsti flöskuna nú í þessu. Hann er mjög ljós á litinn, allt að því gagnsær. Hann er þokkalega kolsýrður en enginn haus. Frekar þunnur á bragðið og smá súr. Minnir mig meira á miðina sem ég hef gert heldur en bjór. Það fer ekki mikið fyrir kókosnum.

Ég kem með nokkra til að gefa gestum fundarins á mánudaginn í Keflavík smakk. Verður gaman að fá álit annarra á þessari tilraun.

Re: Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 4. Oct 2014 22:07
by Plammi
Get ekki sagt að hann sé girnilegur að sjá en hlakka samt til að smakka.

Re: Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 5. Oct 2014 19:14
by bergrisi
Spennandi að smakka þó útlitið sé ekki freistandi..

Re: Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 5. Oct 2014 21:22
by astaosk
Já ég tók smá sýni af mínum um helgina... lofaði alls ekki góðu. Skellti aðeins af humlum út í - vona að þetta skáni!

Re: Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 6. Oct 2014 13:46
by hrafnkell
haha ætli ég sitji uppi með restina af fína sorghum sírópinu?? :)

Re: Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 6. Oct 2014 14:31
by astaosk
Tók aftur sýni, eftir 2,5 daga í þurrhumlun. Nær að drepa mesta óbragðið, og gæti orðið vel drekkanlegt kalt með kolsýru :-)

Re: Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 6. Oct 2014 15:56
by Funkalizer
Nei þú ættir ekki að þurfa að sitja uppi með restina, Hrafnkell.
Ekki ef viðtökur glútenlausa félaga míns hafa eitthvað að segja.
Erum bara að ræða það hvað við getum gert til að auka aðeins haus og boddí.
Höfum alveg rætt brown rice syrup og svo maltodextrin en það skiptir að sjálfsögðu máli hvaðan maltodextrinið kemur.

Svo snýst þetta allt saman um perspective.
Annar félagi (sá er ekki glútenlaus) orðaði gagnrýni sína svona: "Ef ég mætti ekki drekka neinn annan bjór þá væri ég mega sáttur en fyrst ég má drekka heimsins bestu bjóra þá er þetta ekkert uppáhalds".

Já og ég klikkaði aðeins á kolsýrunni í mínum, mætti vera sprækari þar.
Það verður bara gert næst.

Maður getur ekkert verið meistari í fyrstu extract brew sessioninni sinni. Það er ekki eins og þetta sé all-grain :P

Re: Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 6. Oct 2014 16:31
by æpíei
Já, sammmála því! Það þarf að gera nokkrar tilraunir, en að lokum hlýtur maður að detta niður á eitthvað sem er boðlegt. :skal:

Re: Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 6. Oct 2014 22:09
by Örvar
Það gæti verið að olían í kókosnum sé að eyðileggja hausinn. Hausleysi virðist allavega vera algengt í bjórum með kókosflögum.

Re: Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 7. Oct 2014 00:14
by æpíei
Bjórinn fékk heilt yfir ágætis viðtökur á fundinum í kvöld. Þetta er frábrugðið hinum hefðbundna bjór og sem slíkur viðbúið að hann bragðist öðru vísi. En sem drykkur þótti hann ekki slæmur. Nú er bara að halda ótrauður áfram að prófa sig áfram með þetta. Næst verða meiri humlar....

Re: Glútenlaus Cream Ale Coconut Special

Posted: 17. Feb 2015 21:08
by æpíei
Ég ætlaði mér alltaf að fylgja þessu eftir. Þessi glútenlausi bjór stórbatnaði við smá geymslu. Hann varð allur meira í jafnvægi og alveg ágætur til drykkju. Þó er dálítið mikið botnfall í honum. Þannig að ég myndi segja að þetta væri success. Ég hef verið í smá bruggpásu en nú er annar Pale Ale glútenlaus á dagskrá hjá mér. Set kannski inn meira um hann þegar ég ræðst í hann.