It's Faro in the Morning (Faro)

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

It's Faro in the Morning (Faro)

Post by æpíei »

Fyrir nokkru fékk ég að smakka á Faro sem er belgískur bjórstíll, ekki mjög útbreiddur. Þessi bjór var frekar mildur, lágt áfengi með örlitlum súrum keim. Ekki kannski ósvipaður saison, svona eins og litli frændi saison. Ég hafði aldrei heyrt um faro áður og þetta vakti áhuga minn. Faro var upprunalega blandaður bjór. Veikir ódýrir bjórar voru settir út í Lambic eða hreinlega þynntir með vatni. Svo var sykri bætt í rétt áður en hann var drukkinn. Útkoman varð súr-sætur bjór, vel drykkjar hæfur.

Þetta er um það bil allt sem ég fann um faro. Ég fann engar uppskriftir eða annað sem gæti hjálpað mér við að gera minn eigin faro. Ég hafði því frekar lítið til að byggja á. Bruggarinn sem gaf mér bjórinn sagðist hafa notað 80% pilsner og 20% hveiti, og humlar voru týpískir evrópskir. Ég ákvað að notast við það. Til að fá sæta keiminn nota ég pakka af candy sírópi. Súra keiminn fæ ég úr WLP644 BRETTANOMYCES BRUXELLENSIS TROIS geri http://www.whitelabs.com/yeast/wlp644-b ... nsis-trois" onclick="window.open(this.href);return false;.

Uppskriftin var því svona:

It's Faro in the Morning (Faro)
24 lítrar, 90 mín suða, ca 70% nýtni
OG 1.050 áætlað ABV 5,6%
IBU 13,6

4,0 kg pilsnermalt
1,0 kg hveitimalt
1 pk candi syróp D-45 15 mín
16 g golding 60 mín
20 g tettnang 10 mín
10 g tettnang 5 mín
WLP 644 ger 1 líter starter

Ég ákvað að meskja svipað og saison: 50 mínútur við 63, svo 15 mínútur á 68, 15 mínútur 73 og loks 5 mínútur á 78 og skolaði með 5 lítrum. Fékk mjög fína nýtni úr þessu eða 77%. Það er ljóst að ég þarf aðeins að endurbæta BeerSmith prófilínn á tækjunum. ;)

Hann er núna að gerjast við 23 gráður og allt virðist fínt. Ég verð spenntur að smakka þennan eftir ca mánuð, en þó gæti það tekið talsvert meiri tíma að fá inn meira að súrnum úr gerinu. Ég leyfi ykkur að fylgjast með hvernig hann þróast :skal:

p.s. nafnið á bjórnum er dálítið langsótt. Einhver sem fattar það?
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: It's Faro in the Morning (Faro)

Post by helgibelgi »

Það stendur smávegis um þennan stíl í bókinni Wild Brews eftir Jeff Sparrow.

Þar stendur (bls. 22):
"Faro was once a blend of different strengths of lambic, produced with several different runnings (sparges) of the same mash and usually sweetened. Today, brewers blend dark sugar with lambic to produce faro. Unlike the pasteurized commercial bottles of faro seen on the shelves, traditional faro must be served relatively quickly on draft, or the sugar will begin to ferment, destroying the desired sweetness."

Hljómar alveg svipað og sú hugmynd sem þú hefur nú þegar um hann. Ekki að ég viti eitthvað um þetta (var bara með bókina mér við hlið).
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: It's Faro in the Morning (Faro)

Post by Eyvindur »

Ég hef fengið svona. Var reyndar alls ekki hrifinn, enda ekki hrifinn af sættum súrum bjúrum, en það er vitaskuld smekksatriði. Ég held hins vegar að brett sé ekki nóg til að fá faro karakter - fannst vera meiri lacto karakter en brett, allavega í þessum sem ég smakkaði.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: It's Faro in the Morning (Faro)

Post by Funkalizer »

æpíei wrote:p.s. nafnið á bjórnum er dálítið langsótt. Einhver sem fattar það?
Fannst ég svaka klár gúgglari núna :)
Hvort þetta er hins vegar rétt svar...
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: It's Faro in the Morning (Faro)

Post by æpíei »

Funkalizer wrote:
æpíei wrote:Hvort þetta er hins vegar rétt svar...
Rétt! Þegar ég hugsaði um Faro fór alltaf í gang í hausnum á mér laglínan "You give me Faron Young, four in the morning" úr Prefab Spout laginu sem ber heiti söngvarans Faron Young. Svo því var eðliegt að draga nafnið á bjórnum af laginu sem minnst er á, sem þú réttilega bendir á. :)
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: It's Faro in the Morning (Faro)

Post by æpíei »

Ég var að tappa þessum. FG var 1.011 sem gerir ABV 5,8%. Aðeins hærri % en ég stefndi á. Fyrsta smakk segir að hann er vel sætur en ekki mjög súr, en samt smá fönkí. Eyvindur hefur líklega rétt fyrir sér varðandi súrinn og þetta ger. Ég er þó ekki ósáttur. Ég gef honum alla vega tíma til að þroskast nokkrar vikur áður en alvöru smökkun hefst og lokadómur fellur.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: It's Faro in the Morning (Faro)

Post by æpíei »

Ég gæti þurft að bíða dálítið eftir þessum. Þannig er að ég gerði 100% Brett bjór með White Labs 645 Brettanomyces Claussenii fyrir um 10 mánuðum síðan, mjög svipað ger. Hann var alltaf mjög fínn, vel balanseraður og smá hint af fönki. Ekki mikið samt. Eginlega ekkert sem skar hann úr, bara "fínn". Ég setti hann í keppnina sl vor en hann fékk ekki náð fyrir dómnefndinni. Ég hef ekki smakkað hann aftur siðan þá - fyrr en í kvöld. Og Holy Sh*t! Þetta er allt annar bjór. Þessi ger þurfa greinilega langan tíma til að koma í gegn. En biðin er þess virði. Vá!

P.s. Ég er að vona að þetta sé ekki bara sýkt flaska, það væri ferlega svekkjandi... ;)
Post Reply