Chinook IPA

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Chinook IPA

Post by Classic »

Bruggkennsludagur. Fór með vinnufélögunum í Bjórskólann í haust og lofaði sýnikennslu og heimabruggsmakki með vorinu, og nú er komið að því. Alveg heill einn gestur mættur í dough-in, fólk er greinilega spenntara fyrir smakkinu, en það er allt í lagi, þetta verður bjór fyrir því.

Uppskriftin varð til af því ég keypti hjá Hrafnkeli 100g af Chinook til vara fyrir annan humal sem hann átti ekki til, en ég komst svo í á svörtu áður en að bruggdegi kom svo hér eru 100g af Chinook sem koma þarf til góðra verka. Ég nánast bara gúgglaði "what to do with 3oz of Chinook" og notaði þá uppskrift sem fyrst kom upp. Nánast. Minnir mig. Allavega er maltið í uppskriftinni copy/paste af einhverju á Netinu og humlunum svo dembt út í þannig að 100g nýtist sem best og fari allt í suðu því ég nenni ekki að þurrhumla þennan bjór.

Uppskrift:

Code: Select all

 Chinook - American IPA
================================================================================
Batch Size: 22.000 L
Boil Size: 26.000 L
Boil Time: 60.000 min
Efficiency: 75%%
OG: 1.063
FG: 1.013
ABV: 6.5%%
Bitterness: 55.0 IBUs (Rager)
Color: 8 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                     Name  Type    Amount Mashed Late Yield Color
 Weyermann - Pilsner Malt Grain  5.500 kg    Yes   No  81%%   2 L
      CaraAroma/Special W Grain 120.000 g    Yes   No  72%% 120 L
                 CaraHell Grain 300.000 g    Yes   No  75%%  10 L
Total grain: 5.920 kg

Hops
================================================================================
    Name  Alpha   Amount   Use       Time   Form  IBU
 Chinook 12.5%% 15.000 g  Boil 60.000 min Pellet 25.3
 Chinook 12.5%% 15.000 g  Boil 20.000 min Pellet  8.6
 Chinook 12.5%% 15.000 g  Boil 15.000 min Pellet  6.7
 Chinook 12.5%% 15.000 g  Boil 10.000 min Pellet  5.5
 Chinook 12.5%% 15.000 g  Boil  5.000 min Pellet  4.7
 Chinook 12.5%% 15.000 g  Boil  1.000 min Pellet  4.3
 Chinook 12.5%% 10.000 g Aroma    0.000 s Pellet  0.0

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale S-05  Ale  Dry 11.000 g Primary
Smá orðagrín. IPA er stundum ranglega kallað Indian Pale Ale. Ég ákvað að íslenska þá þýðingu þar sem bjórinn heitir jú eftir indíánaættbálki og því kalla ég þetta Indjánafölöl.
Miði:
Image
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply