Session IPA (eða hoppy Pale Ale, if you will)

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Session IPA (eða hoppy Pale Ale, if you will)

Post by Eyvindur »

Við félagarnir erum humlahausar, en elskum líka bjóra í léttari kantinum, þannig að við ákváðum að gera létta humlabombu. Skelltum í þetta í gærkvöldi og settum Mild á flöskur/kút í leiðinni. Vorum svolítið frameftir, en að öðru leyti var þetta einhver tíðindalausasti bruggdagur sem ég man eftir.

Uppskriftin er einföld og góð:

Code: Select all

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 49,45 l
Post Boil Volume: 42,64 l
Batch Size (fermenter): 40,00 l   
Bottling Volume: 40,00 l
Estimated OG: 1,050 SG
Estimated Color: 17,7 EBC
Estimated IBU: 72,9 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 71,7 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt                   Name                                     Type          #        %/IBU         
55,00 l               Light colored and hoppy                  Water         1        -             
10,86 g               Chalk (Mash 60,0 mins)                   Water Agent   2        -             
3,33 g                Baking Soda (Mash 60,0 mins)             Water Agent   3        -             
1,56 g                Epsom Salt (MgSO4) (Mash 60,0 mins)      Water Agent   4        -             
7,00 kg               Pale Malt (Weyermann) (6,5 EBC)          Grain         5        77,8 %        
1,50 kg               Munich II (Weyermann) (16,7 EBC)         Grain         6        16,7 %        
0,50 kg               Caramunich II (Weyermann) (124,1 EBC)    Grain         7        5,6 %         
15,00 g               Amarillo [8,80 %] - First Wort 60,0 min  Hop           8        9,7 IBUs      
15,00 g               Citra [12,50 %] - First Wort 60,0 min    Hop           9        13,8 IBUs     
15,00 g               Simcoe [12,90 %] - First Wort 60,0 min   Hop           10       14,2 IBUs     
40,00 g               Amarillo [8,80 %] - Steep/Whirlpool  30, Hop           11       9,0 IBUs      
40,00 g               Citra [12,50 %] - Steep/Whirlpool  30,0  Hop           12       12,8 IBUs     
40,00 g               Simcoe [12,90 %] - Steep/Whirlpool  30,0 Hop           13       13,3 IBUs     
2,0 pkg               Safale American  (DCL/Fermentis #US-05)  Yeast         14       -             
45,00 g               Citra [12,50 %] - Dry Hop 7,0 Days       Hop           15       0,0 IBUs      
45,00 g               Amarillo [8,80 %] - Dry Hop 0,0 Days     Hop           16       0,0 IBUs      
45,00 g               Simcoe [12,90 %] - Dry Hop 0,0 Days      Hop           17       0,0 IBUs  
Við gerðum hop stand í lokin, við 70°C, þannig að IBU talan er nú líklega eitthvað orðum aukin í uppskriftinni. Þetta á ekki að vera allt of beiskt - miklu frekar bragðsprengja.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Session IPA (eða hoppy Pale Ale, if you will)

Post by gm- »

Hljómar vel, var einmitt að klára kútinn af mínum session IPA, eða IPA light eins og vinir mínir kölluðu hann. Notaði Amarillo, Simcoe og Cascade, kom mjög vel út.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Session IPA (eða hoppy Pale Ale, if you will)

Post by æpíei »

Þetta á eftir að verða flottur bjór. Einn minn eftirminnilegasti IPA var einmitt þannig að ég setti humla í first wort, svo í hop stand og þurrhumlaði. Engir humlar í hina eiginlegu suðu.

Ég er annars á því að optimal IBU fyrir IPA sé um 65. Það má svo henda haug af humlum í lokin og þurrhumlun til að fá bragð og lykt. En svokallaðir "double IPA" sem tvöfalda alla humla, og þar með tvöfalda IBU líka, eru eiginlega orðnir of þreyttir fyrir minn smekk. Kannski einn og einn þegar ég er í stuði...
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Session IPA (eða hoppy Pale Ale, if you will)

Post by Eyvindur »

Já, ég er voða mikið í léttu stöffi þessa dagana. Enda sá árstími.

Framundan er hveitibjórasería.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Session IPA (eða hoppy Pale Ale, if you will)

Post by Eyvindur »

Þessi er mjög skemmtilegur, en beiskjan er allt of lítil til að þetta geti kallast IPA, eða pale ale, ef út í það er farið. Ég kýs að kalla þetta amerískan ESB. Malty, hoppy, notalegur.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Session IPA (eða hoppy Pale Ale, if you will)

Post by æpíei »

Það er merkilegt því reiknað IBU er 72 skv þinni uppskrift. Það er alveg sæmilegt fyrir IPA. Founders All Day IPA er bara 42 sem er í lægri kanntinum. Ég miða oft við að vera í 65 IBU og það eru alveg hressilegir IPA að mínum dómi. :beer:
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Session IPA (eða hoppy Pale Ale, if you will)

Post by Eyvindur »

Útreikningarnir voru í ruglinu, því ég var með hop stand í 70°C, en setti þetta inn eins og það væri við flameout.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply