Apríltunnur Klassiker

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Apríltunnur Klassiker

Post by Classic »

Ég er búinn að vera duglegri við að brugga en að deila uppskriftum upp á síðkastið, enda búinn að vera talsvert í endurteknu efni. Fretandi núna eru þó tvær nýjar uppskriftir, annars vegar AG-væddur bjór frá extrakt árunum og svo alveg nýtt og ferskt efni í sjaldséðu stílbroti.

Byrjum á AG-væðingunni. Enskur bitter af því maður á aldrei of mikið af léttum bjór. Þessi komst óvænt inn í stundatöfluna af því ég átti munaðarlausa Fuggles og EKG eftir í frystinum síðan ég bruggaði Svarthöfðann í fyrrasumar. Bruggaður rétt fyrir mánaðamót, fer örugglega að styttast í að hann fari á flöskur:

Code: Select all

 Rauda haenan - Standard/Ordinary Bitter
================================================================================
Batch Size: 21.000 L
Boil Size: 25.000 L
Boil Time: 60.000 min
Efficiency: 75%%
OG: 1.037
FG: 1.009
ABV: 3.6%%
Bitterness: 30.9 IBUs (Rager)
Color: 12 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                        Name  Type    Amount Mashed Late Yield Color
   Weyermann - Pale Ale Malt Grain  3.000 kg    Yes   No  80%%   3 L
 Caramel/Crystal Malt - 120L Grain 150.000 g    Yes   No  72%% 120 L
              Special B Malt Grain 150.000 g    Yes   No  65%% 160 L
             Melanoiden Malt Grain 100.000 g    Yes   No  80%%  20 L
Total grain: 3.400 kg

Hops
================================================================================
          Name Alpha   Amount  Use       Time   Form  IBU
       Fuggles 5.0%% 11.000 g Boil  5.000 min Pellet  1.5
       Fuggles 5.0%% 11.000 g Boil 60.000 min Pellet  8.1
 Kent Goldings 6.4%% 13.000 g Boil  5.000 min Pellet  2.3
 Kent Goldings 6.4%% 13.000 g Boil 60.000 min Pellet 12.2
 Kent Goldings 6.4%% 13.000 g Boil 20.000 min Pellet  4.1
       Fuggles 5.0%% 11.000 g Boil 20.000 min Pellet  2.7

Misc
================================================================================
       Name   Type  Use   Amount       Time
 Irish Moss Fining Boil 5.000 mL 15.000 min

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale S-04  Ale  Dry 11.000 g Primary
Síðast þegar ég bruggaði þennan gekk mér illa að finna nafn, og kom það eiginlega ekki fyrr en í vikunni fyrir átöppun, þegar ég ætlaði aldrei að ná sambandi við átöppunaraðstoðarmennina. Miðinn og nafnið vísa því í þekkta barnasögu um litla hænu sem fékk enga aðstoð við uppskeruna sína fyrr en kom að því að njóta afurðanna. Þar sem hænan er rauð í erlendum útgáfum sögunnar ákvað ég að hafa hana rauða á bjórnum líka, því þannig var auðveldara að gúggla mynd á miðann. Smáa letrið á við um eldri útgáfu uppskriftarinnar:
Image

Hin hreinræktaða nýjung er svo mikil nýjung að sennilega fellur hún ekki í neinn stíl. Það er kannski helst að við gætum farið í einhverjar "hvað ef-"sagnfræðipælingar og kallað þetta Namibischer Altbier, með vísan í ölflutninga frá Evrópskri stórþjóð til nýlendu í fjarlægri heimsálfu. Ég s.s. stillti bruggreikninn á amerískan IPA, en fyllti hann af þýskum humlum af því að.. bara.. 100% Munchen malt með því og nefnt í höfuðið á frægri bæverskri sjónvarpslöggu.

Code: Select all

 Derrick - American IPA
================================================================================
Batch Size: 21.000 L
Boil Size: 25.000 L
Boil Time: 60.000 min
Efficiency: 70%%
OG: 1.062
FG: 1.012
ABV: 6.4%%
Bitterness: 51.2 IBUs (Rager)
Color: 12 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
        Name  Type   Amount Mashed Late Yield Color
 Munich Malt Grain 6.000 kg    Yes   No  80%%   9 L
Total grain: 6.000 kg

Hops
================================================================================
                  Name Alpha   Amount     Use       Time   Form  IBU
            Mittelfruh 3.0%% 20.000 g    Boil    0.000 s Pellet  1.4
            Mittelfruh 3.0%% 40.000 g    Boil 10.000 min Pellet  3.7
            Mittelfruh 3.0%% 40.000 g    Boil  5.000 min Pellet  3.2
 Saaz (Czech Republic) 3.0%% 40.000 g    Boil 10.000 min Pellet  3.8
 Saaz (Czech Republic) 3.0%% 40.000 g    Boil 15.000 min Pellet  4.6
 Saaz (Czech Republic) 3.0%% 20.000 g    Boil    0.000 s Pellet  1.4
           Hersbrucker 1.6%% 40.000 g    Boil 30.000 min Pellet  5.0
           Hersbrucker 1.6%% 40.000 g    Boil  5.000 min Pellet  1.7
           Hersbrucker 1.6%% 20.000 g    Boil    0.000 s Pellet  0.8
                  Rest 3.8%% 30.000 g Dry Hop  7.000 day Pellet  0.0
      Styrian Goldings 4.0%% 45.000 g    Boil 60.000 min Pellet 25.7

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale S-05  Ale  Dry 11.000 g Primary
Þetta var alveg ógeðslega mikið af humlum sem komu upp úr pottinum, maður hefur alveg gert IIPA úr færri grömmum. Uppskriftin miðar við 100g í tegund og þurrhumlað með því sem gengur af. Hrafnkell var óvenju nákvæmur á voginni þennan dag sem ég keypti inn í þetta svo þurrhumlarnir ná varla 10g, en það ætti tæpast að koma að sök. Ég man ekkert hvaðan þessi hugmynd kom, en hún er allavega komin á fljótandi form. Í versta falli verður þetta bjór.
Image


Þegar næst losnar tunna bíður svo þessi fastagestur eftir því að komast að. Það styttist í að fótboltasumarið byrji og þá verður maður að eiga rétta drykkinn til upphitunar:

Code: Select all

 Fimmta stjarnan - American Brown Ale
================================================================================
Batch Size: 21.000 L
Boil Size: 25.000 L
Boil Time: 60.000 min
Efficiency: 77%%
OG: 1.050
FG: 1.012
ABV: 5.0%%
Bitterness: 40.2 IBUs (Rager)
Color: 23 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                      Name  Type    Amount Mashed Late Yield Color
               Munich Malt Grain  1.000 kg    Yes   No  80%%   9 L
             CaraMunich II Grain 150.000 g    Yes   No  74%%  60 L
        Cara-Pils/Dextrine Grain 200.000 g    Yes   No  72%%   2 L
       Chocolate Malt (UK) Grain 230.000 g     No   No  73%% 450 L
 Weyermann - Pale Ale Malt Grain  3.000 kg    Yes   No  80%%   3 L
Total grain: 4.580 kg

Hops
================================================================================
    Name  Alpha   Amount   Use       Time   Form  IBU
  Simcoe 12.9%% 17.000 g  Boil 60.000 min Pellet 32.2
 Cascade  7.4%% 11.000 g  Boil 15.000 min Pellet  3.2
 Cascade  7.4%% 11.000 g  Boil 10.000 min Pellet  2.6
 Cascade  7.4%% 11.000 g  Boil  5.000 min Pellet  2.2
 Cascade  7.4%% 22.000 g Aroma    0.000 s Pellet  0.0

Misc
================================================================================
       Name   Type  Use   Amount       Time
 Irish Moss Fining Boil 5.000 mL 15.000 min

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale S-05  Ale  Dry 11.000 g Primary
Miðinn er líka alltaf jafn fallegur. Einhverjum myndi kannski finnast eitt ártal vanta í upptalninguna, en þar sem nafnið vísar í 25. titilinn hefur nýjasta ártalið ekkert með nafngift og sögu bjórsins að gera og miðinn því óbreyttur frá því í fyrra þó minjagripum í bikaraskápnum í Frostaskjóli hafi fjölgað í fyrrahaust.
Image
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Apríltunnur Klassiker

Post by hrafnkell »

Classic wrote:Hrafnkell var óvenju nákvæmur á voginni þennan dag sem ég keypti inn í þetta svo þurrhumlarnir ná varla 10g, en það ætti tæpast að koma að sök.
:drunk:


Gaman að þessu, um að gera pósta þessum bjórum sem maður er að brugga.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Apríltunnur Klassiker

Post by Classic »

hrafnkell wrote:
Classic wrote:Hrafnkell var óvenju nákvæmur á voginni þennan dag sem ég keypti inn í þetta svo þurrhumlarnir ná varla 10g, en það ætti tæpast að koma að sök.
:drunk:
Pottþétt það. Maður þarf alltaf að vanda sig svo mikið þegat maður er að reyna að gera eitthvað fullur að stundum vandar maður sig of mikið ;)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Apríltunnur Klassiker

Post by bergrisi »

Um að gera að setja inn hvað maður er að gera. Ég set það inn svo ég sjái hvað ég hef gert. Er ekki nógu skipulagður til að halda dagbók um þetta.

Alltaf gaman af miða og nafn pælingum hjá þér.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Apríltunnur Klassiker

Post by Classic »

Ætli maður sé ekki aðallega að deila miðapælingunum og hugsanlega koma afriti af notuðum uppskriftum á annað heimili. Uppskriftadeilingar til annarra notenda eru bara bónus, en maður veit svo sem alveg til þess að þær hafi orðið öðrum innblástur :)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Apríltunnur Klassiker

Post by Sindri »

Gaman að þessum miðum hjá þér. Ég þarf að vera duglegri í þessu ;)
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
Gummi Kalli
Villigerill
Posts: 32
Joined: 20. Aug 2014 19:32

Re: Apríltunnur Klassiker

Post by Gummi Kalli »

Hvernig smakkast Rauða Hænan? Er að leita mér að góðum English Bitter. Er þessi ekki bara klassic?
í gerjun: Alltaf eitthvað
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Apríltunnur Klassiker

Post by Classic »

Ofboðslega þægilegur og auðdrekkanlegur. Pínu watery eins og kannski mátti búast við en hátt FG faldi það ágætlega.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply