Bosco - American Stout

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
abm
Villigerill
Posts: 13
Joined: 23. Jan 2013 22:12

Bosco - American Stout

Post by abm »

Fyrsta sinn sem ég pósta uppskrift hér, miklu skemmtilegra að deila þessu en að sitja einn að þessu í skúrnum. Þessi fór á flöskur í gærkvöldi og lofar mjög góðu.

Code: Select all

BeerSmith 2 Recipe Printout - http://www.beersmith.com
Recipe: Bosco
Brewer: Árni
Asst Brewer: 
Style: American Stout
TYPE: All Grain
Taste: (30,0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 32,81 l
Post Boil Volume: 26,00 l
Batch Size (fermenter): 25,00 l   
Bottling Volume: 22,50 l
Estimated OG: 1,067 SG
Estimated Color: 38,3 SRM
Estimated IBU: 49,9 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 70,0 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt                   Name                                     Type          #        %/IBU         
6,00 kg               Pale Malt, Maris Otter (3,0 SRM)         Grain         1        78,3 %        
0,50 kg               Carafoam (Weyermann) (2,0 SRM)           Grain         2        6,5 %         
0,50 kg               Oats, Flaked (1,0 SRM)                   Grain         3        6,5 %         
0,33 kg               Carafa Special II (Weyermann) (415,0 SRM Grain         4        4,3 %         
0,33 kg               Roasted Barley (555,0 SRM)               Grain         5        4,3 %         
35,00 g               Chinook [13,00 %] - Boil 60,0 min        Hop           6        45,7 IBUs 
1,00 Items            Whirlfloc Tablet (Boil 10,0 mins)        Fining        7        -            
20,00 g               Centennial [10,30 %] - Boil 5,0 min      Hop           8        4,1 IBUs      
1,0 pkg               Denny's Favorite 50 (Wyeast Labs #1450)  Yeast         9        -             
150,00 g              Cocoa Nibs (Primary 7,0 days)            Flavor        10       -             
1,00 Items            Vanilla Bean (Primary 7,0 days)          Spice         11       -             


Mash Schedule: BIAB, Medium Body
Total Grain Weight: 7,66 kg
----------------------------
Name              Description                             Step Temperat Step Time     
Saccharification  Add 37,50 l of water at 71,6 C          66,7 C        75 min        
Mash Out          Heat to 75,6 C over 7 min               75,6 C        10 min       
Útbjó uppskriftina sjálfur með aðstoð héðan og þaðan af öðrum uppskriftum. Meskjaði aðeins heitara en stendur að ofan, þ.e. 67,5°C. Útbjó 1,5 líters starter kvöldið áður og testaði stir plate-ið mitt þar sem gerpakkinn var dagsettur í desember. Það skilaði sér heldur betur. Með starternum voru 27 lítrar í fötunni (OG 1.065) og ég vissi svo sem alveg í hvað stefndi þegar ég lokaði. Gerið var alveg til í þetta, blow-offið átti aldrei séns. Ekkert sem smá þrifa-session reddaði ekki. Gerjaði í tvær vikur við 16°C sem er heldur lægra en ég hefði viljað en skúrinn bara bauð ekki upp á hærra og ég er ekki búinn að redda hitun í gerjunarskápinn. Skellti 150 g af kakónibbum og 1 vanillustöng (aðeins til að draga fram súkkulaðibragðið) í vodkabað í 1 viku og skellti í bjórinn í 1 viku í primary dunkinn. Afurðin bragðaðist heldur betur vel við átöppun, dýrðlegt súkkulaði í eftirbragði og mjúk rist, hæfilega humlaður að mínu mati. Get varla (eða öllu heldur alls ekki) beðið eftir að poppa cherryið á flösku af þessum. (FG 1.014) Þar sem súkkulaði-íbætingin heppnaðist svona vel fannst mér ekki spurning með nafngiftina.
-------------------------------------------------------------------
Í gerjun: Ekkert.
Á flöskum: Jólabjór 2014 - Dökkur ESB, Citra Pale Ale. Mojito Wit, Bosco (American Stout), 5am Saint klón
Á næstunni: ?
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bosco - American Stout

Post by bergrisi »

Hljómar vel. Hef gert nokkrar tilraunir með kakónibbur og alltaf sáttur.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply