Gunnar Nelson IPA SMASH

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
oliagust
Villigerill
Posts: 27
Joined: 13. Oct 2011 00:21

Gunnar Nelson IPA SMASH

Post by oliagust »

Oftast koma menn með uppskriftir hér áður en þær eru bruggaðar og svo vantar að segja frá hvernig smakkaðist.

Ég kem því með eina hér sem er komin á flöskur og búið að smakka. Reyndar bara búið að vera á flösku í eina viku. Fyrstu viðbrögð eru þó að þetta sé bara asskoti góður IPA. Fallegur á litinn og í góðum balans.

Ætlunin var að gera SMASH. En reyndin varð að nota Columbus sem beiskjuhumla til að spara smá og Nelson Sauvin í rest. Þetta reyndist vera ódýrasti bjórinn sem við höfum gert pr. flösku.

11,5 kg Munich I malt
70gr Columbus, 60 mín
55gr Nelson Sauvin, 15mín
55gr Nelson Sauvin, 0mín


IBU 82
OG 1062
Ger S04

Verst að Nelson virðist uppseldur á landinu...
Í vinnslu; Bríó klón
Í gerjun: SMASH lager og Nelson Sauvin IPA
Á flöskum; Rauðöl, Vetraröl, APA, Brúðkaupsöl og SMASH öl.
Post Reply