Dr. Stein - APA með þýsku ívafi

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Dr. Stein - APA með þýsku ívafi

Post by Classic »

Gerði vörutalningu í frystinum og ákvað að vinna niður lagerinn. Skref eitt á þeirri vegferð er þetta þýskættaða öl hérna. Annað af þremur þýsk/amerískum stílbrotum sem ég er að fikta með, fyrst kom Pilsnerinn með ölgerið og Cascade humlana, Pamela, nú er það þetta, þýskir humlar í bjór sem í tölum er APA, og svo er með vorinu von á einhverju í líkingu við amerískan IPA en með Munchen malti og þýskum humlum.

Uppskrift:

Code: Select all

 Dr. Stein - American Pale Ale
================================================================================
Batch Size: 21.000 L
Boil Size: 25.000 L
Boil Time: 60.000 min
Efficiency: 75%%
OG: 1.050
FG: 1.012
ABV: 4.8%%
Bitterness: 38.3 IBUs (Rager)
Color: 5 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                      Name  Type   Amount Mashed Late Yield Color
 Weyermann - Pale Ale Malt Grain 4.500 kg    Yes   No  80%%   3 L
Total grain: 4.500 kg

Hops
================================================================================
                  Name  Alpha   Amount  Use       Time   Form  IBU
                Magnum 14.7%% 15.200 g Boil 60.000 min Pellet 32.8
              Tettnang  4.4%% 10.000 g Boil 10.000 min Pellet  1.4
 Saaz (Czech Republic)  3.2%% 10.000 g Boil 10.000 min Pellet  1.0
              Tettnang  4.4%% 10.000 g Boil  5.000 min Pellet  1.2
 Saaz (Czech Republic)  3.2%% 10.000 g Boil  5.000 min Pellet  0.9
              Tettnang  4.4%%  6.000 g Boil    0.000 s Pellet  0.6
 Saaz (Czech Republic)  3.2%%  5.000 g Boil    0.000 s Pellet  0.4

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale S-05  Ale  Dry 11.000 g Primary
Miði:
Image

Hefð er að myndast fyrir því að nota brjálaða vísindamenn í nöfn bjóra sem eru hannaðir bara með það að leiðarljósi að losna við humla. Þessi tiltekni vísindamaður er fengin að láni héðan: http://www.youtube.com/watch?v=INhCoUwiTpE, frá þýsku hevímetalsveitinni Helloween. Þeir sem komið hafa heim til mín gætu þekkt logoið af fána sem hangir fyrir svalahurðinni hjá mér af því ég hef ekki nennt að kaupa gardínu fyrir gluggann.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Dr. Stein - APA með þýsku ívafi

Post by bergrisi »

Alltaf gaman að sjá miðana þína.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Dr. Stein - APA með þýsku ívafi

Post by Eyvindur »

Hljómar spennandi. Ég elska Saaz.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply