On the fly - English Pale Ale/ Premium Bitter

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

On the fly - English Pale Ale/ Premium Bitter

Post by Plammi »

Konan verður 30 ára í lok apríl og ætla ég að brugga 2 bjóra fyrir það partí. Eitt enskt ljósöl og svo einhverja útgáfu af Brúðkaupsöli Úlfars.
Fyrsti bjórinn varð bitterinn.

Vegna óheppilegs opnunartíma hjá brew.is þá fór ég í Vínkjallarann til að versla í næsta verkefni. Ég lagði upp með uppskrift af v2 af Simple Minds bitternum mínum en endaði með eitthvað miklu meira spennandi. Ég rakst nefnilega á nokkra sekki af Maris Otter malti hjá honum og breytti því uppskriftinni á staðnum.
Upprunalega var malt billinn svona: 3,25 kg Pale Ale, 0,75 kg Vienna, 0,20 kg Caraamber og 0,20 kg Caramunich III.

Þetta er svo það sem ég endaði með:
Recipe: 016 - On the fly
Style: Special/Best/Premium Bitter
TYPE: All Grain

Boil Size: 28,00 l
Post Boil Volume: 22,88 l
Batch Size (fermenter): 22,00 l
Bottling Volume: 20,00 l
Estimated OG: 1,050 SG
Estimated Color: 5,8 SRM
Estimated IBU: 25,0 IBUs
Brewhouse Efficiency: 80,00 %
Est Mash Efficiency: 80,0 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
0,55 tsp Baking Soda (Mash 60,0 mins) Water Agent 1 -
4,00 kg Maris Otter (Crisp) (3,0 SRM) Grain 2 90,9 %
0,20 kg Chateau Cara Blond (9,9 SRM) Grain 3 4,5 %
0,20 kg Chateau Biscuit (25,0 SRM) Grain 4 4,5 %
16,00 g Northern Brewer [9,50 %] - First Wort 60 Hop 5 21,2 IBUs
7,00 g Celeia (Styrian Goldings) [4,00 %] - Boi Hop 6 1,8 IBUs
7,00 g Fuggles [4,70 %] - Boil 15,0 min Hop 7 2,1 IBUs
1,06 tsp Irish Moss (Boil 10,0 mins) Fining 8 -
0,50 tsp Yeast Nutrient (Boil 10,0 mins) Other 9 -
10,00 g Fuggles [4,70 %] - Boil 0,0 min Hop 10 0,0 IBUs
10,00 g Tettnang [4,50 %] - Boil 0,0 min Hop 11 0,0 IBUs
2,0 pkg Whitbread Ale (Wyeast Labs #1099) [124,2 Yeast 12 -
Mash Schedule: BIAB, Medium Body
Total Grain Weight: 4,40 kg
----------------------------
Name Description Step Temperature Step Time
Saccharification Add 30,69 l of water at 71,6 68,0 C 60 min
Mash Out Add 0,00 l of water and heat 75,6 C 10 min

Meskjaði í hærra lagi því ég vil fá meira body. Er svona mitt á milli medium og full body profílnum í beersmith.
Er að gera tilraun með er smá water treatment. Skellti tæplega hálfri teskeið af matarsóda í til að fara aðeins nær enska vatninu. Gaman að sjá hvernig það kemur út.
Einnig var ég aðeins búinn að uppfæra græjurnar. Setti hitaeinangrun utan um pottinn. Það er líka að svínvirka, missti aðeins 1°C á 30mín í meskingu, sem verður að teljast drullufínt.
3ja tilraunin sem ég er með í gangi er gerþvottur. Er að nota þvegið Whitbread Ale ger sem ég tók af síðustu lögn. Náði 2 250ml krukkum (gamlar Feta osta krukkur) sem ég skellti í 1L starter. Hef ekki hugmynd hvað það er mikið af geri í þessu en hugsa að ég sé ekki að undirpitcha.

Pre boil gravity var 1042 sem er aðeins yfir áætlun (85% nýtni) og FG endaði í 1053.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
Post Reply