Humlar og Sigð, vol. II - Imperial India Pale Ale

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Humlar og Sigð, vol. II - Imperial India Pale Ale

Post by gm- »

Bruggaði núna humla og sigð í þriðja sinn, en ákvað að prófa nokkrar breytingar. Fyrst ákvað ég að skipta út crystal 40 fyrir honey malt, en hef heyrt að honey malt sé mjög gott í IPA og IIPA.

Svo var ég búinn að nota citra ansi stíft undanfarið, og ákvað því að hvíla þá að þessu sinni og nota nz pacific jade í staðinn, en ég keypti 500 gr af þeim nýlega. Ákvað líka að bæta við slatta af Legacy humlum á 10 mín og 0 mín, hef notað þá dáldið að undanförnu og finnst þeir ansi góðir, gefa skemmtilegt sólberja og sítrusbragð og angan.

Þessi bjór er auðvitað algjör humlapervertismi, en á endanum munu fara um 640 gr af humlum í þessa 20 lítra.

Bruggaði aftur inni, og það gekk bara ansi fínt á eldavélinni og tók bara klukkutíma lengur, þrátt fyrir 90 mín suðu.
Image
Humlasúpa
Image

Hér er svo uppskriftin, ef einhver hefur áhuga.

Stefni á að fá 5 gal á kút, en þar sem maður tapar alveg rosalega í alla þessa humla, þá plana ég hann eins og ég sé að gera 6 gal.

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 7.51 gal
Post Boil Volume: 6.76 gal
Batch Size (fermenter): 6.25 gal
Bottling Volume: 6.00 gal
Estimated OG: 1.081 SG
Estimated Color: 6.6 SRM
Estimated IBU: 245.7 IBUs
Brewhouse Efficiency: 72.00 %
Est Mash Efficiency: 75.3 %
Boil Time: 90 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
7.00 kg Pale Malt (2 Row) US (2.0 SRM) Grain 1 85.2 %
0.44 kg Honey Malt (25.0 SRM) Grain 2 5.4 %
0.10 kg Carafoam (2.0 SRM) Grain 3 1.2 %
60.00 g Chinook [13.00 %] - Boil 90.0 min Hop 4 71.8 IBUs
60.00 g Magnum [14.00 %] - Boil 90.0 min Hop 5 77.3 IBUs
0.68 kg Sugar, Table (Sucrose) [Boil for 10 min] Sugar 6 8.3 %
30.00 g Columbus (Tomahawk) [14.00 %] - Boil 60. Hop 7 36.1 IBUs
30.00 g Pacific Jade [13.00 %] - Boil 45.0 min Hop 8 30.8 IBUs
30.00 g Amarillo Gold [8.50 %] - Boil 10.0 min Hop 9 8.0 IBUs
30.00 g Legacy [10.20 %] - Boil 10.0 min Hop 10 9.5 IBUs
30.00 g Pacific Jade [13.00 %] - Boil 10.0 min Hop 11 12.2 IBUs
65.00 g Amarillo Gold [8.50 %] - Aroma Steep 0.0 Hop 12 0.0 IBUs
30.00 g Legacy [10.20 %] - Aroma Steep 0.0 min Hop 13 0.0 IBUs
30.00 g Pacific Jade [13.00 %] - Aroma Steep 0.0 Hop 14 0.0 IBUs
2.0 pkg Safale American (DCL/Fermentis #US-05) Yeast 15 -
95.00 g Columbus (Tomahawk) [14.00 %] - Dry Hop Hop 16 0.0 IBUs
50.00 g Amarillo Gold [8.50 %] - Dry Hop 10.0 Da Hop 17 0.0 IBUs
50.00 g Legacy [10.20 %] - Dry Hop 10.0 Days Hop 18 0.0 IBUs
50.00 g Pacific Jade [13.00 %] - Dry Hop 10.0 Da Hop 19 0.0 IBUs

Meskjaði við 68°C
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Humlar og Sigð, vol. II - Imperial India Pale Ale

Post by bergrisi »

Flottur bjór. Gaman að fá myndi.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
busla
Kraftagerill
Posts: 63
Joined: 12. Sep 2012 14:02

Re: Humlar og Sigð, vol. II - Imperial India Pale Ale

Post by busla »

Tvær spurningar:

* Magnaður pottur, hvað myndirðu halda að heildarkostnaðurinn væri við að smíða hann?
* Hvar ertu að kaupa humlana þína?

Kv,
Nonni
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Humlar og Sigð, vol. II - Imperial India Pale Ale

Post by gm- »

busla wrote:Tvær spurningar:

* Magnaður pottur, hvað myndirðu halda að heildarkostnaðurinn væri við að smíða hann?
* Hvar ertu að kaupa humlana þína?

Kv,
Nonni
Pottinn fékk ég frá Ontario Beer Kegs, er 35 lítra (9 gal) ryðfrír stálpottur með 2 skrúfgöngum og kostaði um 80$ http://www.ontariobeerkegs.com/ProductD ... LLON-2WELD
Bætti síðan við ball valve úr ryðfríu stáli sem skrúfast inní neðri skrúfganginn og kostaði 19$, og 2" hitamæli frá fermentap sem skrúfast inní þann efri og kostaði 16$. Er mjög sáttur við þennan pott.

Humlana hef ég aðallega keypt af hops direct http://www.hopsdirect.com/, everwood ave brew shop https://www.everwoodavebrewshop.com/category/hops-lb/ og ontario beer kegs http://www.ontariobeerkegs.com/Hops_by_ ... a_s/81.htm. En ég hef líka nokkru sinnum keypt 10 lb pakka með öðrum í bruggklúbbnum ódýrt af ebay.
busla
Kraftagerill
Posts: 63
Joined: 12. Sep 2012 14:02

Re: Humlar og Sigð, vol. II - Imperial India Pale Ale

Post by busla »

Já, ertu s.s. staddur erlendis?
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Humlar og Sigð, vol. II - Imperial India Pale Ale

Post by gm- »

Já, bý á austurströnd N-Ameríku, í Kanada. Aðeins meira framboð af bruggdóti hérna. Held að hann hrafnkell sé með ágæta stóra stálpotta til sölu, ættir að tjékka á honum :skal:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Humlar og Sigð, vol. II - Imperial India Pale Ale

Post by hrafnkell »

gm- wrote:Já, bý á austurströnd N-Ameríku, í Kanada. Aðeins meira framboð af bruggdóti hérna. Held að hann hrafnkell sé með ágæta stóra stálpotta til sölu, ættir að tjékka á honum :skal:
:massi:

Svo fæ ég 42Qt (~40 lítra) potta á *afar* góðu verði eftir 6 vikur.
busla
Kraftagerill
Posts: 63
Joined: 12. Sep 2012 14:02

Re: Humlar og Sigð, vol. II - Imperial India Pale Ale

Post by busla »

Það er oft erfitt fyrir mig að forgangsraða í verkfæralistanum. Næsta hjá mér er að setja saman gerjunar-ískápinn og tengja hann við BrewPi. Þegar gerjun er kominn í topp-stand og þá er allt settið komið. Eftir það get ég farið að uppfæra tólin. Jafnvel nýr pottur :-)
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Humlar og Sigð, vol. II - Imperial India Pale Ale

Post by gm- »

busla wrote:Það er oft erfitt fyrir mig að forgangsraða í verkfæralistanum. Næsta hjá mér er að setja saman gerjunar-ískápinn og tengja hann við BrewPi. Þegar gerjun er kominn í topp-stand og þá er allt settið komið. Eftir það get ég farið að uppfæra tólin. Jafnvel nýr pottur :-)
Góður pottur er gulli betri :skal:
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Humlar og Sigð, vol. II - Imperial India Pale Ale

Post by gm- »

Núna er þessi búinn að vera á kút í dáldinn tíma. Verð að segja að vol. I var betri, sáttari með bæði kornið og humlana í honum. Hunangsmaltið sem ég notaði í þennan kemur ansi sterkt í gegn, og ég er ekki alveg að fíla það. Pacific jade humlarnir eru líka með nokkuð sterkum kryddkeim sem passar ekki nógu vel við ávaxtakeiminn af legacy, amarillo og columbus
Post Reply