Bergrisabrugg 2014

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Bergrisabrugg 2014

Post by bergrisi »

Fyrsti bruggdagur ársins og ég ætla að endurtaka leikinn og vera með bjórbruggdagbók líkt og ég gerði á síðasta ári. Það hjálpaði mér mikið og þurfti ég oft að kíkja á gamla þráðinn þegar ég var að reyna að rifja upp hvað klikkaði og hvað virkaði.

Er að gera stout í dag og er hann byggður á súkkulaði stout sem ég gerði í fyrra og ég var ánægður með. Sá var vinsæll meðal vina sem margir eru orðnir sjóaðir í bjórsmökkun eftir margar tilraunir hjá mér.

Ég ætla að nota súkkulaði nibbur í þennan sem eru búnar að liggja í Contrau í tvo mánuði. Ætlaði að vera löngu búinn að henda í þennan bjór en blessuð jólin ofl trufluðu.

Er að nota Scottish Ale blaut ger í hann líkt og ég gerði síðast. Virkaði vel.

Annars er uppskriftin hérna:

6,50 kg Pale Malt (Weyermann) (6,5 EBC) Grain 1 84,4 %
0,30 kg Carafa Special II (Weyermann) (817,5 EBC Grain 2 3,9 %
0,30 kg Carafa Special III (Weyermann) (925,9 EB Grain 3 3,9 %
0,30 kg Oats, Flaked (2,0 EBC) Grain 4 3,9 %
0,30 kg Roasted Barley (591,0 EBC) Grain 5 3,9 %
25,00 g Magnum [14,00 %] - Boil 60,0 min Hop 6 32,4 IBUs
1, Items Whirlfloc Tablet (Boil 15,0 mins) Fining 7 -
15,00 g Goldings, East Kent [6,50 %] - Boil 10,0 Hop 8 3,3 IBUs
1,0 pkg Scottish Ale (Wyeast Labs #1728) [124,21 Yeast 9 -
10,00 mg chocolate nips (Secondary 0,0 mins) Spice 10 -
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2014

Post by bergrisi »

Er að gera bjór númer tvo á árinu. Þetta er einfaldur american pale ale. Mun nefna hann "Súr Keflvíkingur" vegna frétta dagsins að einn sveitungur minn var svekktur með að gert hafi verið grín að honum á þorrablóti. Sjá hér http://www.dv.is/frettir/2014/1/20/osat ... ur-baenum/
Er að spá í að auka kannski við beyskjuna svo hann verði extra bitur.

Er með Carahell korn í þessum til að kynnast því korni aðeins betur og svo eru Hallertau Mittelfrhaue humlar eingöngu.

Ingredients:
------------
Amt Name
4,50 kg Pale Malt (Weyermann) (6,5 EBC)
0,45 kg Carahell (Weyermann) (25,6 EBC)
0,20 kg Carapils / Carafoam (Weyermann) (3,9 EBC
0,20 kg Melanoidin (Weyermann) (59,1 EBC)
65,00 g Hallertauer Mittelfrueh [4,70 %] - Boil Hop 60 min
1,00 Items Whirlfloc Tablet (Boil 15,0 mins) Fining
0,33 tsp Irish Moss (Boil 10,0 mins) Fining
25,00 g Hallertauer Mittelfrueh [4,70 %] - Boil Hop 15 min
1,0 pkg Safale American (DCL/Fermentis #US-05) Yeast

Stefni svo á einn þýskættaðan pale ale í næstu viku.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bergrisabrugg 2014

Post by hrafnkell »

Ætli þessi teljist ekki sem ágætis þýskættaður pale ale :) Engir Amerískir humla og þá er erfitt að færa rök fyrir að þetta sé American Pale Ale.

Fín uppskrift nota bene - Bara stíllinn/flokkurinn sem ég á erfitt með að samþykkja :)




Ætli gaurinn myndi flytja frá Íslandi ef það yrði gert grín að þessu í skaupinu eða spaugstofunni? (Er spaugstofan enn til?)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2014

Post by bergrisi »

Það er rétt þetta með stílinn. Er soldið frjálslegur þarna. Eftir marga dökka vildi ég gera einn frekar léttan en þó með smá humlaangan.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Bergrisabrugg 2014

Post by gm- »

Hljómar vel, getur alltaf dúndrað slatta af cascade í flameout og þá verður hann þýskamerískur :skal:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2014

Post by bergrisi »

Þriðji bjór ársins var gerður í dag. Einfaldur Þýskættaður ale bjór með sömu humlum og síðast. Nota Munich korn í grunn og svo tæp 500 grömm af CaraHell. Svo eru 300 grömm af Vienna og 300 grömm af Melanoidin. US-05 ger. Man ekkert hvar ég fann þessa uppskrift. Örugglega stolin og stílfærð eftir lagerstöðu. Er að bæta við birgðum af léttari ljósum bjórum eftir "svartan" vetur.

Verð reyndar að segja að það er virkilega gaman að vera búinn að gera bjór fyrir klukkan eitt. Undirbjó bjórgerðina í gær og mesking hófst fyrir átta í morgun.

Sötra núna einn enskan bitter sem ég gerði á síðasta ári og tókst virkilega vel. (-smá mont- í samanburði við Viking Þorraþræl bitterinn, í smökkun félagana þá var hann talin mun betri).

Næsti bjór verður gerður eftir viku og verður það Double IPA. Búið að mala í hann og gera hann klárann. Hef ekki gert IPA í langan tíma.

Eftir það er stefnan tekin á 6 bjóra úr Brewing Classic Styles með blautgerjum úr næstu blautgerspöntun hjá Hrafnkeli.

Með kærri bjórkveðju.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bergrisabrugg 2014

Post by hrafnkell »

Þetta hljómar allt saman alveg eðal hjá þér. Hvernig á double ipa að vera? Hvaða humlar? Hve stór?

Ég er sammála þér með þorra þrælinn, þetta er ekki bitter nema að nafninu til.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2014

Post by bergrisi »

Magnum humlar og chinook. Verður 60 IPU. Ég dróg soldið úr humlunum. Svo hann telst nú tæplega til Double. Þetta er uppskrift sem ég fann í Beersmith forritinu. Verður tæp 7%. Verður gaman að sjá hvernig hann kemur út.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Bergrisabrugg 2014

Post by gm- »

bergrisi wrote:Magnum humlar og chinook. Verður 60 IPU. Ég dróg soldið úr humlunum. Svo hann telst nú tæplega til Double. Þetta er uppskrift sem ég fann í Beersmith forritinu. Verður tæp 7%. Verður gaman að sjá hvernig hann kemur út.
Uss!
Image

Hljómar nú samt eins og ágætur "einfaldur" ipa :beer:

Var að þurrhumla minn IIPA, 100 gr af columbus, 50 gr af amarillo, 50 gr af pacific jade og 50 gr af Legacy
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2014

Post by bergrisi »

Það spurning að setja eitthvað í þurrhumlun. Ætti ég að henda td. 20-30 gr. Af magnum í secondary?
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Bergrisabrugg 2014

Post by gm- »

Um að gera að þurrhumla, myndi smella slatta af chinook líka, fannst magnum gera frekar lítið í þurrhumlun.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2014

Post by bergrisi »

Fjórði bjór ársins í meskingu. Ofur einfaldur IPA bjór. Held ég bæti í þurrhumlunina eins og gm bendir mér á hér að ofan. Úrvalið af humlum er reyndar orðið soldið dapurt hjá mér. Verð að bæta úr því fljótlega.

Stefni svo á að setja eitthvað á flöskur enda fer mikið fyrir fjórum fötum af bjór.

Svo verður ekki gerður bjór fyrr en 18 feb. og vonandi þá með nýju blautgeri frá Hrafnkeli. :drunk:
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bergrisabrugg 2014

Post by hrafnkell »

Blautgerið ætti að detta inn á fimmtudag í næstu viku.. Þannig að 18. ætti að henta vel :)

Ég ætla einmitt að sitja á mér líka með bruggun þar til gerið kemur. Er með grand plön um hitt og þetta sem verður bruggað þá :)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2014

Post by bergrisi »

Varúð!!! Bjórperramynd.
20140316_224251.jpg
20140316_224251.jpg (250.55 KiB) Viewed 71541 times
Búinn að vikta í næstu 6 bjóra. Allir úr BCS bókinni og með blautgerinu úr síðustu pöntun. Dagskrá morgundagins er Dobbelbock (bls 89)
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2014

Post by bergrisi »

Er að sjóða þennan Dobbelbock núna. Þettta eru rúm 10 kg. af korni og er minn búnaður varla að ráða við það. Þarf að venja mig á að gera minna magn af hverjum bjór. Er í vandræðuðm með allt magnið sem er til af bjór (ég veit, lúxusvandamál).

7,58 kg Munich Malt (17,7 EBC) Grain 1 73,3 %
2,16 kg Pilsner (Weyermann) (3,3 EBC) Grain 2 20,9 %
0,60 kg Caramunich I (Weyermann) (100,5 EBC) Grain 3 5,8 %
62,11 g Hallertauer Mittelfrueh [4,00 %] - Boil Hop 4 19,2 IBUs
20,22 g Hallertauer Mittelfrueh [4,00 %] - Boil Hop 5 4,8 IBUs
1,27 Items Whirlfloc Tablet (Boil 15,0 mins) Fining 6 -
0,32 tsp Irish Moss (Boil 10,0 mins) Fining 7 -
1,0 pkg German Bock Lager (White Labs #WLP833) [ Yeast 8 -

Hef ekki gert dobbelbock áður og er spenntur hvernig tiltekst. Ætti að vera um 8.5 prósent.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bergrisabrugg 2014

Post by Eyvindur »

Þetta er spennandi. En af hverju er bæði irish moss og Whirlfloc í uppskriftinni? Er þetta ekki sami hluturinn?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2014

Post by bergrisi »

Góð spurning.
Algjör óþarfi en er með 26 lítra og ein tafla er ekki nóg held ég.
Gerði einusinni tilraun í mjög ljósum bjór að nota bæði og þetta hefur verið inni síðan.
Þarf að breyta þessu.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bergrisabrugg 2014

Post by hrafnkell »

bergrisi wrote:Góð spurning.
Algjör óþarfi en er með 26 lítra og ein tafla er ekki nóg held ég.
Gerði einusinni tilraun í mjög ljósum bjór að nota bæði og þetta hefur verið inni síðan.
Þarf að breyta þessu.
Ein pilla er nóg fyrir allt að 40 lítra. En þú ert að sjóða hana aðeins of lengi, það "má" ekki sjóða lengur en 10 mín til að hún virki. Ég læt whirlfloc venjulega einhvertíman á milli 5 og 10mín. Whirlfloc er unnið úr fjörugrösum, þannig að það ætti að vera óþarfi að nota bæði, en auðvitað alveg í góðu lagi :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bergrisabrugg 2014

Post by Eyvindur »

Ég nota einmitt alltaf eina töflu í 40l. Bjórinn alltaf tær og fínn.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2014

Post by bergrisi »

Timinn kom upp í Beersmith svo ég hélt hann væri í lagi. Mun breyta þessu. Takk fyrir leiðbeiningarnar. Ég græði á því að setja bruggið hér inn.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2014

Post by bergrisi »

Þessi kemur úr Brewing Classic Styles og er á bls. 277.
Vinnan sleit í sundur bruggdaginn svo ég meskjaði kvöldið áður. Hef áður gert einn reyktan porter sem ég fíla mjög mikið en hann var með um 80% af reyktu korni. Þessi á eftir að verða mildari.

Eftir umræðu hér að ofan þá stytti ég tíman sem ég setti Whirfloc töfluna. Áður fyrr var ég ekki að setja töflu í dökka bjóra en Hrafnkell benti mér á að þeir geta einnig orðið fallegri og held ég að það sé rétt. Gerði eitt sinn bjór sem var bara eins og drullupollur á litinn og lítt freystandi. Bragðið var fint.

Þetta er sjötti bjór ársins en vegna mikills gestagangs undanfarið þá er lagerstaðan ekkert spes.

Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
4,85 kg Pale Malt (Weyermann) (6,5 EBC) Grain 1 62,8 %
1,72 kg Smoked Malt (Weyermann) (3,9 EBC) Grain 2 22,2 %
0,35 kg Carafa Special I (Weyermann) (630,4 EBC) Grain 3 4,6 %
0,35 kg Caramunich II (Weyermann) (124,1 EBC) Grain 4 4,6 %
0,27 kg Carafa Special II (Weyermann) (817,5 EBC Grain 5 3,5 %
0,18 kg Carafa Special III (Weyermann) (925,9 EB Grain 6 2,3 %
40,00 g East Kent Goldings (EKG) [5,00 %] - Boil Hop 7 18,5 IBUs
24,80 g East Kent Goldings (EKG) [5,00 %] - Boil Hop 8 8,8 IBUs
25,00 g East Kent Goldings (EKG) [5,00 %] - Boil Hop 9 5,7 IBUs
1,00 Items Whirlfloc Tablet (Boil 8,0 mins) Fining 10 -
22,00 g East Kent Goldings (EKG) [5,00 %] - Boil Hop 11 0,0 IBUs
1,0 pkg California Ale (White Labs #WLP001) [35, Yeast 12 -


Mash Schedule: Single Infusion, Light Body, No Mash Out
Total Grain Weight: 7,72 kg
----------------------------
Name Description Step Temperat Step Time
Mash In Add 20,13 l of water at 77,8 C 68,0 C 75 min

Sparge: Fly sparge with 14,60 l water at 75,6 C
Notes:
------
Átti að vera Willemete humlar í bland en East Kent Goldings notaðir í staðinn
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2014

Post by bergrisi »

Nú er komið að Oktobermarzen bjór. (No. 07.2014) Hef gert þennan áður og tókst hann vel. Þessi er á bls. 71 í Brewing Classic Styles.

Var reyndar eitt sem klikkaði. Ég gleymdi að gera starter í gær eins og ég reyndi að gera alltaf. Svo blautgerið mun fara beint í hann. Samkvæmt pakkanum þá á það að vera í góðu lagi ef maður er með bjór undir 1.070 í OG. En í Beersmith þá er mælt með fjórum pakkningum að blautgeri ef maður gerir ekki starter. Ég er að spá í að setja þetta beint í án starters. OG á að vera 1.055 svo ég vona að þetta sleppi.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bergrisabrugg 2014

Post by Eyvindur »

Ég myndi nú aldrei gera lagerbjór án starters. Það þarf tvöfalt meira af lagergeri en ölgeri.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2014

Post by bergrisi »

Ætli það borgi sig ekki að gera starter núna og láta bjórinn bara bíða í sólarhring?
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bergrisabrugg 2014

Post by Eyvindur »

Ég myndi segja það. Lagergerjun er miklu viðkvæmari en ölgerjun, og samkvæmt því sem ég hef séð mæla menn með því að passa að setja meira en minna af geri. Minn lagersérfræðingur mælir með 4 lítra starter fyrir 20 lítra af meðalstórum lagerbjór. Overpitch er málið.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply